Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 9
FLOSI HRAFN SIOURÐSSON: Loftþrýstingsmet Alkunna er, að meðalloftþrýstingur á jörðinni er nálægt 1013 mb við sjávar- mál og að loftþrýstingurinn heldur sig jtar yfirleitt milli 950 og 1050 mb, þótt stöku sinnurn komi fyrir bæði liærri og lægri gildi. Loftþrýstingsmet eru á ýmsan hátt forvitnileg, og komu mér því lesendur Veðursins í hug, þegar ég fyrir nokkru rakst á frásögn af nýlegu heimsmeti á þessu sviði, en um það hefur m. a. prófessor Richard Scherhag skrifað í Berliner Wetterkarte. Það var á gamlársdag 1968, að eindæma mikið hájrrýstisvæði lá yfir Vestur- Síberíu, og kl. 12 GMT þann dag mældist loftjrrýstingur leiðréttur til sjávar 1083,8 mb á veðurstöðinni Agata, sent liggur skammt norðan við lieimskautsbaug í 263 m liæð yfir sjó (66° 53’ N, 93° 28’ A). Miðja háþrýstisvæðisins var þá á þess- um slóðum, og í Agata var logn og lieiðskírt og 46 stiga frost á Celsíus. Á ann- arri nálægri veðurstöð, Igarka, í 30 m hæð yfir sjó við ána Jenessei, mældist einn- ig eindæma hár loftjirýstingur eða 1078,6 mb miðað við sjávarmál, og var Jiar einnig logn og heiðskírt, en lofthiti var —40°C. Hæsti loftþrýstingur, sem vitað er um, að áður hafi mælzt, er 1079,0 mb í Barnaul 23. janúar árið 1900, og í Irkutsk og Semipalatinsk hafa mælzt um eða yfir 1075 mb, en allir eru Jtessir staðir i Síberíu. Lægsti loftjrrýstingur við sjávarmál er ekki síður forvitnilegur, en lægstu gildin hafa yfirleitt mælzt í fellibyljum, sem spaugsamir veðurfræðingar liafa af einhverjum ástæðum tekið upp á að kalla kvenmannsnöfnum'. Mun fellibylur- inn Ida frá 1958 eiga heimsmetið, svo sem um má lesa í stuttri grein eftir C. L. Jordan í Monthly Weather Review, september 1959. Var Jrað 24. september 1958 um kl. 05 GMT, að könnunarflugvél flaug inn í auga fellibylsins, sem Jrá var norðaustur af eyjunni Guam á Kyrrahafi (18,9° N, 135,3° A), og kastaði Jtar niður veðurkanna. Hafa mælingar flugvélarinnar ásamt hita-, raka- og loft- þrýstingsmælingum veðurkannans verið notaðar til að reikna út loftjrrýsting við sjávarmál, og varð niðurstaðan 877 mb. Þótt hér sé sumpart um óbeina mælingu að ræða, má telja víst, að niðurstaðan sé næsta nákværn og að loftþrýstingur í miðju Idu hafi orðið lægri en áður hefur mælzt við sjávarmál. Eykur Jiað m. a. mjög traustleika þessa mets, að önnur flugvél kastaði einnig veðurkanna niður í auga fellibylsins átta klukkustundum áður, og fékkst jiá niðurstaðan 878 mb með öðrum mælitækjum. Lægsta beina loftjnýsti ngsmæl i ngin, sem vitað er um, var liins vegar gerð með kvikasilfursloftvog um borð í hollenzka gufuskipinu Sapoeroea þann 18. ágúst 1927. Var skipið }>á statt í fellibyl á Kyrrahafi um 750 km austur af Luzon og Jiví á svipuðum slóðum og Ida rúmu 31 ári síðar. Mældist loftjirýstingur lægstur 886,7 mb á Sapoeroea. VEÐRIÐ --- 45

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.