Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 70
46 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > PETER VILL EKKI KATIE Peter André hefur tilkynnt fyrrver- andi eiginkonu sinni, Katie Price, að hann taki ekki við henni aftur. Katie hefur losað sig við bar- dagakappann Alex Reid og vildi víst ólm koma aftur heim til Peters, sem vill ekkert með hana hafa. Leikstjórinn Roman Polanski mun dvelja í stofufangelsi í fjalla- kofa í Sviss þangað til ákveðið verður hvort hann verður fram- seldur til Bandaríkjanna fyrir að hafa nauðgað þrettán ára stúlku árið 1977. Undanfarna tvo mán- uði hefur Polanski þurft að dúsa í fangelsi í Sviss eftir að hann var handtekinn er hann ætlaði að taka á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til kvikmynda- listarinnar. Yfirvöld í Bandaríkj- unum hafa reynt að fá hann fram- seldan til landsins síðan hann stakk af þegar réttarhöldin yfir honum voru í þann mund að hefj- ast árið 1978. Stofufangelsi í fjallakofa ROMAN POLANSKI Leikstjórinn heimsþekkti mun dvelja í stofufangelsi í Sviss á næstunni. Leikkonan Edda Heiðrún Backman efnir til jólatrjáasölu á Hljómalindarreitnum fyrir jólin en þar er nú risinn jólamark- aður. Edda rekur sem kunnugt er versl- unina Súkkulaði og rósir en á markað- inum verður hún með jóladót og jólatré af ýmsum stærðum og gerðum til sölu og er það Skórækt ríkisins sem sér um að höggva tréin. „Edda, eins og aðrir kaupmenn, þurfa að gera svolítil við- skipti um jólin til að framfleyta sér. Fólk getur valið á milli blágrenis, rauðgrenis og stafafuru og einnig á milli þriggja trjástærða. Þeir sem vilja tré geta pantað þau fyrirfram með því að senda vefpóst á sukkuladi@rosir.is. Við verðum svo með trén í jólaþorpinu frá 18. desember, en þangað getur fólk komið og skoðað tréið og stærð þess og lögun,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og vinkona Eddu Heiðrúnar. Hún tekur fram að máli skiptir að fá pantanirnar inn sem fyrst svo hægt sé að láta Skóræktina vita hversu mörg tré eigi að höggva. „Við verðum þarna fram á Þorláksmessu að pakka inn trjám eftir kúnstarinnar reglum. Maður verður að hafa eitthvað að gera á aðventunni og magna svolítið upp jólaskapið,“ segir Kolbrún og hlær. Á Hljómalindarreitnum verð- ur margt annað skemmti- legt í boði og er víst að þar verði margt um manninn næstu daga þegar mið- borgin fer að skreyta sig með grænum greinum. - sm Edda selur jólatré JÓLAMARKAÐUR Edda Heiðrún býður fleira en blóm og sælgæti í verslun sinni. Nú selur hún jólatré á Hljóma- lindarreitnum. Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera kvikmynd um leiðtogafundinn sem þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov sóttu í Höfða árið 1986 og kom Íslandi á heimskortið. Friðrik ætlar að vera á undan Hollywood. „Börn eru í aðalhlutverkum en ef myndin heppnast vel mun hún höfða til alls mannkyns,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaleikstjóri. Hann er að skrifa handrit að kvikmynd þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs er í forgrunni. Aðal- persónurnar eru þó ekki þessir valdamiklu menn heldur börn sem klæða sig upp í líki geimvera og vilja komast í tæri við þá. „Þær fá afa sinn til að byggja geim- skip og þetta heppnast allt svona rosalega vel að þeir koma bara um hæl,“ útskýrir Friðrik. Sannar- lega óvænt og óvenjuleg nálg- un á þennan merkisatburð í sögu þjóðarinnar. „Þetta snýst síðan upp í hálfgerð réttarhöld þeirra yfir þeim Reagan og Gorbatsjov og börnin verða miklir áhrifavald- ar á þessum fundi. Mesta spennan snýst síðan um hvort þetta athæfi komist upp eður ei.