Veðrið - 01.09.1978, Side 32
meðaltalið, þó er nokkuð áberandi að norðlægu áttirnar (N og NA) endast
betur síðla vetrar og á vorin en aðrar.
Araskipli
Ótrúleg áraskipti eru á tíðni ofviöra, sum árin eru nær samfelldur illviðra-
bálkur, en önnur ár eru hægviðrasöm. Einnig eru mismunandi gerðir ofviðra
mjög áberandi sum ár, en vantar svo árum saman. Mér finnst öllu eðlilegra að
skipta milli ára 1. júlí, en um áramót, þannig að litið sé á hvern vetur út af fyrir
sig. Á tímabilinu 1. júlí 1912 til 30. júní 1980 voru veturnir 1928 til 1929 og
1976 til 1977 rólegastir með aðeins 1 ofviðrisdag hvor. Flestir voru dagarnir
1974 til 1975, 24. En eins og áður sagði eru svona fjöldatölur ekki alveg
sambærilegar fyrir allt tímabilið. Þess vegna má ekki taka mynd 2 alltof
hátíðlega, en tilgangur hennar er að sýna að miklar sveiflur eru í ofviðratíðn-
inni. og sjást þær greinilega. Myndin er þannig gerð að 4 ár eru tekin saman.
Árin eru sýnd á lárétta ásnum og línuritið sýnir samanlagðan fjölda ofviðra árs
á lárétta ásnum og næstu þriggja ára áður. Við sjáum t. d. að árin fjögur 1. júlí
1976 til 30. júní 1980 eru samtals þau „rólegustu" a. m. k. frá 1940.
Um háloftin og ástandið þar
Það sem veldur öllum meiriháttar illviðrum eru átök milli kaldra og hlýrra
loftmassa. Einhverjir atburðir í gufuhvolfinu hafa orðið til þess að þrýsta
tiltölulega köldu lofti nálægt hlýju lofti. Dálítið er misjafnt hversu hátt þessi
llœð 500mb flatarins í ná-
grenni íslands á miðnœtti að-
faranótt 18. 11. 1967.
68 --- VEÐRIÐ