Fréttablaðið - 07.12.2009, Page 42
30 7. desember 2009 MÁNUDAGUR
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★
Draumey
Ellen Kristjánsdóttir
Sena
Björt og falleg
Draumey hefur að geyma tíu ný lög
sem flest eru samin af Ellen og Pétri
Ben sem einnig sér um stjórn upptöku.
Hljómsveitin sem spilar á plötunni hefur
m.a. innanborðs fyrrnefndan Pétur Ben,
bræðurna Ómar og Óskar Guðjónssyni, eiginmanninn Eyþór og dæturnar
Sigríði, Elísabetu og Elínu, en sveitin kom fyrst fram sem upphitunaratriði
fyrir Eric Clapton í Egilshöll.
Tónlistin á Draumey er kántrí, soul og rokkskotið popp. Hún lætur frekar
lítið yfir sér í fyrstu, en við frekari hlustun öðlast lögin líf.
Þetta er björt og falleg tónlist með hlýlegum textum.
Ellen er ein af okkar bestu söngkonum. Hún hefur
sérstaklega fallega rödd sem nýtur sín vel hér. Það
er töluvert lagt í útsetningarnar og mörg hljóð-
færi notuð til að auka fjölbreytnina, t.d. fiðla,
selló, bassaklarinett, sópran- og tenórsaxófónar,
selesta, moog, ukulele og slide-gítar. Hljóð-
færaleikurinn er líka fyrsta flokks.
Það er ekkert vont lag á Draumey, en samt eru
nokkur sem standa upp úr. Ég nefni fyrsta lag
plötunnar, kántrílagið Liljurós, hið sálarríka
Hafðu á honum gætur, Sólskinsdag og loka-
lagið Ef engill ég væri með vængi.
Á heildina litið er Draumey fín plata.
Hún brýtur ekkert blað, en hún
stendur vel fyrir sínu og ætti
ekki að valda aðdáendum
Ellenar vonbrigðum.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Fín plata frá
einni af okkar bestu söng-
konum.
Mikið
úrval af
kuldafatnaði
á börnin
5.990kr.Verð frá
Kuldabuxur
13.990kr.Verð frá
Kuldagallar
8.990kr.Verð frá
Stærðir 80-120
Stærðir 128-174
Úlpur
10.990kr.Verð frá
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Minnum á teiknisamkeppni
Skólamjólkurdagsins
fyrir 4. bekkinga
Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi
til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á www.ms.is
Ath. á morgun kl. 20
Næsta erindi í fyrirlestrarröð Mannfræði-
félags Íslands, BREYTINGAR – ÞÁTT-
TAKA – UPPBYGGING, verður haldið
á þriðjudagskvöld á Café Loka, Loka-
stíg 28. Dr. Inga Dóra Björnsdóttir flytur
erindið „Kvenleikanum kastað fyrir
róða“. Fjallað verður um hvernig erfið-
leikar og áföll í lífi Ásu Guðmundsdóttur
Wright vísuðu henni af vegi hefðar frúar-
innar. Inga Dóra er höfundur „Kona
þriggja eyja – Ævisaga Ásu Wright“ sem
nýverið kom út hjá Forlaginu.
Einn af verðlaunahöfum Íslensku tónlistarverð-
launanna, Hugi Guðmundsson tónskáld, sem í
fyrra hlaut mikla viðurkenningu fyrir verðlauna-
plötuna Apocrypha, með samnefndu tónverki
sínu, fagnar nú tilboði um samninga á dreifingu á
verkinu erlendis. Apocrypha kom út fyrir síðustu
jól. Tónverkið og platan vöktu mikla athygli og
hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga;
tónverkið var valið tónverk ársins á Íslensku tón-
listarverðlaununum 2007 og platan var tilnefnd
sem plata ársins í fyrra. Það ár hlaut platan hlaut
einnig Kraumsverðlaunin ásamt því að vera á list-
um yfir plötur ársins hjá Morgunblaðinu og mbl.
is. Þar að auki var Hugi tilnefndur til Menningar-
verðlauna DV árið 2007, í kjölfar frumflutningsins
á verkinu. það er bandaríska fyrirtækið Parma
sem hyggst gefa verkið út á bandaríkjamarkaði.
Tilboðið felur í sér mikla kynningu erlendis fyrir
tónlistarfólkið á plötunni og færi hún m.a. í
alheimsdreifingu hjá Naxos, heimsins stærsta
dreifingaraðila klassískrar tónlistar. Fyrir utan til-
boð ameríska útgáfufyrirtækisins hafa tvö önnur
fyrirtæki sýnt plötunni mikinn áhuga en þau eru
finnska útgáfan Ondine og norska fyrirtækið L2.
Hið síðarnefnda hefði áhuga á að gefa plötuna út
á Super Audio geisladisk (surround), en útgáfan
er einmitt tilnefnd til tveggja Grammy verðlauna
fyrir bestu surround plöturnar í ár. Báðar útgáf-
urnar hyggjast leggja fyrir tilboð
um mögulega endurútgáfu fyrir
jólin.