“ Leiðtogafundurinn kom Íslandi á kortið, í orðsins fyllstu merkingu. Heimspressan beindi kastljósinu að þessu litla landi í norðurhöfum á meðan leiðtogarnir tveir ræddu um hugsanlega þíðu í kalda stríð- inu. Friðrik man sjálfur ákaflega vel eftir þessum tíma. „Já, við vorum að gera Skytturnar á þess- um tíma, vorum í næsta húsi með þrjár kóreskar vélbyssur. En það komst aldrei upp.“ Barnamynd Friðriks er reynd- ar ekki eina myndin um leiðtoga- fundinn sem er í smíðum því breski leikstjórinn Ridley Scott hefur þegar lýst yfir að hann hafi mikinn áhuga á að gera kvikmynd um leið- togafundinn. Friðrik er hins vegar hvergi banginn. „Ég verð bara að vera á undan honum.“ Hugmyndin að þessari allsér- stæðu kvikmynd er nokkuð gömul að sögn Friðriks og hefur verið lengi í kollinum á honum. Leik- stjórinn kveðst þó ekki vita hve- nær hægt verði að fara af stað, það verði þó fyrr en síðar. Af öðrum málum leikstjórans er það að frétta að Mamma Gógó er að fara út í hljóðblöndun en hún verður frumsýnd í janúar. „Þetta verður smellur. Annars verð ég fyrir von- brigðum.“ - fgg FRIÐRIK MEÐ BARNAMYND UM LEIÐTOGAFUNDINN „Þetta er alltaf jafnskemmtilegt og spennandi,“ segir Björgvin Halldórsson. Árlegir jólatónleikar hans í Laugardalshöll verða haldnir á morgun. Á meðal þeirra sem koma fram auk Björgvins verða Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Laddi, Savanna-tríóið og Sigríður og Högni úr Hjaltalín. Dóttir hans, Svala, verður aftur á móti fjarri góðu gamni, enda býr hún í Kaliforníu ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Steed Lord. „Hún er reyndar að koma heim um jólin en hún nær ekki þessum tónleikum. Hana langaði æðislega mikið að vera með því henni finnst svo gaman að þessu en Krummi verður bara í staðinn fyrir hana,“ segir Björgvin. Tónleikarnir í Höllinni verða tvennir og er nán- ast uppselt á þá báða. „Við reynum að brydda upp á nýjungum í hvert skipti með nýjum flytjendum og nýjum lögum. Ef við værum alltaf með sömu lögin væri þetta minna mál. Við erum alltaf að reyna að toppa sjálfa okkur, bæði í útlitinu og samsetningu á prógramminu, og við erum sérlega ánægð með þetta í ár,“ segir hann. Efnahagsástandið er erfitt um þessar mundir og hefur það haft sín áhrif á skipulagningu tónleik- anna. „Aðföngin hafa hækkað en við erum að reyna að gera þetta sem best úr garði án þess að það komi niður á gæðunum,“ segir Björgvin og tekur fram að miðaverðið sé það sama og fyrir tveimur árum. „Ég er bara í skýjunum með þetta og hlakka mikið til.“ Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á síð- unni Jolagestir.is. - fb Krummi í staðinn fyrir Svölu Á ÆFINGU Björgvin á æfingu fyrir jólatónleikana sína ásamt hljómsveitarstjóranum Þóri Baldurssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN A FP/N O R D IC PH O TO S KVIKMYNDAR LEIÐTOGAFUNDINN Friðrik Þór er að skrifa handrit þar sem leiðtogafundur Reagans og Gor- batsjovs er í aukahlutverki en tveir krakkar, klæddir upp sem geimverur, eru í aðalhlutverki. Leiðtogafundurinn hafði mikil áhrif á Ísland enda kom hann landi og þjóð á heimskortið. ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.