Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 4
4 7. desember 2009 MÁNUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
9°
9°
9°
10°
8°
8°
8°
8°
22°
10°
18°
5°
24°
2°
11°
10°
5°
Á MORGUN
Vaxandi vindur sunnan-
lands síðdegis.
12
-1
MIÐVIKUDAGUR
Strekkingur vestan-
lands, annars hægari.
4
4
4
4
5
6
7
5
6
5
9
6
12
15
5
8
6
4
7
8
4
4
4
5 5
4 5
6
6
7
MILDIR DAGAR
Fram undan eru
mildir dagar en
heldur vindasamir.
Í dag verður þó
fremur hægur vind-
ur víða en síðdegis
á morgun hvessir
sunnanlands með
talsverðri rigningu.
Á miðvikudaginn
verður væta sunn-
an- og vestanlands.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
FÓLK Hugmyndir eru uppi um
að stofna lýðháskóla hér á landi.
Þetta segir Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður Ungmenna-
félags Íslands, í samtali við Vísi
í gær.
Stofnun lýðháskóla hefur verið
draumur Ungmennafélagsins
lengi, en málið er ekki komið á
alvarlegt stig.
Hún segir hugmyndina hafa
verið viðraða við Katrínu Jakobs-
dóttur menntamálaráðherra og
Árna Pál Árnason félagsmálaráð-
herra. Þau hafi tekið vel í hug-
myndina. - þeb
Ungmennafélag Íslands:
Vilja stofna lýð-
háskóla
LOFTLAGSMÁL Umhverfis- og mannréttindasam-
tök víða um heim standa fyrir viðburði laugar-
daginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi
Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og
stendur til 18. desember. Vonir standa til að við-
burðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta
málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu
löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær
á Íslandi.
Það eru Reykjavíkurborg og Stykkishólmur
sem hafa í hyggju að taka þátt í viðburðinum, sem
gengur undir nafninu TckTckTck. Markmiðið er
að fólk komi saman á friðsamlegan hátt og sendi
skýr skilaboð til Kaupmannahafnar til að þar nái
fulltrúar þjóðanna samningi sem feli í sér metnað
til að ná árangri, sé lagalega bindandi fyrir aðild-
arþjóðir og sanngjarn fyrir okkur og komandi
kynslóðir. Flestallir valdamestu þjóðarleiðtogar
heims hafa boðað komu sína til Kaupmannahafnar
og alls eru þeir um hundrað. - shá
Alþjóðlegur viðburður til að hvetja leiðtoga til dáða á loftslagsfundinum:
Skilaboð til Kaupmannahafnar
Vill annað sæti á Akureyri
Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar vegna bæjarstjórn-
arkosninganna á Akureyri næsta vor.
Sigrún segir að sér séu hjartfólgin
málefni þeirra sem standi höllum fæti
í samfélaginu.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
MÓTMÆLI Menn hafa ólíkar aðferðir við að hvetja ráðamenn
til dáða vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TYRKLAND, AP Rúmlega tvítugur
háskólanemi lét lífið af völdum
skotsára þegar Kúrdar í Tyrk-
landi efndu til mótmælaaðgerða í
borginni Diyarbakir í gær.
Kúrdarnir voru að mótmæla
aðbúnaði Abdullah Öcalan, leið-
toga uppreisnarhreyfingar Kúrda,
í fangelsi. Öcalan hefur verið í
fangelsi á eyju í meira en áratug.
Nýverið var reist nýtt öryggis-
fangelsi á eyjunni og hann fluttur
þangað. Hann hefur sagt aðbúnað-
inn verri en í gamla fangelsinu, en
tyrknesk stjórnvöld segja ekkert
hæft í því. - gb
Kúrdar í Tyrklandi:
Mótmæla að-
búnaði Öcalans
ÓEIRÐIR Til átaka kom í Diyarbakir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP Elísabet II. Eng-
landsdrottning hefur varað dag-
blöð við því að birta ljósmyndir
teknar í leyfisleysi af meðlimum
bresku konungsfjölskyldunnar.
Lögmaður drottningarinnar
sendi ritstjórum breskra dag-
blaða bréf þar sem þeim var
bannað að birta myndir af með-
limum konungsfjölskyldunnar
teknar við heimili þeirra.
Konungsfjölskyldan segist hafa
skilning á áhuga almennings á
lífi hennar. Sá áhugi megi hins
vegar ekki teygja sig yfir allt
einkalíf fjölskyldunnar og vina
hennar. - hhs
Elísabet varar ritstjóra við:
Ljósmyndarar
hafi sig hæga
SVEITARSTJÓRNARMÁL Rúmlega sjö-
tíu prósent allra skulda Reykja-
víkurborgar eru tilkomin vegna
Orkuveitu Reykjavíkur. Skuldir
Orkuveitunnar verða um 250 millj-
arðar króna á næsta ári, en heildar-
skuldir borgarinnar verða tæpir
326 milljarðar samkvæmt fjárhags-
áætlun borgarinnar. Skuldir borgar-
sjóðs eru aðeins þrettán prósent
af skuldunum; afganginn skulda
fyrirtæki borgarinnar. Eigið fé
Orkuveitunnar er fjórtán prósent.
