Veðrið - 01.09.1978, Síða 9

Veðrið - 01.09.1978, Síða 9
1 afla 2. Tíðni veðurlags yfir Bretlandseyjum í mars 1785.l) Veðurlag Tíðni Dagafjöldi % Meðal % 1868-1967 Vestan (V) 0 0 23 Norð-vestan (NV) '/2 2 4 Norðan (N) 95/e 32 8 Austan(A) 65/s 22 11 Sunnan(S) 0 0 10 Hæðaveður (H) 135/e 44 25 Lægðaveður (L) 0 0 16 Bæði í mið-Englandi og mið-Evrópu var þetta kaldasti marsmánuöur sem vitað er um, annars vegar 5°C undir meðallagi og hinsvegar 6°C. Hann var einnig þurr i Englandi og féll inn í langan þurrkakafla sem stóð frá þvi síðla vetrar og þar til snemma sumars. Kaflar úr skýrslum tveggja athugunarmanna gefa okkur lýsingar frá fyrstu hendi á þessu óvenjulega ástandi í Englandi og Evrópu. „Mars hefur verið mjög kaldur mánuður og gróður seint á ferð, frost hvern morgun, oft töluvert og i skugga allan daginn, nærri engin merki um vorið enn. Oft snjómugga en mjög lítil.“ Thomas Barker Lyndon, Rutland Athugun með tilliti til landbúnaðar: „Elstu menn muna ekki dæmi um viðlíka kaldan mars, og svo er sagt, að svo óvenjukalt veður sem við nú upplifum hafi ekki verið í heila öld. Náttúran er, í lok mánaðar, ennþá algjörlega dauð og virðist ætla að vera svo áfram unt nokkurn næsta tíma.“ Hiti mánaðarins: „Kaldari en dæmi eru um og þurrari.“ Ríkjandi vindátt: „Norð-austan.“ Meyer fils Mulhausen, Alsace Hvernig var veðrið á Islandi á þessum tíma? Við getum fundið meðalhitann fyrir Lambhús út frá daglegum mælingum. T.d. er meðalhitinn 3.4°C, nærri 2°C hærri en samsvarandi meðaltal áranna 1931 — 60 í Reykjavík og meðal hámarkshitinn er 5.6°C í mars 1785, 1°C hærri en samsvarandi meðal há- markshiti áranna 1931 —60.2>Hámark mánaðarins var 10.3°C að Lambhúsum 24. mars 1785. 1) Lamb, 1972. 2) Jón Eyþórsson og Hlynur Sigtryggsson, 1971 VEÐRIÐ ---45

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.