Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 18
18 7. desember 2009 MÁNUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Loftslagsmál
FRÉTTASKÝRING
KOLBEINN
ÓTTARSSON PROPPÉ
kolbeinn@frettabladid.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
9
23
69
Upplýst umræða
um nýtt skattafrumvarp
og áhrif þess á atvinnulífið
Í tilefni af nýju skattafrumvarpi býður Deloitte
til opins upplýsingafundar um frumvarpið,
miðvikudaginn 9. desember kl. 16.00–17.30
á 20. hæð í Turninum við Smáratorg.
Fundurinn er öllum opinn og enginn
aðgangseyrir.
Heitt kaffi verður á könnunni.
www.deloitte.is
Skatta- og lögfræðisvið Deloitte
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Heimilistæki, stór og
smá, ljós og símar í
miklu úrvali.
Líttu inn og gerðu
góð kaup. Við tökum
vel á móti þér.
A
T
A
R
N
A
Sjáið jólatilboðin á
www.sminor.is
fyrir
TILBOÐ Í VEITINGASAL
Súpa fi skur og kaffi 990
GLÆNÝ LÍNUÝSA
PLOKKFISKUR
FISKIBOLLUR
ÝSA Í RASPI
OG STÚTFULLT BORÐ AF NÝJUM
FISKI OG FISKRÉTTUM
Fimmtánda loftslagsráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna
hefst í Kaupmannahöfn í
dag. Þar á að reyna að ná
bindandi samningum um
minnkun útblásturs gróður-
húsalofttegunda. Þrátt
fyrir að meiri bjartsýni ríki
um útkomuna nú en fyrir
skemmstu er ekki búist við
bindandi niðurstöðu. Vonast
er eftir pólitískum mark-
miðum sem varða brautina.
Fátt hefur breyst í umræðu um
loftslagsmál síðustu árin. Enn
eru þeir til sem halda því fram
að ekkert þurfi að ræða þau mál;
hlýnun jarðar sé ekki af manna-
völdum. Fylgismönnum þeirrar
skoðunar fer sem betur fer fækk-
andi og í dag viðurkenna flestir
þjóðarleiðtogar vandann. Viður-
kenning er hins vegar ekki nóg;
finna verður leiðir til að takast á
við vanda málin.
Sérfræðingar eru ekki á eitt
sáttir um hvað gerist á næstu
árum, verði ekkert að gert í að
takmarka útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda. Tiltölulega óumdeilt
er þó að hlýni andrúmsloft um 2°
verði trauðla við snúið. Þá muni
hefjast bráðnun ísmassa sem erfitt
verður að stöðva, þrátt fyrir að
veðurfar kólni á ný.
Þetta hefur verið kallað „tipp-
ing point“ á ensku og er þar átt við
þau mörk sem þú getur hallað ein-
hverjum hlut þar til þyngdaraflið
tekur yfir og hann fellur af sjálfs-
dáðum. Nefnt hefur verið að ef
ekki takist að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda fyrir árið
2015 sé komið að þessu mörkum.
Bandaríkin og Evrópa
Ríki Evrópusambandsins hafa
skuldbundið sig til að minnka
útblástur gróðurhúsalofttegunda
um 25 prósent miðað við árið 1990.
Samstaða um það náðist í Balí
árið 2007 og þótti tilefni til bjart-
sýni. Gallinn er sá að í Evrópu er
ekki að finna helstu gerendur í
útblæstrinum. Þar þarf að líta til
austurs og vesturs.
Bandaríkin og Kína eru ábyrg
fyrir fjörutíu prósentum af öllum
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
í heiminum. Þrátt fyrir það, eða
kannski einmitt þess vegna, eru
þau lönd tregust í taumi til að setja
sér hömlur.