Að því er fram kom í ræðu Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra
um fjárhagsáætlunina hefur fjár-
málaskrifstofu borgarinnar verið
falið að framkvæma áhættumat
vegna ábyrgðar á lánum fyrirtækja
borgarinnar. „Þessi ákvörðun var
ekki síst tekin vegna þeirrar skuld-
setningar sem Orkuveitan er komin
í vegna gengis íslensku krónunnar,“
sagði Hanna Birna. Sjóðsstreymi
fyrirtækisins væri viðunandi þrátt
fyrir núverandi aðstæður, og fyrir-
tækið stæði fyrir mannaflsfrekum
framkvæmdum sem skiptu miklu
fyrir atvinnustigið. Þá myndi Orku-
veitan skila um einum og hálfum
milljarði króna til borgarinnar á
næsta ári.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, segir að
kallað hafi verið eftir áhættumati
vikum og mánuðum saman, án
þess að mikil viðbrögð fengjust frá
meirihlutanum. „Við höfum haft
verulegar áhyggjur af þessu og kall-
að eftir miklu nákvæmara áhættu-
mati á vettvangi borgarstjórnar
á fjármálum Orkuveitunnar. Á
skuldaþoli hennar og vaxtaþoli og
þar með getu til að standa í stór-
um fjárfestingaverkefnum,“ segir
hann. Hann segir borgarstjórnar-
meirihlutann virðast hafa verið í
algjörri afneitun hvað það varðar
að skuldir OR hafi margfaldast á
þremur árum. Þá hafi verið erfitt
að fá umræðuna um málið fram.
„Þvert á móti hefur borgar-
stjóri kallað eftir þreföldum arð-
greiðslum. Það fannst okkur út í
hött og sýna skort á yfirsýn yfir þá
stöðu sem raunverulega er uppi,“
segir Dagur. thorunn@frettabladid.is
Meta áhættu vegna
skuldsetningar OR
Skuldir Reykjavíkurborgar verða tæpir 326 milljarðar á næsta ári. Þar af nema
skuldir Orkuveitu Reykjavíkur um 250 milljörðum. Borgarstjóri segir áhættu-
mat verða framkvæmt. Skortur á yfirsýn, segir oddviti Samfylkingar.
ORKUVEITAN Skuldir fyrirtækisins nema rúmlega sjötíu prósentum heildarskulda Reykjavíkurborgar. Borgarsjóður skuldar aðeins
um þrettán prósent en afganginn skulda fyrirtæki borgarinnar.
SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðisflokk-
ur, Samfylking og Vinstri græn
hafa myndað nýjan meirihluta í
bæjarstjórn Grindavíkur.
„Flokkarnir eru sammála um
að starfa saman til loka kjörtíma-
bils með Ólaf Örn Ólafsson sem
bæjarstjóra. Hvað varðar mál-
efni eru flokkarnir meðal annars
ásáttir um að vinna samkvæmt
auðlindastefnu Grindavíkurbæjar
í orkumálum, undir forustu forseta
bæjarstjórnar. Flokkarnir munu
standa vörð um þá stefnu að styðja
við íbúa sína á krepputímum,“
segir í tilkynningu.
Hörður Guðbrandsson verður
forseti bæjarstjórnar og Guðmund-
ur Pálsson verður formaður bæjar-
ráðs. - gar
Mynda meirihluta í Grindavík:
Þrír flokkar í
nýju samstarfi
GENGIÐ 04.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,0287
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,54 122,12
202,07 203,05
182,97 183,99
24,584 24,728
21,565 21,693
17,649 17,753
1,3755 1,3835
195,32 196,48
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
LÖGREGLUMÁL Þrjár líkamsárásir
voru tilkynntar til lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu aðfara-
nótt sunnudags.
Tilkynnt var um líkamsárás
við skemmtistaðinn Spot í Kópa-
vogi þar sem maður hafði ráðist
á konu sína.
Einnig var tilkynnt um átök á
Skólavörðustíg. Þar hafði maður
verið sleginn í rot og er talið að
fjórir menn hafi ráðist á hann.
Þriðja líkamsárásin varð í
Bankastræti þar sem maður var
sleginn í höfuðið með flösku.
Árásarmaðurinn komst undan.
- þeb
Erill í höfuðborginni:
Þrjár alvarlegar
líkamsárásir