Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 44

Fréttablaðið - 07.12.2009, Síða 44
32 7. desember 2009 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is „Það er búið að taka okkur tvö ár að klára þetta lag,“ segir Lísa Einars- dóttir söngkona. Hún sendir nú frá sér sitt fyrsta jólalag sem heitir Hvað eru jólin án þín? Lag og texti er eftir bróður hennar Leif Einarsson, upptöku- stjóra og grafískan hönnuð. „Þetta er svona róleg poppballaða og ég er mjög stolt af þessu lagi. Við tókum það upp í London og í Hljóðrita í Reykjavík, en af því að hann er búsettur í London var erf- itt fyrir okkur að klára þetta. Þegar við vorum að klára þetta núna var ég bara með hann á Skype á meðan,“ segir hún og brosir, en lagið er væntanlegt inn á tonlist.is. „Þetta er fyrsta verkefnið sem ég geri alveg upp á eigin spýtur, án hjálp- ar Einars Bárðarsonar umboðsmanns,“ bætir hún við. Lísa hefur í mörgu að snúast um þess- ar mundir því hún er með útvarpsþátt á Kananum á kvöldin alla virka daga, auk þess sem hún syngur á jólahlaðborðum í Officeraklúbbnum og með Ízlensku sveitinni. „Við erum að taka við bókun- um núna og erum meðal annars að fara að spila á þorrablótum út um allar trissur í febrúar,“ segir Lísa, en nánari upplýs- ingar og tónlist Lísu má heyra inni á lisaeinars.com. - ag Georg Alexander Valgeirsson er ungur söngvari sem nú haslar sér völl. Fyrst kom lagið „Íslending- ur,“ sem er upprunalega gömul rokkballaða með Bad Company. Íslenski textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson keyrir á þjóðar- stolti og baráttuanda – „Íslend- ingur þar til ég dey“ – og Georg segist tengja ágætlega við þann boðskap: „Maður verður að halda haus og vera stoltur af þjóðern- inu. Það þýðir ekkert annað.“ Seinna lagið, líka eftir Magn- ús Þór Sigmundsson, texti og lag, heitir Desember og er jólalegt. „Mjög fallegt lag,“ segir Georg. „Það hefur verið að fá góða spil- un á Bylgjunni, Létt-bylgjunni og á Jóla-stjörnunni á netinu.“ Georg segist hafa byrjað að syngja af einhverju viti í fyrra og svo tók hann þátt í Idolinu síðast á Stöð 2. „Það gekk ágætlega. Ég komst í tíu manna úrslit, man ekki hvort ég var númer sjö eða átta í röðinni.“ Söngvarinn er ánægður með viðtökurnar og finnst þetta hafa gengið vel. Hann stefnir þó hærra. „Ég er í samstarfi við marga gæja. Auk Magnúsar Þórs hef ég verið í samstarfi við Jóhann G. Jóhannsson og Bjarna Ara upp á að fá lög og svoleiðis. Ég stefni á plötu næsta sumar og ætla bara að taka þetta alla leið fyrst maður er byrjaður á þessu. Ég yrði alla vega stoltur ef ég kláraði plötuna og lögin fengju einhverja spil- un.“ Georg er rafeindavirki og er með eigin rekstur. „Það heitir Loftnetsþjónusta Reykjavíkur. Ég er mikið að setja upp loftnet og diska og allan þann pakka. Það er ekkert gaman að vinna við þetta núna í þessum skítakulda.“ - drg Syngjandi rafvirki stefnir alla leið „Þetta var hrikalega gaman,“ segir Hrund Ósk Árnadóttir söng- kona sem er nýkomin frá Græn- landi. Hrund er nú búsett í Berlín þar sem hún nemur söng, en var boðið af Josef Lund, fyrrverandi skólafélaga sínum úr Söngskól- anum í Reykjavík, að syngja með honum á tónleikum í heimalandi hans, Grænlandi. „Josef ákvað að halda 8. stigstónleika þar og fékk mig til að koma með. Úr því varð svolítið mikið ferðalag því ákveðið var að halda líka aðventutónleika í Mennningarhúsinu í Nuuq