Nokkur bjartsýni ríkti í heimin-
um við kjör Obama í Bandaríkjun-
um, enda þykir hann ólíkt meðvit-
aðri í umhverfismálum en forveri
hans. Nýverið gaf hann út yfir-
lýsingu þess efnis að Bandarík-
in gætu, árið 2020, hafa minnkað
útblástur sinn um sautján prósent
miðað við árið 2005. Það er vissu-
lega skref í rétta átt, en er í raun
aðeins fjögurra prósenta sam-
dráttur miðað við árið 1990.
Hvað Kína gerir er óljóst.
Við annan tón kvað eftir heim-
sókn Obama til landsins fyrir
skemmstu. Hverju það skilar er
óljóst, en Kínverjar hafa áttað sig
á því að verði hlýnun jarðar eins
og svörtustu spár gera ráð fyrir
bitnar það illa á þeim sjálfum.
Hver ber ábyrgð?
Afstaða Bandaríkjanna hefur verið
sú að eitt skuli yfir alla ganga í
þessum efnum. Verði mönnum gert
að draga úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda skuli það eiga við um
alla; líka þróunarríkin. Þau hafa
hins vegar bent á að vestræn ríki
hafi dælt út slíkum efnum síðan í
iðnbyltingunni og hagnast gríðar-
lega á því. Þar sé því ólíku saman
að jafna. Taki þau á sig samdrátt í
þessum efnum þurfi að bæta þeim
ófenginn gróða.
Evrópuríki hafa hallast að
sjónar miði þróunarríkjanna og
segja spurninguna snúast um
hver eigi að borga okkar veislu og
þeirra skaða.
Lítil bjartsýni
Núverandi loftslagssamningur
rennur út 1. janúar 2013. Nauð-
synlegt þykir því að niðurstaða
náist í Kaupmannahöfn. Engu
að síður er lítil bjartsýni um að
bindandi lagalegur samningur
náist. Sú von jókst lítillega þegar
þjóðarleiðtogar heimsins tilkynntu
um komu sína hver á fætur öðrum;
Obama mun meira að segja mæta
á svæðið. Sú heimsókn verður hins
vegar í mýflugumynd, hann kemur
og fer 9. desember.
Yvo de Boer, yfirmaður lofts-
lagsmála hjá Sameinuðu þjóðun-
um, orðaði þetta hins vegar skýrt
á dögunum. Ef Bandaríkin og
Kína leggja ekki fram skýrar til-
lögur um samdrátt gróðurhúsaloft-
tegunda verður nánast ógjörlegt
að gera samning í Kaupmanna-
höfn.
Litlar líkur eru á slíkri yfirlýs-
ingu frá ríkjunum tveimur. Obama
er nýbúinn að koma frumvarpi um
heilbrigðismál í gegnum þingið og
leggur varla í annan stóran slag á
næstunni.
Leiðtogar Evrópuríkja búa
hins vegar við það að því verður
ekki tekið létt heima fyrir komi
þeir tómhentir til baka frá Kaup-
mannahöfn. Þeir eru því tilbúnir
til að leggja nokkuð á sig til að ná
einhvers kona samkomulagi.
Loftslagsráðstefnur eru haldnar
árlega og vonir þeirra bjartsýn-
ustu standa til að pólitískt sam-
komulag náist sem varði línurnar
fyrir næstu ráðstefnu, sem verður
haldin í Mexíkó árið 2010.
Karpað um loftslagsmál
VIÐ ÖLLU BÚIN Lögreglan í Kaupmannahöfn er við öllu búin og hefur heimild til
að handtaka hvern þann sem henni hugnast án þess að gefa upp ástæðu. Von er
á um sjötíu þjóðarleiðtogum á ráðstefnuna og öryggisgæsla verður því mikil.
NORDICPHOTOS/AFP
Ljóst er að fjöldi manns hyggur á ferð til Kaupmanna-
hafnar til að taka þátt í mótmælum. Langflestir munu
líklega gagnrýna leiðtoga heims fyrir að draga lappirnar
í loftslagsmálum, en einnig er ljóst að fjöldi manns
mun nýta tækifærið og koma skoðunum sínum á
ýmsum málefnum á framfæri. Þannig er búist við fjölda
andstæðinga hnattvæðingarinnar, en sá hópur hefur
verið áberandi á fjölþjóðlegum ráðstefnum undanfarin
ár.
