Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 25
Það þarf að athuga samspil veðurþáttanna. Aðferðin sent við notum til þess er sú að við skilgreinum snjóflóðastuðul, R, sem línulega summu ntargra veðurþátta. Það er, R = a1x, + a2x2+ ................... +anxn> þar sent x-in tákna veðurþættina og a-in eru margfeldisstuðlar, útreiknaðir með þaö fyrir augum að fjarlægðin milli meðaltala R fyrir snjóflóðadaga og snjóflóðalausa daga sé sem mest. Mitt á milli þessara meðaltala er þá mark- gildi, Ro, þess eðlis að ef R sem reiknað er út frá veðurathugunum einhvern ákveðinn dag er stærra en Ro, þá flokkast sá dagur sem snjóflóðadagur, en sé R minna en Ro, þá flokkast dagurinn sent snjóflóðalaus dagur. Mynd 2 sýnir tilfelli þar sent einungis tveir veðurþættir eru notaðir. Sumir veðurþáttanna reynast aðeins valda óverulegum mun á meðaltölum R fyrir snjóflóðadaga og snjóflóðalausa daga og cru því gagnslausir fvrir snjóflóðastuðulinn, en fjórir þættir reynast í þessu tilfelli markverðir og byggist stuðullinn eingöngu á þeim. Formúla stuðulsins sem við höfurn þannig reiknað fyrir Olafsfjarðarmúla er, R = - 0.12034X, + 0.22756X,,+ 0.05111X3+ 0.02168X4 þar sent X, er dagsmeðalhiti (°C), X2 er breyting á dagsmeðalhita frá degi á undan (°C), X3 er 48 stunda úrkonta (mm) og X4 er summa úrkomu í formi slyddu og snjókontu í undangengnum úrkomukafla (nim). Allir þættir ntældir á Reyðará. Markgildið, Ro, er 0.606, og flokkun samkvæmt þessum stuðni er tölfræði- lega marktæk. Þannig á nú að vera hægt að flokka hvern dag fvrir sig i snjóflóðadag eða snjóflóðalausan dag út frá mælingum þessara fjögurra veð- urþátta. Fyrir veturna 1975—1980 flokkar stuðullinn 690 snjóflóðadaga rétt og 720 snjóflóðalausra daga. Áður en við förum að nota þennan stuðul við mat á snjóflóðahættu er rétt að athuga tvennt. I fyrsta lagi vitum við að snjóflóðaveður þarf að geisa nokkurn tíma áður en snjóflóð taka að falla. Það er því líklegt að stuðullinn sé nokkuð bráður, þ. e. flokki ranglega a. nt. k. næsta dag á undan raunverulegum snjó- flóðadegi. I öðru iagi eru snjóflóð stundum síðbúin, þ. e. þau verða ekki fyrr en veðrið er gengið niður. I báðum tilfellum væri til bóta að stuðullinn myndi fyrri gildi sín, a. m. k. gildið frá deginum áður, en gleymdi þeim ekki jafnóðum. Einn möguleiki þess að gefa snjóflóðastuðlinum þannig minni er að breyta honum í R*. þar sem R*=l/2(Rt+R't_,), það er, meðaltal gildis R umræddan dag og gildis slíks meðaltals frá deginum á undan. Þctta dregur úr daglegunt sveiflum hans og virðist auka áreiðanleik hans. Til að athuga notagildi stuðulsins reiknum við dagleg gildi ltans fyrir tímabil VEÐRIÐ --- 61

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.