Fréttablaðið - 04.12.2009, Blaðsíða 72
48 4. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Tónlistarmaðurinn KK
verður uppboðshaldari í
Góða hirðinum í dag þar
sem margir sjaldgæfir
hlutir verða boðnir upp, svo
sem upptrekt járnbrautar-
lest frá um 1930-1950 og
Atómstöðin árituð af höf-
undi.
„Ég bjó lengi í Svíþjóð og þá stund-
aði maður svona uppboð og þar er
mikil hefð fyrir því. Þar keyptum
við hjónin meðal annars fyrstu
mublurnar okkar og eigum margt
af því ennþá,“ segir Kristján
Kristjánsson tónlistarmaður, betur
þekktur sem KK.
Í dag fer fram uppboð í Góða
hirðinum klukkan 16.30 þar sem
KK verður uppboðshaldari, en
uppboðið er á vegum verslunar-
innar og nytjamarkaðar Sorpu og
líknarfélaga og mun allur ágóðinn
renna óskiptur til góðgerðamála.
„Ég elska þessa stemningu og
þetta er ferlega gaman. Þarna er
margt alvöru antík og flott dót, en
líka fullt af litlu dóti fyrir hundrað-
kallana sem allir geta eignast. Ég
náði sjálfur einhvern tímann í gítar
þarna á 500 krónur sem ég er með
hangandi uppi á vegg,“ segir KK,
en margir sjaldgæfir og skemmti-
legir hlutir verða boðnir upp. Þar á
meðal er upptrekt járnbrautarlest
frá um 1930-1950, Atómstöðin og
Paradísarheimt áritaðar af höfundi
og vatnslitamynd eftir Ragnar Lár
frá 1965.
KK hefur áður verið uppboðs-
haldari í Góða hirðinum og segir
það hafa gengið vel mjög vel. „Það
var ferlega gaman og það seldist
mikið. Þar keypti einhver brons-
styttu á 20.000 krónur sem fór
svo á 200.000 krónur á einhverju
antíkuppboði nokkrum mánuð-
um síðar, svo það er líka hægt að
græða á þessu,“ segir hann. „Þarna
getur maður náð í allar jólagjaf-
irnar á einu bretti og verið mjög
frumlegur,“ segir KK og vonast
til að sjá sem flesta á uppboðinu í
dag. - ag
Tónleikar verða haldnir á Sódómu
Reykjavík í kvöld undir merkjum
Prick Magazine sem er bandarískt
tímarit um húðflúr og tónlist.
Tímaritið er gefið út í hálfri millj-
ón eintaka í hverjum mánuði og
eitt helsta fagtímarit sinnar teg-
undar í heiminum. Chuck Branks,
ritstjóri tímaritsins, er staddur
hér á landi í tilefni af opnun húð-
flúrsstofunnar Reykjavík Ink sem
var að flytja á Frakkastíg 7. Hann
mun einnig fjalla um hljómsveit-
irnar sem koma fram á tónleikun-
um. Þar stíga á svið Dikta, Cliff
Clavin, XIII og The 59´ers. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 23 og er
miðaverð 1.000 krónur.
Húðflúraðir
tónleikar
„Ég er ekkert hættur. Þetta er bara byrjunin,“
segir hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn
Karl Berndsen um nýjan mynddisk sinn þar
sem hann kennir íslenskum konum að farða
sig. Hann ætlar að láta þýða diskinn yfir á
rússnesku og gefa hann út þar í landi á næsta
ári. „Þetta var fjöldaframleitt í Litháen og við
erum að fara þangað út í janúar. Konan þar
er með dreifingarfyrirtæki og hún vill þýða
þetta yfir á rússnesku. Rússland er náttúrlega
massamarkaður,“ segir Karl.
Hann hefur einnig í hyggju að gefa disk-
inn út víðar um Austur-Evrópu og í Skand-
inavíu, og síðar meir í Bretlandi. Þar er Karl
á heimavelli því hann starfaði þar um ára-
bil með stjörnum á borð við ofurfyrirsæt-
una Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu
McCartney, John Galliano og stúlknabandið
Sugababes. „Förðun er alþjóðlegt tungumál
sem allar konur skilja. Þessi diskur er góður
grunnur hvort sem þú ert þrettán ára að byrja
að mála þig eða sjötug. Þetta er ekkert pjátur
heldur er þetta grunnur yfir allt sem þarf að
vita. Þetta eru tveir klukkutímar af vitneskju,
bara eins og ef þú kæmir á einkanámskeið hjá
mér,“ segir hann og bætir við: „Þú getur lesið
hundrað bækur en augun í þér og heilinn læra
ef þú sérð hlutina gerða fyrir framan þig.“ - fb
Kalli Berndsen farðar á rússnesku
RÉTT AÐ BYRJA Karl Berndsen ætlar að gefa mynddisk
sinn út í Rússlandi á næsta ári ef allt gengur að óskum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KK uppboðshaldari í Góða hirðinum
ÁHUGAVERT UPPBOÐ KK verður uppboðshaldari í Góða hirðinum í dag, þar sem
margir sjaldgæfir og skemmtilegir hlutir verða boðnir upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Miðasala í Versluninni Kakí,
Strandgötu 11.
Hvetjum alla til að mæta
og taka með sér gesti.
Jólahlaðborð!
Jólafundur Svdk Hraunprýði
verður haldinn í Skútunni
þriðjudaginn 8. desember
Og hefst kl: 19.30
Stjórnin
Tónlistaratriði
Jólasaga
Glæsilegt jólahappdrætti
Jólahugvekja
Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is
Karl Wernersson og
Steingrímur Wernersson
(eigendur Lyf og Heilsu, Apótekarans, SA lyfjaskömmtunar og Skipholtsapóteks)
...með nýja apótekið á Akranesi, Apótekarann!
- heilbrigð samkeppni
Lyf og heilsa: Domus Medica - Austurver - Kringlan - Glæsibær - JL húsið - Eiðistorg
Hamraborg - Fjarðarkaup - Fjörður - Keflavík - Akranes - Glerártorg, Akureyri - Hrísalundur, Akureyri
Dalvík - Ólafsfjörður - Selfoss - Hveragerði - Þorlákshöfn - Hella - Hvolsvöllur - Vestmannaeyjar
Apótekarinn:
Hafnarstræti - Mjódd - Höfði - Salavegur - Smiðjuvegur - Melhagi - Mosfellsbær - Akureyri
SA-Lyfjaskömmtun - Skipholtsapótek og kannski fleiri, hver veit?
Apótek sem tilheyra
þeim bræðrum: