Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 6
6 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Telji stjórnin sig ekki
geta náð betri samningi um Icesave
á að leyfa henni að bera ábyrgð á
því og taka fyrir næsta mál. Mörg
önnur mál þarf að ræða. Yfirbragð-
ið á þeirri pólitík
sem er ástunduð
á Alþingi þessa
dagana, þar sem
málþófið er þaul-
skipulagt, er ekki
fallegt.
Þetta er skoðun
Guðmundar
Steingrímssonar,
þingmanns Fram-
sóknar, á stunda-
töflu stjórnar-
andstöðunnar sem sagt var frá í
blaðinu í gær. „Ég tek ekki þátt í
þessu. Ég hyggst greiða atkvæði á
móti Icesave-samningnum og hef
lýst þeirri afstöðu minni og rök-
stutt í ræðu, en ég hef aldrei verið á
leiðinni á neina stundaskrá um það
að tala um þetta mál,“ segir hann.
Guðmundur telur mikilvægara að
taka önnur mál á dagskrá og hefur
aldrei verið hrifinn af málþófi.
„Ég tel eðlilegast að menn eigist
við með rökum og setji þau skýrt
fram með innihaldi en ekki magni.
Mál eiga að geta haft sinn fram-
gang og um þau greidd atkvæði.
Mér finnst yfirbragðið á þessari
pólitík ekkert sérstaklega fallegt
og þess vegna finn ég mig engan
veginn í þessu og tek ekki þátt í
þessu,“ segir hann.
Nú séu gríðarlega mörg verkefni
sem þurfi að taka ákvarðanir um.
„Einhvern tíma vil ég fá að ýta á
bjölluhnappinn og láta afstöðu mína
í ljós. Þá láta hinir sína afstöðu í
ljós líka. Þannig virkar lýðræðið,“
segir Guðmundur og telur mikil-
vægt að almenningur viti að ekki
allir stjórnarandstöðuþingmenn
taki þátt í málþófinu: „Ég er ekki
mikið fyrir svona vinnubrögð á
þingi,“ segir hann.
klemens@frettabladid.is
Ekki fallegt yfirbragð
á Icesave-umræðum
Þingmaður Framsóknar segist ekki taka þátt í skipulögðu málþófi stjórnarandstöðu
því lýðræði felist í því að láta afstöðu sína í ljós. Hann finni sig ekki í þessu. „Ég er
ekki mikið fyrir svona vinnubrögð á þingi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
HLÝTT Á RÆÐUHÖLD Hart var tekist á við upphaf þingfundar í gær um þá ákvörðun stjórnarmeirihlutans að efna enn á ný til
kvöldfundar um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Eftirtaldir þingmenn eru á stundaskrá stjórnarandstöðunnar fyrir Icesave-
umræður. Á listanum sést hvenær þeir stíga í pontu, hve lengi þeir
tala (tuttugu mínútur), og hvenær þeir stíga niður. Þá sést hvaða tveir
þingmenn veita andsvör og hve miklum tíma þeir eyða í þau (fimmtán
mínútum). Einnig er gert ráð fyrir athugasemdum Illuga Gunnarssonar um
fundarsköp, að lokinni ræðu hans. Stjórnarandstaðan var búin að skipu-
leggja málþóf frá klukkan 16.00 til 01.30.
MÁLÞÓFSLISTINN
Ásbjörn Óttarsson
Birgir Ármannsson
Birgitta Jónsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Einar K. Guðfinnsson
Eygló Harðardóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Gunnar Bragi Sveinsson
Höskuldur Þórhallsson
Illugi Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Margrét Tryggvadóttir
Ólöf Nordal
Pétur Blöndal
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Siv Friðleifsdóttir
Tryggvi Þór Herbertsson
Þór Saari
ALÞINGI Þingmenn tókust hart á við
upphaf þingfundar í gærmorgun
um þá ákvörðun ríkisstjórnarmeiri-
hlutans að efna á ný til kvöldfund-
ar um Icesave-frumvarpið. Fundur
hófst kl. 10.30 en hafði áður staðið
alla nóttina og til klukkan hálfsjö í
gærmorgun. Áður en umræður hóf-
ust á ný var deilt í um fjörutíu mín-
útur um fundarstjórn forseta.
