Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 2
2 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, hefur kraf-
ist þess að rannsókn sérstaks
saksóknara á meintum innherja-
svikum hans verði hætt. Hann
krefst þess
einnig að kyrr-
setning eigna
hans verði felld
úr gildi. Kraf-
an verður tekin
fyrir í Héraðs-
dómi Reykja-
víkur 8. desem-
ber.
Krafa Bald-
urs byggist
einkum á því að
í maí á þessu ári hafi Fjármála-
eftirlitið tilkynnt honum að ekki
yrði frekar aðhafst í málinu. Það
var síðan tekið upp á ný eftir að
nýjar upplýsingar bárust.
Rannsóknin snýst um sölu Bald-
urs á hlutabréfum í Landsbankan-
um fyrir á annað hundrað millj-
óna skömmu fyrir hrun, og hvort
hann bjó þá yfir innherjaupplýs-
ingum um stöðu bankans. - sh
Í hart við saksóknara:
Baldur krefst
þess að rann-
sókn verði hætt
BALDUR
GUÐLAUGSSON
DÓMSMÁL Saksóknari efnahags-
brota hefur gefið út ákæru á
hendur Hauki Þór Haraldssyni,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs Landsbankans, fyrir
að draga sér rúmar 118 milljón-
ir af fé bankans. Er þetta fyrsta
sakamálið tengt bankahruninu
sem leiðir til ákæru.
Hinn 8. október í fyrra, tveim-
ur dögum eftir setningu neyðar-
laganna, lét Haukur millifæra 118
og hálfa milljón króna inn á eigin
reikning af innlendum gjaldeyris-
reikningi á vegum dótturfélags
Landsbankans sem skráð var í
skattaskjólinu Guernsey. Daginn
eftir flutti hann féð svo aftur yfir
á annan reikning í sinni eigu.
Féð hafði legið óhreyft á reikn-
ingi félagsins NBI Holding í nokk-
ur ár. Haukur var prókúruhafi
félagsins og eini Íslendingurinn í
stjórn þess. NBI Holding var í eigu
sjóðs á Guernsey á vegum Lands-
bankans og var notað til að sýsla
með hlutabréf sem bankinn vildi
halda utan við efnahagsreikning
sinn.
Málið hefur verið til rannsóknar
undanfarið ár og hefur Haukur frá
upphafi neitað því að hafa framið
lögbrot, en brot sem þetta varðar
allt að sex ára fangelsi.
Haukur hefur haldið því fram
að hann hafi með millifærslunum
verið að reyna að bjarga fé bank-
ans, enda hafi ekki legið ljóst fyrir
hvort íslenska ríkið myndi ábyrgj-
ast innstæður bankans á aflands-
reikningum.
Þetta telur lögregla hins vegar
ekki trúverðuga skýringu og
hefur því ákveðið að ákæra hann.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur Haukur ekki getað
bent á neinn innan bankans sem
vissi af millifærslunum og svo
virðist sem hann hafi ekki sagt
nokkrum manni frá þeim.
Hauki, sem er 49 ára, var sagt
upp störfum þegar málið komst
upp og voru peningarnir endur-
heimtir af reikningi hans.
Ákæran verður þingfest 16.
desember.
Ekki náðist í Hauk við vinnslu
fréttarinnar. stigur@frettabladid.is
Ákærður fyrir 118
milljóna fjárdrátt
Fyrrverandi framkvæmdastjóri úr Landsbankanum, Haukur Þór Haraldsson,
hefur verið ákærður fyrir að draga sér 118 milljónir af fé bankans. Málið getur
haft áhrif á afgreiðslu 148 milljóna króna launakröfu Hauks í þrotabú bankans.
Þórarinn, bauðstu upp á
ömmupitsur?
„Já, maður er alltaf til í að selja
ömmu sína.“
Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson bauð
upp á gervimannakjöt á bókamessu
í Kaupmannahöfn nýverið. Þar var
hann að kynna bók sína sem fjallar um
mannætur.
Sakborningurinn Haukur Þór
Haraldsson gerir 148 milljóna króna
launakröfu í þrotabú Landsbankans,
en enn á eftir að taka afstöðu til
allra launakrafna í búið.
Kristinn Bjarnason, sem situr í
slitastjórn bankans, vill ekki tjá sig
sérstaklega um mál Hauks. Hann
segir þó aðspurður að vissulega geti
mál eins og það sem Haukur Þór
er sakaður um haft áhrif á afstöðu
slitastjórnarinnar til launakröfunnar.
GERIR 148 MILLJÓNA LAUNAKRÖFU
LANDSBANKINN Haukur hefur frá upphafi neitað sök. Hann hafi ekki ætlað að
hagnast persónulega, heldur hafi verið að reyna að forða fjármunum bankans frá
því að brenna upp í hruninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HJÁLPARSTARF Starfsmenn Rauða krossins á Íslandi
fylltu í gær gám af gjöfum sem ætlaðar eru hvít-
rússneskum ungbörnum og öðrum sem búa við
þröngan kost þar í landi.
Í ungbarnapökkunum, sem sjálfboðaliðar um
allt land hafa útbúið undanfarnar vikur, eru
sokkar, húfur, treflar og peysur sem sjálfboða-
liðar hafa prjónað og fyrirséð er að gagnist vel í
þeim fimbulkulda sem er í Hvíta-Rússlandi um
vetur. Þá eru einnig í pökkunum samfestingar,
bleyjur, handklæði og annað sem að gagni gæti
komið.