sem við sungum á,“ útskýrir Hrund. Meðan á vikudvöl hennar stóð á Grænlandi var henni meðal ann- ars boðið í barnaafmæli þar sem hún smakkaði alls kyns framandi mat. „Þetta var rosa veisla og þar var meðal annars boðið upp á hreindýrakjöt og rengi af náhval. Þá er fituröndin undir skinninu skorin í teninga og sojasósa sett á hana. Þetta var ekki bragðmikið en var eins og brjósk undir tönn og var ógeðslega vont,“ segir Hrund sem smakkaði einnig hreindýra- spik. „Þetta var eins konar þurr fita sem þeir setja út í kaffi. Þetta var svolítið eins og að setja rjóma út í kaffið en var bara seig feiti og bragðið eins og af puru steik, sem er ekki gott. Það var líka boðið upp á harðfisk og fimm sort- ir af kökum svo þetta var mikil veisla, en ég hugsaði bara að ég fengi eflaust aldrei tækifæri til að smakka þetta aftur,“ bætir hún við og brosir. Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Hrund syngur á tónleik- um á Grænlandi því hún hefur áður sungið þar með blúsbandi Pálma Gunnarssonar og heldur aftur til Grænlands á næstu dögum þar sem hún mun syngja á þrennum tónleik- um ásamt Josef í suðurhluta lands- ins. „Ég er orðin ægilega heimakær á Grænlandi,“ segir hún og hlær. - ag Smakkaði náhval og spik Syngur jólalag eftir bróður sinn STEFNIR Á PLÖTU Georg Alexander syngur og setur upp loftnet í kuldanum. MYND/LÁRUS SIGURÐARSON NÝTT JÓLALAG Lísa Einars- dóttir söngkona syngur jólalagið Hvað eru jólin án þín? eftir bróður sinn Leif Einarsson. FRAMANDI Hrund var boðið í barna- afmæli þegar hún var stödd á Græn- landi þar sem hún smakkaði meðal annars náhval og hreindýraspik. M YN D /G A SSI Hjartaknúsarinn Alexander Skarsgård neitar alfarið öllum sögusögnum um meint samband hans og leikkonunnar Kate Bosworth. „Ég er ekki að hitta neinn, þetta eru bara sögusagnir. Einu konurnar í lífi mínu eru systir mín og mamma,“ sagði leikarinn hlæjandi. Skarsgård segir að mótleikarar hans í sjónvarpsþáttun- um True Blood séu eins og önnur fjölskylda í hans augum. „Ég hlakka mikið til að fara aftur til Bandaríkjanna og hitta LA-fjölskyldu mína. Mér þykir mjög vænt um Steven og Önnu og þau eru dásamlegt par.“ Ekki á föstu EKKI Á FÖSTU Alexander Skarsgård segist ekki vera í föstu sambandi. > ÁNÆGÐ MEÐ SMÆÐINA Shakira segist ánægð með að vera lág- vaxin og fíngerð. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mirror segist söng- konan vera stolt af stuttum fótleggj- um sínum og skammast sín ekki fyrir þá í myndbandi við lag sitt Did It Again. „Þegar maður er lágvaxinn vor- kennir fólk manni svo maður kemst upp með miklu meira. Ef ég væri hávax- in væri ég í miklum vandræðum,“ út- skýrir söngkonan og segist hafa æft stíft í heilan mánuð fyrir upptökurnar. Sonia Rykiel breytti búð sinni á Saint-Germain í París í skemmti- stað með diskókúlum þegar hún sýndi vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2010. Fyrirsæturnar léku á als oddi og sendu áhorfendum fingurkossa á meðan þær sýndu litríkan og áberandi fatnað Rykiel. - ag LITRÍK STEMNING „VINTAGE“ Það var svolítil „vintage“ stemn- ing yfir nýjustu línu Soniu Rykiel. BLÓMLEG Áherslan var gjarnan lögð axlirnar í kjólum Rykiel, eins og þessum sem var skreyttur með marglitum blómum. LITRÍKT Sonia Rykiel var óhrædd þegar kom að litavalinu. FJÓLUBLÁTT Fyrirsæturnar á sýningunni léku á als oddi. ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.