Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.12.2009, Qupperneq 38
26 7. desember 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Kristín Björnsdóttir varði nýlega doktors ritgerð sína í fötlunarfræðum við Félags- og mannvísindadeild Fé- lagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Rit- gerð hennar nefnist Í andstöðu við al- menningsálitið: Samfélagsþátttaka ungs fólks með þroskahömlun. „Í rann- sókninni tóku þátt 29 einstaklingar á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. Þar af voru sex einstaklingar virkir þátt- takendur í öllu rannsóknarferlinu sem samrannsakendur mínir. Þetta er til- tölulega ný nálgun í rannsóknum en til- gangurinn er að fólk með þroskahöml- un fái aukið vald um hvað er fjallað um og með hvaða hætti.“ Kristín segir að árið 1979 hafi verið samþykkt lög um aðstoð við þroska- hefta. „Í lögunum var staðfest að þroskaheftir ættu rétt á eðlilegu lífi, lífi sem væri eins og líf ófatlaðra. Þeir fengu því formlega aðgang að sam- félaginu og þátttöku í því. Nú, þrjá- tíu árum seinna, kemur í ljós í þess- ari rannsókn að það er gjá á milli raun- veruleika og réttinda,“ bendir hún á og bætir við að þeir sem þátt tóku í rann- sókninni hafi allir eytt miklum tíma í sérúrræði. „Án þess að við séum að setja út á þessi úrræði, þá finnst þeim margar hindranir standa í vegi fyrir sér og þeir eiga erfitt með að fá aðgang að almennu samfélagi. Þá voru tveir hamlandi þættir sérstaklega áberandi. Annars vegar bágur fjárhagur, sem kom í veg fyrir að þau gætu til dæmis farið í bíó, í leikhús eða út að borða og ef þeim buðust störf voru þau yfirleitt illa launuð. Hitt, sem þeim fannst ekki síður mikilvægt, var að finna viðhorf samfélagsins í sinn garð en það fannst þeim neikvætt.“ Kristín segir hópinn hafa greint alla fjölmiðla frá 2003-2005 og skim- að eftir umfjöllun um þroskahömlun. „Það var áberandi lítið fjallað um mál- efnið. Ef svo vildi til var rætt við sér- fræðinga um þroskahömlun en sjaldan sjálft fólkið með þroskahömlun. Væri það gert á annað borð var oft talað við það eins og börn. Almennt upplifði það sig því óvelkomið í samfélaginu.“ Kristín segir það unga fólk sem tók þátt í rannsókninni hafa haft ákveðn- ar skoðanir um hvað þyrfti að breyt- ast svo það gæti tekið meiri þátt í samfélaginu. „Það vildi að viðurkennt væri að fólk með þroskahömlun væri ekki allt eins, heldur mjög fjölbreytt- ur hópur. Það vildi fá að taka ákvarð- anir um eigið hversdagslíf án þess að þurfa sífellt að berjast fyrir því. Þá vildi það hafa aukin áhrif á stefnumót- un í málefnum fatlaðra, sem og aukinn aðgang að rannsóknar samfélaginu,“ segir Kristín og vonast til að leggja lóð á vogar skálarnar með þessari rann- sókn. unnur@frettabladid.is KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR: RANNSAKAÐI ÞÁTTTÖKU ÞROSKAHAMLAÐRA Í SAMFÉLAGINU Finnst þau ekki vera velkomin KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR Rannsakaði samfélagsþátttöku fólks með þroskahömlun í doktorsritgerð sinni í fötlunarfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKIATBURÐIR 1431 Hinrik 6. Englandskon- ungur krýndur konungur Frakklands í París. 1881 Minnisvarði um Jón Sig- urðsson forseta afhjúp- aður á gröf hans í Hóla- vallakirkjugarði í Reykjavík að viðstöddu miklu fjöl- menni. 1936 Í Bjarneyjum á Breiðafirði rignir skyndilega síld og er talið að skýstrókur hafi náð að sjúga upp síldina er hann átti leið yfir sjó. 1975 Indónesía ræðst á Austur- Tímor. 