Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 10
Að undanskildum, fellibyljum og meiri háttar skýstrokkum hinna heitu hafa
og landa, mun loftþrýstingur hafa mælzt einna lægstur hér á íslandi. Er frá þessu
greint í ýmsum erlendum fræðibókum, og þess þá gjarnan getið, að lægstur
loftþrýstingur utan fellibylja liafi mælzt í Reykjavík 4. febrúar 1824. En af þeirri
mæliniðurstöðu, sem var 693,1 mm kvikasilfurs eða 924,1 mb, er líklegt, að
Jón Þorsteinsson landlæknir eigi heiðurinn, þótt ekki viti ég það fyrir víst. Enn
lægri loftþrýstingur eða 919,7 mb mældist þó í Vestmannaeyjum þann 2. desem-
ber 1929, en sú mæling virðist hafa farið fram hjá þeim erlendu vísindamönnum,
er helzt hafa um þessa hluti ritað. Loks má sem enn eitt dæmi um lágan loft-
þrýsting á íslandi nefna, að 3. janúar 1933 var mjög djúp lægð við landið og
mældist loftþrýstingur þá lægstur um 924 mb í Vestmannaeyjum, en í Grinda-
vík mældust þá 926,0 mb og í Reykjavík 926,6 mb.
Munurinn á hæsta og lægsta loftþrýstingi, sem mælzt hefur á sama stað, mun
og óvíða meiri en á Islandi. I Vestmannaeyjum hefur loftþrýstingur t. d. liæst
mælzt 1051,9 mb, og var það 6. marz 1883. Er munurinn á hæsta og lægsta gildi
þar því 132,2 mb. Hæsti loftþrýstingur, sem mælzt hefur á Islandi, mun hins
vegar vera 1054,2 mb, mælt í Stykkishólmi frostaveturinn mikla eða nánar tiltekið
16. desember 1917. Klukkan átta að morgni þess dags var logn og léttskýjað
í Stykkishólmi, 17,5 stiga frost og loftjrrýstingur í stöðvarhæð 789,5 mm, en það
samsvarar 1052,6 mb. Loftvogin var í 11,3 m liæð yfir sjó, og lætur því nærri,
að hæðarleiðrétting sé 1,6 mb, og réttur loftþrýstingur miðað við sjávarmál því
1054,2 rrtb.
I lok þessa stutta spjalls um loftþrýstingsmet er ekki úr vegi að geta einniggífur-
legra breytinga, sem orðið geta á loftþrýstingi á skömmum tíma, en mestar
verða slíkar breytingar, þegar felliltyljir eða risavaxnir skýstrokkar æða yfir
lönd og höf. í októberhefti bandaríska tímaritsins Weatherwise, 1969, hef ég
rekizt á upplýsingar um 76 millibara loftjrrýstingsfall á 2 stundum og 10 mín-
útum. Er það samkvæmt mælingum í Corozal í Brezka-Honduras, þegar fellibyl-
urinn Janet fór þar yfir 1 september 1955. Ógnvekjandi tölur er einnig að finna
í safnritinu Compendium oj Meteorology. Þar er nt. a. sagt frá mælingum á
gufuskipinu Virginia á Karíbahafi 20. september 1943, en þá féll loftþrýstingur
um 45,4 mb á 20 mínútum, en steig svo aftur um 40,6 mb á næstu 40 mínútum.
Á 90 mínútum féll loftþrýstingur hins vegar um meira en tvo þumlunga kvika-
silfurs, en það samsvarar 67,7 mb.
4Ó ---- VEÐRIÐ