Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 26
6. jan. Meinhægt veður. Þokudimma og fjúkkast kom í nótt, en mikið tók í hlákunni á síðasta sólarliring. 7. jan. Bezta veður, milli frosts og þíðu. 8. jan. Spakt veður, frostlina, aðgjörðalaust. 9. jan. Meinhægt og þokuloft 10. jan. Norðan, hægur, þokuloft. 11. jan. Nokkuð bjart, 10 st. frost. 12. jan. Bjart, 15 st. frost í allan dag. 13. jan. Bjart veður og 15 st. kuldi. Nú er að leggja allan fjörðinn út að Gæsum. Fádæmi. 14. jan. Þokuloft og rykdimma. 10—12 st. frost. 15. jan. Sama veður, 14—15 st. kuldi, helja. 16. jan. Norðan liríð vond ytra. Fært á ís út að Gæsum, og er nú að leggja fjörðinn. 17. jan. Bjart nokkuð, 14 st. frost nú alltaf. 18. jan. Bjart og 15 st. frost. 19. jan. Sama veður, hreint og klárt, 15 st. frost. 20. jan. Heiðríkt, 8—10 st. frost. Fjörðurinn lagður út að Hauganesi. 21. jan. Enn lieiðríkt, 10 st. frost. 22. jan. Heiðríkt, 8—10 st. frost. Fjörðurinn lagður út að Hauganesi. 23. jan. Vestan stormur, sami kuldi. 24. jan. Norðan hríð og 10—15 st. kuldi. 25. jan. Heiðrikt og kyrrt, 21—22 st. frost. Nú er dauðans tíð mikil alltaf. 26. jan. Sama veður, frost 22—23 st. 27. jan. Sama veður, 20 st. frost, dæmafátt. 28. jan. Utan hríð og helja, 16—20 st. frost. 29. jan. Sama hríð, frost 23 st., kvalarveður. 30. jan. Sama hríð, 10—11 st. frost. Ivuldinn ógnar öllum. 31. jan. Minni hríð, en frostið eins og áður. Febrúar 1. Heiðríkt og sólskin, 13—15 st. frost. 2. febr. Heiðríkt, sólskin í allan dag og 19—23 st. frost. Hvalfrétt, hjá Gæsum, óglöggt. 3. febr. Heiðskírt enn, 15—17 st. frost. 4. febr. Nokkuð bjart, 20 st. frost, dæmafátt. 5. febr. Ekki vel bjart, 18 st. frost. 6. febr. Þokuloft, 18—20 st. frost, dæmalaus tíð. 7. febr. Þokuloft, 18—20 st. frost, vægra. 8. febr. Kafþoka, 16 st. frost. Ó. og Jón fóru í hvalinn. 9. febr. Bjart, 17 st. frost. Indriði og Gr. í hvalinn. 10. febr. Ennþá heiðríkt og sama frost. 11. febr. Vestan renningur mikill, 7—13 st. frost. 12. febr. Gott veður, 15 st. frost. 13. febr. Hríðarveður vestan. Messufall 12. í vetur. 62 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.