Flytjendur á diskinum eru
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
mezzo-sópran og barokkhóp-
urinn Nordic Affect undir stjórn
Daníels Bjarnasonar.
Upptökur annaðist Óskar Páll
Sveinsson en lokahljóðblönd-
un og masteringu gerði
Valgeir Sigurðsson. Hugi
Guðmundsson klippti og
stjórnaði upptökum.
Apocrypha á erlendan markað
TÓNLIST Hugi Guð-
mundsson tónskáld
Síðasta úthlutun úr Þjóð-
hátíðarsjóði er lokið. Hann
var settur upp fyrir hagnað
af myntsláttu í tilefni af
Þjóðhátíðinni og hefur um
árabil veitt fjármagni til
margs konar verkefna sem
tengjast menningararfi
Íslands að fornu og nýju.
Í ár var úthlutað 65 styrkjum og
útdeilt 33,9 milljónum til hluta af
stórum hópi umsækjenda. Alls bár-
ust sjóðnum 259 umsóknir og var
sótt um 350 milljónir. Fjárþörfin
er því tíu sinnum meiri en styrktar-
féð sem hægt var að veita.
Tilgangur sjóðsins var að veita
styrki til stofnana og annarra
aðila, er hafa það verkefni að vinna
að varðveislu og vernd þeirra verð-
mæta lands og menningar, sem
núverandi kynslóð hefur tekið í
arf. Við það er miðað að styrkir úr
sjóðnum verði viðbótar framlög til
þeirra verkefna sem styrkt eru,
en verði ekki til þess að lækka
önnur opinber framlög til þeirra
eða draga úr stuðningi annarra
til þeirra, eins og segir í tilkynn-
ingu sjóðsins sem er í vörslu Seðla-
banka Íslands.
Hæsta styrkinn hlaut að þessu
sinni Málvísindastofnun Háskóla
Íslands, 1,5 milljónir, vegna rann-
sóknar sem Höskuldur Þráins-
son veitir forstöðu. Safna á
málheimildum hjá fólki sem er
eftir lifandi og tók þátt í hinni
miklu rannsókn á mállýskum á
Íslandi sem Björn Guðfinnsson
stóð fyrir á fimmta áratug síð-
ustu aldar og rannsaka einnig
íslenskt nútímamál á síðasta ára-
tug aldarinnar. Í þessu dæmi sést
vel hvernig sjóður inn vinnur: hér
er styrkt stór rannsókn sem Mál-
vísindanefnd Háskóla Íslands
getur illa unnið á sérstaks fjár-
styrks, en háskólinn á þó að vera
leiðandi sterk rannsóknarstöð á
íslenskri málþróun, sú mikilvæg-
asta í heiminum, sú með lengsta
rannsóknarreynslu og þekkingu á
þessu sviði.
Sex aðilar fá eina
milljón í styrk: Sjó-
minjasafnið í Reykja-
vík – Víkin, Ólafs-
dalsfélagið sem
vill reisa safn í
Ólafsdal og Félag
áhugamanna um
Bátasafn Breiða-
fjarðar: öll þessi
söfn eru nýstofn-
uð og fjárvana og
stíga með einum
eða öðrum hætti
inn á starfssvið
safna sem fyrir
eru. Stofnun
Árna
Magnús-
sonar fær
tvo styrki og
má af því ráða
að þessari fornu stofnun íslenskra
fræða sé illmögulegt að stunda þær
rannsóknir sem henni er ætlað að
gera án fjárstyrks. Ljósmyndasafn
Reykjavíkur fær raunar sýningar-
styrk, að hluta til að skrá safn Pét-
urs Thomsen ljósmyndara og jafn-
framt til að setja upp sýningu á
verkum Péturs Thomsen ljósmynd-
ara, hinum yngri sem er barna-
barn Péturs Thomsen og alnafni.
Safn hins eldri mun óskráð.
Fleiri stofnanir fá styrki til að
halda úti verkefnum: þannig fær
Sarpur, sérsmíðað skráningar-
kerfi sem íslensk söfn nota nokkur
hundruð þúsund til að þróa sig enn
frekar, en það er rekið af einka-
hlutafélagi en ekki söfn-
unum sjálfum. Frekar
verður fjallað um styrki
Þjóðhátíðarsjóðs og hvað
úthlutun í ár segir um
ástand íslenskra safna
og menningarstofna í
sérblaðinu menning
sem fylgir Frétta-
blaðinu á laugardag.
pbb@frettabladid.is
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐI LOKAÐ
MENNING
Stofnun Árna
Magnússonar
fær tvær
milljónir í
Þjóðhátíðar-
sjóði til rann-
sókna í ár.
> Ekki missa af
uppboðum á fjölda
listaverka eftir yngri og eldri
listamenn í Gallerí Fold í dag
og á morgun. Þau hefjast báða
dagana kl. 18.15.