Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 14
2. mynd. Veðurtunglamynd 21. sept. 1970. Eldgos ú Jan Mayen. Gosskýið bersl með norðvestan vindum i háloftunum en Jan Mayen sést sem hvitur depill, þar sem skýið byrjar. Island rétt neðan miðju myndarinnar, en Grœnland vinstra megin. umhverfis norðurlivelið. Staðbundin og skammvinn loftmengun kom íyrir 1 Surtseyjargosinu, jiegar gosefnin menguðu drykkjarvatn Vestmannaeyinga. Það sama gerðist í síðasta Heklugosi, er fluormenguð askan, sem barzt með loft- straumum ailt norður í Húnavatnssýslu, grandaði Jjar búpeningi. Smásprengingar í kjarnorkuverum hafa orsakað svipaða mengun, er geislavirkt ryk hefur borizt í næstu sveitir og gert búpening og búsafurðir geislavirkar, svo að Jiað hefur orðið að eyða þeim. Hin langvarandi loftmengun, sem stafar af tækniþróuninni, er samt hættulegust, [iví að hún hefur verkað áratugum saman og oft án þess, að fólk gerði sér grein fyrir hættunni. Það er jiessi loftmengun, sem verður að stemma sligu fyrir áður en það verður um seinan. Því lengur, sem það dregst að gera ráðstafanir gegn henni, Jjví dýrar verður jiað síðar meir. Við Faxaflóa hafa jicgar risið Jirjár verksmiðjur, sem orsaka einhverja loft- mengun, auk þess sem jiar eru flestar bifreiðarnar. Það er því ekki úr vegi að íhuga jiað, livort fyrirhuguð olíuhreinsunarstöð væri ekki betur staðsett einhvers- staðar annarsstaðar. Þegar áætla skal mengun jiarf auðvitað að vita, hve mikils magns mengunar- efnis er að vænta á vissu tímabili. Slík jrekking er næsta sjaldan fyrir hendi 50 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.