1980 Golfklúbburinn Kjölur er stofnaður í Mosfellsbæ. 2005 Evrópusambandið fer að nota lén undir þjóðarlé- ninu .eu sem kom í stað .eu.int. NOAM CHOMSKY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1928. „Það að veita leyfi fyrir drápum á fjölda saklausra borgara er hreinræktað hryðjuverk, en ekki stríð gegn hryðjuverkum.“ Noam Chomsky er bandarískur málvísinda- maður, rithöfundur og virkur þátttakandi í stjórnmálum. AFMÆLI ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTT- IR leikkona er 47 ára. JÓRUNN VIÐAR tónskáld er 91 árs. DAMIEN RICE tónlistar- maður er 36 ára. TOM WAITS tónlistar- maður er sextugur. Miðilsfundi var í fyrst sinn útvarpað í Ríkisútvarp- inu á þessum degi árið 1933. Þar kom fram Ingi- björg Lára Ágústsdóttir (1899–1971), betur þekkt sem Lára miðill, og mælti fyrir munn margra fram- liðinna. Lára er einn þekktasti miðill sem Ísland hefur alið. Hún hélt miðilsfundi á heimili sínu sem vöktu umtal og þóttust gestir hennar meðal ann- ars verða fyrir yfirskilvitlegri reynslu af ýmsu tagi. Lára varð þó síðar uppvís að svikum á miðils- fundum, nánar tiltekið árið 1940, og dæmd í eins árs fangelsi. Hún er eina manneskjan sem dæmd hefur verið í Hæstarétti fyrir svik á miðilsfundum. Lára lét eftir sig handrit af sjálfsævisögu sem fært var í letur árið 1945. Það var hins vegar aldrei gefið út en blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson studdist við það þegar hann skrifaði bókina Játn- ingar Láru miðils, sem kom út árið 2005. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 7. DESEMBER 1933 Miðilsfundi útvarpað í Ríkisútvarpinu Auðnutittlingur er lítil grábrún finka með stutt stél og rauðan blett á enni sem dvelur hér á landi allt árið um kring. Kjör- lendi er helst birkiskógar, kjarr, ræktað skóglendi og garðar. Hann gerir sér hreiður í trjám og runnum og verpir venju- lega oftar en einu sinni á sumri. Hann er kvikur og mjög fimur og lifir aðallega á skor- dýrum og birkifræjum. Auð- velt er að laða auðnutittlinga í garða með fóðrun. Á síðustu árum hafa þeim aðallega verið gefin sólblómafræ, sem fást í 2,5 kg pokum í fáeinum versl- unum. Þeir taka einnig ýmiss konar finkufóður og gárafræ en eru ekki hrifnir af korni því sem ætlað er snjótittlingum. Auðnutittlingar geta orðið afar spakir þar sem þeim er gefið og því þarf að gæta vel að köttum. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: AUÐNUTITTLINGUR Lítill, kvikur og fimur AUÐNUTITTLINGUR Auðvelt er að laða auðnutittlinga í garða með fóðrun en þá þarf að gæta vel að köttum. MYND/JAKOB SIGURÐSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Attli Örn Jensen Strikinu 10, Garðabæ, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði mánudaginn 30. nóvember. sl. Jarðsett verður frá Garðakirkju mið- vikudaginn 9. desember kl. 15.00. Árni Valur Atlason Eydís Lúðvíksdóttir Markús Þór Atlason Katrín Yngvadóttir Jens Pétur Atlason Kristín Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær systir mín, Guðbjörg Auðunsdóttir frá Minni-Völlum, verður jarðsungin frá Skarðskirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 13.00. Ásgeir Auðunsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, Sólveig Traustadóttir lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Þór Jónsson Helga Lind Hjartardóttir Drífa Þöll Arnardóttir Gunnlaugur Erlendsson Örn Arnarson Harpa Sif Þráinsdóttir Lucinda Hulda Fonseca Trausti Magnússon Hulda Jónsdóttir systkini og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.