Björgvin G. Sigurðsson, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
sagði að Alþingi væri haldið í gísl-
ingu og hvatti þingforseta til þess
að halda fundi áfram uns mælenda-
skrá væri tæmd.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins, sagði ekkert að því að stjórnar-
andstaðan skipulegði vinnu sína.
Nýjar upplýsingar hefðu komið
fram á næturfundum. Stjórnar-
andstaðan hefði margsinnis sagst
tilbúin að greiða fyrir öðrum
málum sem ríkisstjórnin vildi setja
á dagskrá. Pétur Blöndal og fleiri
vísuðu í yfirlýsingar Ástu Ragn-
heiðar Jóhannesdóttur þingforseta
um að hún vildi breyta Alþingi í
fjölskylduvænan vinnustað.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að öll þessi
umræða væri „ábyrgðarlaus
skrípaleikur sem fer að valda þjóð-
inni skaða en er fyrst og fremst
Alþingi til skammar“. - pg
Enn deilt um kvöldfundi á Alþingi vegna Icesave-frumvarpsins:
Fer að valda þjóðinni skaða
FRÁBÆRLEGA
UNNIN ÆVISAGA
saga Runólfs Sveinssonar
sandgræðslustjóra og
algerðar Halldórsdóttur
tir Friðrik G. Olgeirsson.f
læsileg bók um merkaG
frumkvöðla.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
Ætti að kæra þá frambjóðendur
til Alþingis sem ekki skila fjár-
hagslegu uppgjöri samkvæmt
lögum?
Já 87,6%
Nei 12,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er umræða stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi um Icesave-
samninginn orðin of löng?
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, í svokölluðu Papeyjarmáli,
yfir þremur fíkniefnasmyglurum sem reyndu að
smygla rúmum 55 kílóum af amfetamíni, tæpum
54 kílóum af kannabisefnum og 9.432 e-töflum til
landsins. Fíkniefnin voru flutt áleiðis til Íslands
frá Belgíu með skútunni Sirtaki, en slöngubát síðan
siglt til móts við hana. Efnin voru flutt milli báta
og slöngubátnum síðan siglt með efnin til Djúpa-
vogs. Þaðan voru efnin flutt yfir í bifreið og henni
ekið áleiðis til Selfoss, en lögregla stöðvaði hana við
Höfn og lagði hald á þau.
Dómur Hæstaréttar fól í sér þá breytingu að
gæsluvarðhald sem Peter Rabe og Árni Hrafn
Ásbjörnsson sættu við rannsókn málsins skyldi
dragast frá fangelsisdómi þeirra. Peter fékk tíu ára
dóm en Árni Hrafn fékk níu ára dóm.
Auk þeirra hlaut Rúnar Þór Róbertsson tíu ára
fangelsisdóm. Þessir þrír voru gripnir um borð í
skútunni Sirtaki á leið út úr íslenskri lögsögu.
Jónas Árni Lúðvíksson fékk fimm ára dóm, Pétur
Kúld Pétursson þriggja og hálfs árs dóm og Halldór
Hlíðar Bergmundsson fékk þriggja ára dóm. - jss
Hæstiréttur staðfestir dóma yfir Papeyjarsmyglurum:
Tveir fengu tíu ára fangelsisdóm
SMYGLSKÚTAN Mennirnir reyndu að flýja á smyglskútunni.
STJÓRNMÁL Rúmlega 20.000 manns
hafa skrifað undir áskorun á
heimasíðu Indefence-hópsins,
að því er segir í tilkynningu frá
honum. Fjöldi undirskrifta nálgist
viðmið frumvarps um þjóðar-
atkvæðagreiðslur, sem bíður
afgreiðslu Alþingis, um að tíu pró-
sent kosningabærra manna geti
knúið fram slíka kosningu.
Hópurinn segir „ólíðandi að
fjármálaráðherra hafi verið beitt-
ur þvingunum til að samþykkja
Icesave samninga“. Þjóðin geti
sent Bretum og Hollendingum
skilaboð um að hún sætti sig ekki
við annað en núgildandi fyrirvara.
- kóþ
Indefence-hópurinn:
Yfir 20.000
undirskriftir
KJÖRKASSINN