Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 4
4 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær
að bílarnir hér að ofan væru í eigu
SP-fjármögnunar. Myndin er frá
umráðasvæði fjármögnunarfyrirtækis-
ins Lýsingar við Hafnarfjarðarhöfn.
LEIÐRÉTTING
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
39.900 kr.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
6°
4°
7°
8°
6°
3°
7°
7°
22°
8°
17°
12°
18°
1°
7°
19°
6°
Á MORGUN
10-15 m/s,
lægir er líður á daginn.
SUNNUDAGUR
Hvasst sunnan
og vestanlands.
2
-1
-1
-1
0
2
0
4
2
6
-3
8
12
12
9
5
8
3
9
11
15
5
4
1 3
4
5 4
0 2
5
3
VINDASÖM HELGI
Horfur eru á strekk-
ingi víða við suður-
og vesturströndina
í dag en hægari
vindi annars staðar.
Laugardagurinn
heilsar með
úrkomu en síðan
léttir til suðvestan-
og vestanlands er
líður á daginn. Á
sunnudaginn verð-
ur þurrt að mestu
N- og V-til.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
EFNAHAGSMÁL Guðbjartur Hannes-
son, þingmaður Samfylkingarinnar
og formaður fjárlaganefndar
Alþingis, segir til greina koma að
leggja á nýtt hátekjuþrep í tekju-
skatti við endurskoðun skattkerfis-
ins sem á að ljúka við fyrir árið
2011.
Jón Steinsson, lektor í hagfræði
við Columbia-háskóla í New York,
sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að
erfitt væri að skilja af hverju þær
skattatillögur ríkisstjórnarinnar,
sem bíða meðferðar Alþingis, geri
ekki ráð fyrir „fjórða skattþrepi
á tekjur yfir einni milljón króna á
mánuði og ef til vill fimmta skatt-
þrepi á tekjur yfir svo sem 2,5 millj-
ónir króna á mánuði.“ Hann segir
íslenska skattkerfið hið hægrisinn-
aðasta meðal efnaðra ríkja innan
OECD og langt til hægri við skatt-
kerfi Bandaríkjanna.
Guðbjartur segir rétt að skatt-
kerfið hafi verið afar hægrisinnað
undanfarin ár: „Það dró í sundur
með þeim sem höfðu minni tekur
og þeim sem höfðu betri tekjur í
skattkerfinu eins og það var áður.“
Guðbjartur telur að tillögur ríkis-
stjórnarinnar um auðmannaskatt
og hækkaðan fjármagnstekjuskatt
séu til bóta hvað þetta varðar.
Hann segir að nýtt þrep í hátekju-
skatti gæti tekið gildi 2011 að lok-
inni þeirri heildarendurskoðun
skattkerfisins sem fram undan er.
Þetta hafi ekki verið gert í þessari
atrennu enda sé mikilvægt að
endur skoða kerfið í heild og kanna
áhrif persónuafsláttar á skattbyrð-
ina. Hann vill ekki nefna prósent-
ur og fjárhæðir sem miða eigi við.
„Eitt af því sem mikilvægt er að
skoða er hvernig tekjuskiptingin
er í dag. Hún hefur breyst mikið í
hruninu.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, er
ósammála og segir að lýsing Jón
Steinssonar á íslenska skatt kerfinu
sé ekki rétt enda vanti inn í hana
að tekið sé tillit til áhrifa per-
sónuafsláttar. „Sambland persónu-
afsláttar og skattprósentu gerir að
verkum að íslenska tekjuskattkerfið
er stighækkandi; því hærri tekjur,
því hærri prósentu greiðir fólk í
skatt.“
Guðlaugur Þór vísar líka á
bug flokkun Jóns Steinssonar í
hægri- og vinstrisinnuð skattkerfi.
Fáein ár séu síðan vinstriflokkar
á Íslandi kvörtuðu undan háum
jaðar sköttum í íslenska skattkerf-
inu. Nú séu ríkisstjórnarflokkarnir
að endurvekja jaðarskattana. „Ef
þessar skattkerfisbreytingar ríkis-
stjórnarinnar ná fram að ganga
munu þær þýða hækkun skatta á
allar tekjur,“ segir Guðlaugur Þór.
peturg@frettabladid.is
Vill nýtt skattþrep á
háar tekjur frá 2011
Formaður fjárlaganefndar vill skoða nýtt skattþrep að lokinni endurskoðun
skattkerfisins. Gæti tekið gildi árið 2011. Ríkisstjórnin endurvekur jaðarskattana,
segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
SKATTBYRÐI Upplýsingar um tekjuskiptingu á Íslandi eftir hrunið liggja ekki fyrir. Þeirra verður aflað við endurskoðun skattkerfis-
ins, sem á að ljúka á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt 22 ára karl í 18 mánaða
fangelsi, þar af 15 á skilorði,
fyrir að hafa samræði við tólf
ára stúlku í júlí 2007. Honum
er gert að greiða stúlkunni 400
þúsund krónur í skaðabætur.
Maðurinn og stúlkan spjölluðu
nokkrum sinnum saman á netinu
áður en þau hittust. Hann bauð
henni heim til sín til að horfa
á mynd. Það endaði með því að
maðurinn hafði samræði við
hana, auk fleiri kynlífsathafna.