Með í gámnum verða flísteppi og skór, sem
dreifa á til munaðarleysingjahæla í landinu, og
til barnmargra, fátækra fjölskyldna, einkum til
sveita. Hluti af flísteppunum verður settur í vöru-
hús til dreifingar til þolenda hamfara af ýmsu
tagi.
Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að
fjöldi fjölskyldna í Hvíta-Rússlandi búi í örbirgð,
húshitunarkostnaður hafi hækkað verulega, laun
lækkað og félagsleg vandamál aukist.
Gámurinn leggur af stað yfir hafið eftir helgi. - sh
Rauði krossinn sendir fullan gám af hjálpargögnum til fimbulkaldra svæða:
Ungbarnapakkar til Hvíta-Rússlands
RAÐAÐ Í GÁMINN Hópur sjálfboðaliða fyllti þennan gám af
hjálpargögnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður VG, hefur beint fyrir-
spurn til Gylfa Magnússonar,
efnahags- og viðskiptaráðherra
um inneignir íslenskra ríkisborg-
ara á Icesave-reikningum Lands-
bankans.
„Hversu margir íslenskir ríkis-
borgarar áttu inneignir á svo-
nefndum Icesave-reikningum í
Bretlandi og Hollandi árið 2008,
hvar voru þeir búsettir og hversu
háar voru fjárhæðirnar?“ spyr
Árni Þór og óskar eftir skriflegu
svar á Alþingi. -pg
Árni Þór Sigurðsson:
Íslenskar inn-
eignir á Icesave
LÖGREGLUMÁL Fernt var handtekið í fyrrakvöld eftir
að hafa ruðst inn á ungan mann í Hörðalandi í Foss-
vogi og hótað honum með loftbyssu. Talið er að um
handrukkun hafi verið að ræða.
Þrír karlmenn og ein kona, öll um tvítugt, voru
handtekin skömmu eftir að faðir þess sem veist var
að tilkynnti málið til lögreglu. Þau hafa öll komið
við sögu lögreglu áður. Samkvæmt heimildum
blaðsins hafði einn mannanna sig langsamlega mest
í frammi.
Að sögn lögreglu bendir allt til þess að ruðst hafi
verið inn á manninn til að innheimta hjá honum
skuld, líkast til vegna fíkniefna.
Loftbyssan sem fólkið hafði með í för var óhlaðin
og virtist eingöngu ætluð til hótana. Engu alvarlegu
ofbeldi var beitt.
Í kjölfar handtakanna var gerð húsleit á heimili
eins hinna handteknu og fundust þar fíkniefni í litlu
magni og nokkuð magn af þýfi. Enn var verið að
leggja mat á það í gær.
Fólkið var yfirheyrt fram á kvöld í gær og að því
loknu sleppt úr haldi. - sh
Fernt handtekið eftir að hafa hótað íbúa í Fossvogi með óhlaðinni loftbyssu:
Handrukkun í Hörðalandi
FOSSVOGUR Fólkið hefur allt komið við sögu lögreglu áður. Í
húsleit eftir handtökurnar fannst nokkuð magn af þýfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UMHVERFISMÁL Ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um að ekki þurfi
sameiginlegt mat á umhverfis-
áhrifum Suðvesturlínu og fram-
kvæmdum henni tengdum verður
kærð til umhverfisráðherra í dag.
Þá rennur út frestur til kæru.
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands,
segir samtökin vera að leggja
lokahönd á kæru sem skilað verði
inn í dag. Björgólfur Thorsteins-
son, for maður Landverndar, segir
samtökin bíða greinargerðar lög-
manns til að taka ákvörðun um
hvort kært verður eður ei. Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra
úrskurðar í kærumálum. - kóp
Suðvesturlína:
Ákvörðun verð-
ur kærð í dag
LANDBÚNAÐUR Dregið hefur gríðar-
lega úr innflutningi á kjöti á
þessu ári miðað við í fyrra. Sam-
kvæmt Bændablaðinu nam inn-
flutningurinn rúmum 566 tonnum
frá áramótum og til loka október.
Á sama tíma í fyrra var innflutn-
ingurinn orðinn 1.108 tonn á því
ári. Hlutfallslega minnkar inn-
flutningur á nautakjöti mest, um
nærri 68 prósent – er nú 102 tonn
en var 316 tonn fyrstu tíu mánuð-
ina í fyrra. Tölurnar fyrir ali-
fuglakjöt eru 281 tonn í ár miðað
við 480 tonn í fyrra. Þá minnk-
aði innflutningur á svínakjöti um
nærri helming, var 154 tonn í ár
en 274 tonn í fyrra. Athygli vekur
að á þessu ári hefur verið flutt
inn 61 tonn af kindakjöti. Ekk-
ert var flutt inn af því kjöti árið
2008. - gar
Kjötinnflutningur að hrynja:
Útlenda kjötið
að tapa fótfestu
NAUTAKJÖT Þrefalt minna hefur verið
flutt inn af nautakjöti í ár en flutt var inn
í fyrra.
INNFLUTT KJÖT
Janúar - október 2009 2008
Tonn Tonn
Alifuglakjöt 281 480
Nautakjöt 102 316
Kindakjöt 61 0
Svínakjöt 154 274
Aðrar kjötvörur 29 20
Samtals 566 1.108
Heimild: Bændablaðið.
SPURNING DAGSINS