Veðrið - 01.09.1978, Side 10

Veðrið - 01.09.1978, Side 10
Athugun á daglegum veöurkortum leiðir í ljós að milt veður með suðvest- lægum og vestlægum Ioftstraumum var algengt á Islandi i mars 1785, þó vart yrði stuttra kafla með kaldara veðri í tengslum við norðlæga vinda eða vindafar háþrýstisvæða frá 8. til 11. og 19. til 22., veður varð einnig kaldara eftir jtann 27. Frekari sönnun þess að veðrið hafi verið gott á íslandi miðað við árstíma í ntars 1785 er að finna í vikulegu yfirliti Jóns Jónssonar, eldra; 27. febrúar—5. ntars: „þesse vika dágóð, ofttar með sumarveðurháttu." 6—12. mars: „jtese vika þó frosta strid og harðviöra söm vereð hafe telst sæmelig um þenna tíma, því ei hefur sniá aukið og jarðer nógar.“ 13.— 19. mars: „þesse vika dágóð mest öli.“ 20. — 26. mars: „jjesse vika enn dágóð.“ 27. mars — 2. apríl: „þesse vika enn rétt góð.“ 17. mars 1785 Veðurkort j^essa dags (sjá mynd 1) hefur verið valið til að lýsa algengu vindafari yfir íslandi og Bretlandseyjum 1 mánuðinum, Jxe.a.s. suðvestlægur vindur annars vegar og hæðaveður hins vegar. Upplýsingar sem færðar eru inn á kortið við stöðvarnar Lambhús og Grund sýna staðbundinn mismun sem myndast getur yfir Islandi vegna áhrifa landslags á samskonar veðurlagi, t.d. skráir Lievog, í þessu tilfelli: „skýjað og rigning" við Lambhús og „þ!ð gola af suðri suðvestan gott veður,“ skráir Jón á Grund. Er þetta einkennandi fyrir jsann mismun sem reikna má með í suðvestlægum loftstraum á milli SV-strandarinnar og svo innfjarða norðan lands. Mars 1786 I aðaldráttum sýna loftstraumarnir við NA-Atlantshaf í mars 1786 greini- lega mikið af N—S-vindafari og samsvarandi vöntun á V—A-vindafari, en blandað vindafar (N — S og V—A) er nálægt meðaltíðni (sjá töflu 3). Yfir Bretlandseyjum einkenndist vindafarið á ný af fyrirstööu yfir NA-Atlantshafi en algengasta veðurlagið var lægðaveður fremur en hæðaveður, sem hafði veriö í mars árið á undan. Samt er jsað eftirtektarvert að tíöni austlægra vinda var tvöföld á við langtíma meðallag (sjá töflu 4). Mánuðurinn var aftur mjög kaldur í Englandi og á meginlandi Evrópu, sjöundi kaldasti mars (ásamt 1789) í mið-Englandi og sá fjórtándi kaldasti (ásamt mars 1889) í mið-Evrópu. Mánuðurinn var einnig mjög þurr í Eng- landi, hið sama gildir um febrúar og apríl |taö ár. Utdráttur úr skýrslum tveggja samtíma athugunarmanna í Englandi og á meginlandi Evrópu gefa enn á ný lýsingar frá fyrstu hendi á ástandinu: „Mars hófst með miklu frosti og það var tilhneiging til morgunfrosts allan tímann og sáning var sein.“ Thomas Barker, Lyndon, Rutland. 46 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.