Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 29
Úr bréfum FRÁ HELGA Á FAGURHÓLSMÝRI Fagurhólsmýri, 1. apríl 1968. Herra veðurfræðingur Páll Bergþórsson, Reykjavík. Hálfdan bróðir minn skrifar mér frá Hornafirði nýlega: „Það er eitt, sem gaman væri að athuga, þ. e. hvort veðurfræðingar hafa athugað í sambandi við vetrarsólhvörf. Ég tel mig muna rétt, að pabbi sagði, að oftast mundi draga úr frosti um sólstöðudaginn, — og sagðist hafa fylgzt með þessu og virzt það korna fram, og það sama hefur mér fundizt. Ég lield ég muni rétt, að pabbi hafi sagt, að oftast dragi úr frosti út úr hádegi, og gæti það svo aukizt út úr kl. 2." Mér þætti vænt um, ef þú gætir gjört svo vel að skrifa mér um, hvort þú álítur, að þetta hafi við rök að styðjast, og ef svo er, hvort veðurfræðingar vita um orsakir. Faðir minn, Ari Hálfdanarson Fhm., var fæddur 19. sept. 1851, d. 26. apríl 1939. Með beztu kveðju. Helgi Arason. Ari Hálfdanarson var lengi veðurathugunarmaður á Fagurhólsmýri, fyrst fyrir dönsku veðurstofuna 1903—1919, síðan fyrir þá íslenzku til 1934. Hann hefur greinilega veitt því athygli, hvað það er skammur tími á hverjum degi, sem frostið linar, þegar sólin er lægst á lofti. Allan þann langa tíma sólarhringsins, sem þá er eftir, er hitinn að jafnaði nokkurn veginn sá sami, svo að varla munar broti úr stigi í meðaltölum. Til gamans hef ég reiknað meðalhitann í Reykjavik í desember á mismunandi tímum sólarhringsins á tveggja stunda fresti, árin 1925—1934, og er hann þessi: KI..... 02 04 06 08 10 12 14 16 18 20 22 24 Hiti .. 1.48 1.42 1.38 1.55 1.56 1.77 1.80 1.65 1.58 1.55 1.41 1.39 Hér kemur aðeins fram dálítill fjörkippur í liitanum klukkan 12 og 14. Þessi liádegishiti ætti að koma um 20 mínútum fyrr á Fagurhólsmýri en í Reykjavík, sólin er þar fyrr í hádegisstað. Varla er ástæða að ætla, að þessa fyrirbrigðis gæti meira á sjálfan sólstöðudaginn en yfirleitt í desember. En lýsing Ara er býsna nákvæm, miðað við, hvað hér er um lítinn hitamun að ræða, sem iðulega hverfur mjög í skuggann af hitabrigðum frá degi til dags. P. B. VEÐRIÐ --- 65

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.