Handtökuheimildir rýmkaðar
Danir hafa brugðist við þessu og lögreglan er við öllu
viðbúin. Þá hafa handtökuheimildir verið rýmkaðar og
nú má lögreglan hneppa hvern þann í varðhald sem
henni hugnast án ástæðu. Þetta hefur verið gagnrýnt
af mannréttindahópum en stjórnmálamenn hafa vísað
til almannaheilla, líkt og venjan er þegar gengið er á
mannréttindi fólks.
Reikna má með mótmælum þegar Barack Obama
mætir til Hafnar. Þá hefur verið boðað til friðsamlegrar
mótmælagöngu laugardaginn 12. desember og búast
skipuleggjendur við allt að 60 þúsund manns. Sunnu-
daginn 13. hefur önnur ganga verið boðuð, en ekki er
eins víst að hún verði friðsöm. Þá má búast við að mót-
mælt verði við setningu og á lokadegi ráðstefnunnar.
Mótmælahefð
Hefð er komin á mótmæli við slíkar ráðstefnur og flykk-
ist fólk hvaðanæva að úr heiminum á fundina. Vakin
er þá athygli á hvers kyns ranglæti í heiminum og er
mótmælahópurinn oftar en ekki sundurleitur.
Þá eru Danir sjóaðir í mótmælum, þótt aðeins hafi
dregið úr þeim síðari ár. Heilu göturnar voru teknar í
herkví á áttunda og níunda áratug síðustu aldar þegar
hústökufólk kom sér fyrir í auðum húsum.
Sjálfstæð félagasamtök
Ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna eru einnig vettvangur
fjölda sjálfstæðra félagasamtaka (svokallaðra NGO´s) til
að kynna málstað sinn. Fjöldi slíkra hefur boðað komu
sína til Hafnar og skipta félagar þúsundum.
Þá eru haldnar ráðstefnur innan ráðstefnunnar,
fundir og fræðsluþing þar sem ýmis mál eru krufin til
mergjar. Fulltrúar ýmissa fyrirtækja munu einnig nýta
tækifærið og kynna framleiðsluvörur sínar; ekki síst í
græna geirunum.
FJÖLMENNAR MÓTMÆLAGÖNGUR
ÓÞÆGILEGUR LEKI
Undirbúningur fyrir loftslagsráð-
stefnuna stóð sem hæst þegar
fréttir bárust af tölvubréfum sem
breskir háskólaprófessorar höfðu
sent sín á milli. Þar kom fram
að þeir höfðu oftar en ekki ýkt
niðurstöður sínar um alvarleika
hlýnunar jarðar og áhrifa útblást-
urs gróðurhúsalofttegunda.
Sumir þeirra sögðu hreint út að
ekki væri með vísindalegri vissu
hægt að fullyrða neitt í þessum
efnum og því gætu menn kynnt
hvaða niðurstöðu sem er.
Yvo de Boer, yfirmaður lofts-
lagsmála hjá Sameinuðu þjóð-
unum, telur að lekinn hafi ekki
áhrif á þá sem hafa lýst yfir efa-
semdum í þessum efnum. „Þessi
samskipti koma mjög illa út,“
sagði hann við Associated Press
í gær. Hann varði rannsókn sem
2.500 vísindamenn unnu saman
að, sem sýnir að maðurinn hefur
haft áhrif á hlýnun jarðar.
De Boer vonast eftir góðri
útkomu í Höfn, að ráðstefnan
marki viðsnúning í þessum
efnum. „Aldrei, í sautján ára
sögu samninga um loftslagsmál,
hafa svo margar þjóðir lýst því
yfir að þær séu reiðubúnar til
skuldbindinga á þessu sviði.“