Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.09.1978, Blaðsíða 29
ofviðrisdaga á nokkurn veginn hlutlægan hátt og ef gera á tölfræðileg yfirlit um slíka daga. Fjöldi veðurstöðva er síbreytilegur en þó hefur stöðvum yfirleitt farið fjölg- andi allt frá 1920. Með því að nota hlutfall stöðva í skilgreiningunni er hægt að losna við þetta vandamál að nokkru. En er þá fjórðungur stöðva árið 1927 sambærilegur við fjórðung stöðva árið 1977, þ. e. hefði t. d. ofviðrið 20. nóvember 1977, sem rétt hafði það af að komast inn á ofviðraskrána, komist inn árið 1927? Þessu er að sjálfsögðu ekki hægt að svara. Þó má rökstyöja að líkur á að dagur sé ofviðrisdagur samkvæmt skilgreiningu minni séu meiri nú en t. d. árið 1927, þannig að ofviðrisdögum ætti að hafa fjölgað örlítið á þessu tímabili. Það er fyrst og fremst tvennt sem veldur. í fyrsta lagi voru stormar milli athugunartíma öllu verr tíundaðir áður fyrr en nú er. Þetta atriði vegur sennilega þyngst. í öðru lagi fjölgaði stöðvum við strendur meir en öðrum upp úr 1930, þegar athuganir hófust við marga vita landsins. Fyrir 1925 voru stöðvar mjög fáar og eykur það að sjálfsögðu óvissu á þcim tíma. Árið 1912 var núgildandi vindmælistigi tekinn upp á öllum veðurstöðvum hérlendis, en hafði áður einungis verið notaður á skeytastöðvunum (frá haust- inu 1906). Að sjálfsögðu voru hér engir vindhraðamælar framan af, en vind- hraði metinn (eins og raunar er gert víðast hvar enn í dag). Eins og gengur var (og er) nokkuð misjafnt livað menn telja 9 vindstig, en ekki var unnt að taka tillit til slíks nema að mjög litlu leyti i athugun minni. Ofviðraskráin Unnt reyndist að búa til skrá yfir ofviðrisdaga allt frá 1912. 1 þessari skrá eru sennilega öll verstu veður sem yfir landið hafa gengið á þessu tímabili. Líkur eru á að einkum framan af vanti ýmis veður sem kunna að hafa valdið tjóni í einstökum landshlutum og sömuleiðis vantar allt tímabilið einhver veður sem hafa af einhverjum ástæðum aðeins náð sér á strik mjög staðbundið. Alls reyndust ofviðrisdagar á þessu tímabili (1912 frarn á mitt ár 1980) vera 634 eða rúmlega 9 á ári að meðaltali. Aftakaveðrin reyndust 101 eða 1 til 2 á ári að jafnaði. Til að auðvelda allar talningar skipti ég árinu í 73 fimm daga tímabil og byrjaði að telja frá 1. júlí. Hver mánuður er því u. þ. b. 6 slik tímabil. Dreifing ofviðrisdaganna á árið var sem segir í töflunni að neðan. Mánaðarnöfnin eru sett í svigum á eftir bilanúmerunum þó að bilin mætist sjaldnast nákvæmlega á mánaðamótum. Tölurnar í svigunum sýna fjölda aftakaveðra á sömu tíma- bilum. 1. - 7. bil (júlí) 3 ( 0) 38. -43. bil (jan.) 128 (24) 8. -13. bil (ágúst) 6 ( 1) 44. -49. bil (febr.) 130 (27) 14. — 19. bil (sept.) 23 ( 2) 50. -55. bil (mars) 87 (10) 20. -25. bil (okt.) 48 ( 5) 56. -61. bil (apríl) 35 ( 4) 26. -31. bil (nóv.) 74 (13) 62. -67. bil (maí) 10 ( 2) 32. -37. bil (des.) 87 (13) 68. -73. bil (júní) 3 ( 0) VEÐRIÐ — 65

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.