Veðrið - 01.09.1978, Page 33
átök eru mest. Vindfar við jörð gefur oftast fremur lélega mynd af vindafari
veðrahvolfsins, vegna áhrifa yfirborðsins. Vinda- og þrýstifar við jörð segir þess
vegna oft fremur lítið um þá flutninga á hlýju og köldu lofti sem fram fara í
veðrahvolfinu og valda illviðrum. Þess vegna er litið upp í háloftin.
V;ið sl^ulum nú líta á hvernig meðalvindafar er hátt yfir Islandi og hafsvæð-
unum umhverfis þegar hér geisa ofviðri af hinum ýmsu áttum. Við lítum upp í
hinn svokallaða 500 mb flöt, en það er það svæði í gufuhvolfinu þar sem
þrýstingur er 500 rnb eða u. þ. b. helmingur þess sem er við jörð. Dálítið
mislangt er upp í þennan þrýsting, sjaldan eru þó minna en 5 km upp í hann og
sárasjaldan meir en 5.8 km hér yfir Islandi. Þegar dregin eru veðurkort fvrir
þennan 500 ntb flöt eru dregnar hæðarlínur á kortið. Þessar hæðarlínur eru
alveg hliðstæðar þrýstilínum á venjulegum veðurkortum. Því þéttari sem þær
eru, því nteiri er vindurinn. Við skulum nú lita á eitt svona kort. Það svnir hæð
500 mb flatarins í nágrenni íslands 18. nóvember 1967. Við sjáum að mikil SV-
og V-strengur er yfir Islandi. Til að auðvelda samanburð við aðra daga eru
búnar til mælitölur fyrir þetta kort. Þær eru þannig fengnar að hæðirnar í
punktunum 1, 2 og 3 eru lagðar saman og dregnar frá samanlögðum hæðum
punktanna 7, 8 og 9. Þar með er komin mælitala fyrir hversu sterk vestanáttin
Meðallöl mœlitalna fyrir sunnan og vestanátlir í 500 mb fletinum yfir fslandi í hinum ýmsu
áttaflokkurn ofviðra.
VEÐRIÐ --- 69