Héraðsdómur hafði áður
dæmt manninn í fimmtán mán-
aða fangelsi, þar af tólf á skil-
orði. - jss
Hæstiréttur þyngir dóm:
Hafði samræði
við tólf ára
SJÁVARÚTVEGUR Bráðabirgða-
niðurstöður rannsóknar leiðangurs
Hafrannsóknastofnunar staðfesta
að sýkingin í íslensku sumargots-
síldinni nær til yfir fjörutíu pró-
senta af stofninum. Jafnframt
benda niðurstöður til þess að
veiðistofninn sé minni en talið
var eftir mælingar í október.
Í leiðangri Hafró, sem lauk
á miðvikudag, var metið magn
og útbreiðsla sumargotssíldar
við Ísland. Verkefnið, sem stóð
í sautján daga var unnið í sam-
starfi við útgerðir síldveiðiskipa,
sem könnuðu hluta rannsókna-
svæðisins.
Dröfn RE kannaði veiðisvæðið
við Breiðafjörð auk þess sem gerð
var athugun á útbreiðslu og mergð
smásíldar allt frá Breiðafirði,
vestur um að Öxarfirði. Síldveiði-
skipin Börkur NK, Háberg EA,
Faxi RE, Lundey RE og Álsey VE
tóku þátt í mælingum á svæðinu
frá miðjum Austfjörðum suður
um að Breiðafirði.
Ástæður þess mismunar sem
kom fram á stærð veiðistofnsins
geta verið ýmsar; mæliskekkja og
aðstæður til mælinga sem voru
ekki taldar eins góðar nú og þær
voru í október vegna dreifingu
síldarinnar og slæms veðurs.
Hafrannsóknastofnunin mun
áfram fylgjast með ástandi sýk-
ingar í stofninum á komandi
vikum í samstarfi við veiðiskip
og með leiðangri í janúar.
- shá
Leiðangur staðfestir að yfir fjörutíu prósent íslenska síldarstofnsins eru sýkt:
Veiðistofn minni en talið var
SÍLDVEIÐI Í fyrra veiddist síldin upp í
harðafjöru á Breiðafirði og við Suðurnes.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Skilanefnd Glitnis gæti
eignast tíu prósenta hlut Salt
Investments í lyfjafyrirtækinu
Actavis, að því
er segir á visir.
is. Róbert Wess-
mann á Salt
Investments
sem skuldar
Glitni tæplega
tuttugu millj-
arða króna.
Skuldin er
vegna kaupa
á hlutabréf-
um í Glitni,
meðal annars kaupa sem voru
gerð ör fáum dögum fyrir fall
bankans og hafa verið kölluð
verstu viðskipti ársins. „Þá er
enn óvissa hvort hægt er að rifta
seinni kaupum Róberts í Glitni
en hann hefur lýst yfir að hann
hyggist sækja það mál. Hins
vegar má ekki lögsækja gömlu
bankana á meðan þeir eru í
greiðslustöðvun,“ segir á Vísi. - gar
Skuldir Róberts Wessmann:
Skilanefnd fær
hlut í Actavis
RÓBERT
WESSMANN
KAUPMANNAHÖFN Röng frétt á
netútgáfu arabíska dagblaðsins
Gulf Times veldur því að danska
utanríkisráðuneytið sér sig knúið
til að leita leiðréttingar. Í frétt-
inni segir frá því að Danir ætli,
líkt og Svisslendingar, að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um það
hvort heimilt verði að reisa bæna-
turna á moskur múslima í Dan-
mörku.
Eftir uppþotin vegna teikninga
af Múhameð spámanni í Jótlands-
póstinum fyrir nokkrum árum
eru Danir passasamir á slíkar
rangfærslur. „Við reynum að
slökkva alla slíka smáelda sem
kvikna,“ hefur Politiken eftir
Klavs A. Holm sendiherra. - gar
Danska utanríkisráðuneytið:
Bænaturnafrétt
skapar vanda
Sveitir sameinast
Björgunarsveitin í Dalvík og Björg-
unarsveit Árskógsstrandar hafa verið
sameinaðar og starfa nú undir merkj-
um Björgunarsveitar Dalvíkur.
ÖRYGGISMÁL
LANDBÚNAÐUR Íslandsmet hefur
verið sett á Skjaldfönn í Ísa-
fjarðar djúpi í þyngs dilkakjöts,
að því er kemur
fram í Bænda-
blaðinu.
Þar segir að
meðalþyngd
dilkanna hafi
verið yfir fjöru-
tíu kíló á hverja
kind með lambi.
Bændablaðið
segir þennan
árangur bænd-
anna Indriða Aðalsteinssonar
og Kristbjörgu Lóu Árnadóttir á
Skjaldfönn vera afrek.
„Má segja að þau smeygi sér
inn fyrir Gullna hliðið,“ segir
blaðið og vitnar í tólf ára gamalt
viðtal þar sem þau hjón einmitt
lýstu því takmarki sínu að má
meðalþyngdinni yfir 40 kíló. - gar
Draumur rættist á Skjaldfönn:
Þyngstu dilkar
í sögu landsins
INDRIÐI
AÐALSTEINSSON
GENGIÐ 03.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,6056
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,98 121,56
201,58 202,56
183 184,02
24,588 24,732
21,715 21,843
17,815 17,919
1,3764 1,3844
194,95 196,11
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR