Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 16
HLYNUR STCtTRYGGSSON: Um lagnaðarís við ísland II 1767 Kerguelen de Tremarec getur þess, að Vatneyrarhöfn hafi verið ísi lögð 14. maí, og hafís hafi rekið inn á Patreksfjörð eftir norðanstorm síðast í mánuðinum. Annálar segja vetur kaldan og frostasaman, en hafíss er ekki getið. Nú fer að líða að þeim tíma, er reglubundnar liitamælingar hefjast, Lievog byrjaði á sínunt athugunum síðsumars 1779. En því niiður eru flestar þessara mælinga ekki svo aðgengilegar enn, að hægt sé að vitna hér í einstök atriði þeirra. 1792 „Veturinn var snjólítill, en frostharður; kom hafís nyrðra í janúar og lá til miðsumars. Voru þá miklar hríðar og frost og í Stranda-, Húnavatns-, Þingeyjar- og Múlasýslum varð töluverður fjárfellir. Firði lagði þá alla, svo ganga mátti yfir þá og ríða fram á vor. Komu hvítabirnir á land, og var einn skotinn á Látraströnd, annar í Fljótum, sá hafði tekið sauð- kind úr fjárhúsi. Þá var gengið milli allra eyja hjá Seltjarnarnesi og frá Viðey að Hofi á Kjalarnesi og svo yfir Hvalfjörð frá Klafastaðagrund á Akranes. Hesta fullfeita og sauðfje kól á fótum, en frostbrestir urðu svo hvellir sem mörgum fallbyssum væri af hleypt; urðu víða stórar og djúpar sprungur í jörðu, helzt á harðlendi eða þar sem jarðhiti var undir, líka sprungu þil sundur og veggir frá húsum. Sumarið eftir fór klaki aldrei algjörlega úr jörðu. Þá var í fardögum riðið fyrir framan Bitru frá Skrið- nesenni að Skálholtsvík og vertíðarlokahestar voru reknir á ísi yfir Hvítá í Árnessýslu.“ 1801 Hafísavor mikið. Lagnaðarísar hindruðu nokkuð þá um vorið sjósókn bæði frá Innnesjum og Bolungarvík, og við Djúp tók hafís öll veiðarfæri af 30 skipum, svo hætta varð sjósókn. Árið eftir var einnig kalt, vetur- inn var nefndur Klaki á Vestfjörðum, og tók ísalög af fjörðum þar ekki fyrr en eftir messur. 1816 Farið var með hesta yfir ísafjarðardjúp fram cftir vori. Gæti þar bæði verið að ræða um hafís og lagnaðarís. Árið 1845 hófust hitamælingar í Stykkishólmi, og þar hafa þær haldið áfram síðan, samfellt að kalla. Mælingarnar hófust á frekar skammvinnu hlýindaskeiði, en brátt sótti í sama far og áður um frosthörkur. 1848 Hafís var talsverður við Vestfirði. Lagnaðarísar voru sagðir fyrir vestan Jökul, svo eigi varð á sjó komið í febrúar vegna ísa. 52 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.