Veðrið - 01.09.1978, Side 8

Veðrið - 01.09.1978, Side 8
Frumhandrit dagbóka Jóns Jónssonar, sem varðveitt eru í handritadeild Landsbókasafns, hafa að geyma daglegar upplýsingar um vind, veður og skýjafar ásamt vikuyfirliti, þar sem oft eru athugasemdir um búskap í sveitinni og fiskveiðar á firðinum. Frekari sönnun um vísindalegt gildi dagbókanna er hin merka lýsing Jóns Jónssonar eldra á áhrifum Skaftárelda í Eyjafirði 1783.') Marsmánuðir áratugsins 1780— 1790 Mars liggur á milli vetrar og vors, að minnsta kosti í tempraða belti Evrópu og getur því brugðið til beggja hátta og er mjög breytilegur. í sumum árum er hann í vorbyrjun þar sem hann er í öðrum óneitanlega áframhald vetrar. Kaldir marsmánuðir voru sannarlega ríkjandi í Englandi og á meginlandi Evrópu á áratugnum 1780—1790. f veðurathuganaröðinni bæði fyrir Mið- England frá 1659,2) og Mið-Evrópu frá 1761,3>eru 7 kaldir marsmánuðir á áratugnum: 1782, ’83, ’84, ’85, ’86, ’88 og ’89. Fjórir þeir köldustu þessara 7 mánaða eru í framhaldi kaldra vetra, þ.e. 1783—84, 1784 — 85, 1785 — 86 og 1788 — 89. Hér verða veðurskilyrði á íslandi könnuð í tveimur þessara mjög svo köldu marsmánaða í Englandi og á meginlandi Evrópu þ.e. 1785 og 1786. Hvað viðvíkur fyrra árinu þá eru þar fyrir hendi skýrslur bæði frá Lambhúsum og Eyjafirði svo að hægt er að bera þær saman. Árið 1786 er hinsvegar ein- göngu um veðurdagbók Jóns Jónssonar eldra að ræða. Hvað sem öðru líður þá heldur þessi eina heimild áfram að fylla út og ákvarða nánar heildarmynd af vindafari við NA-Atlantshaf. Mars 1785 Veðurfar við NA-Atlantshaf i mars 1785 einkenndist undantekningarlaust af því að vindar blésu eftir lengdarbaugnum (N — S-vindar) því að þá voru N-vindar greinilega ríkjandi, en algerlega vantaði flokkana V—A-vinda svo og V—A og N—S vinda til skiptis, (sjá töflu 1). Samfara þrálátri fyrirstöðu háþrýstisvæða yfir NA-Atlantshafi var mikið um N-átt, A-átt og vindafar háþrýstisvæða á Bretlandseyjum, en aldrei V-átt, S-átt eða það vindafar sem einkennir lægðir ( sjá töflu 2). Á Islandi voru hinsvegar tíðar suðvestan og vestlægar áttir í mars 1785. Tafla 1. Tiðni mismunandi vindafars í mars 1785.4> Vindajar Tíðni Dagafjöldi % Meðal % 1881-1966 Austur—Vestur 0 0 25 Blandað 0 0 29 Norður—Suður 30 97 45 1) Lbs 332,800. 3) Baur, 1975. 2) Manley, 1974. 4) Hess og Brezowsky,1969. 44 ----- veðrið

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.