Vikan


Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 17
Hafið þið fullkomin mál? FEITUR? Listamenn í fornöld voru þegar byrjaðir að mæla út mannslíkamann til að finna eðlileg eða fullkomin hlutföll á milli bols og útlima. Leonardo da Vinci hefur skilið eftir sig fjölda teikninga, þar sem hann reynir að koma mannslíkamanum fyrir í hringlaga tnynd. Xú á dögum getum við ekki not- ast við þau mál sem hinir gömlu meistarar reiknuðu með, þvi að þróunin hefur haft það í för með sér að málin breytast. Meðalhæð t. d. er allt önnur nú á dögum, en fyrir hundrað árum. Meðalmaðurinn hef- ur hækkað feykilega mikið á siðustu öld, sennilega vegna betri aðhlynn- ingar. Á teikninguna, sem hér er, höfum við merkt inn á röð af málum, sem teljast fullkomin á nútimamæli- kvarða. Svona mái hafa ekki ein- ungis þýðingu fyrir stúikur, sem ætla að taka þátt i fegurðarsam- keppnum, heldur fyrir allar sem liafa áhuga á að vita hvort þær eru nálægt markinu eða ekki. Sumum þeirra mála sem hér eru, er ekki liægt að breyta, svo sem hæðarmáli, þið getið hvorki minnk- að eða stækkað, eftir að þið hafið náð fullum þroska. En hinum mál- unum getið jiið breytt, annað hvort með skynsamlegum megrunarkúr eða fitukúr. Á teikningunni til hægri er pláss fyrir ykkar eigin mál og þau verðið þið auðvitað að taka án fata. EÐLILEG ÞYNGÍ). GRANNUR? Góður megrunarkúr Hæð Grönn Meðalm. Feitl. Það vita allir, að Júliana Hol- 150 cm 47 kg 51 54 kg landsdrottning, hefur verið í megr- 152 — 48 — 52 55 - unarkúr, og þegar það kom í ljós 154 — 49 — 53 — 56 — að drottningin hafði létzt tim 15 kg 150 — 51 — 54 — 58 --- áður en honum var lokið, var þvi 158 — 52 — 55 — 59 — haldið stranglega leyndu. Megrunar- 160 — 53 — 57 — 60 — kúr þessi krefst þess ekki á nokkurn 162 — 54 — 58 — 61 — hátt að maður svclti sig og hér er 164 — 56 — 59 — 63 — uppskriftin sem læknirinn lagði 166 — 57 — 60 — 64 — fyrir hina konunglega sjúkling sinn: 168 — 58 — 62 — 65 — Á morgnana eitt glas af súrmjólk. 170 — 59 — 63 66 — dálítið af niðursoðnum ávöxtum og 172 — 61 — 64 68 — síðnn kaffi með volgri mjólk. — 174 — 62 — 65 — 69 — Kvöldinatur: Tvö köld egg með 176 — 63 — 67 — 70 — grænmetissalati (í mesta lagi 200 178 — 64 — 68 71 — gr) ásamt kaffi eða te. — Eftir- 180 — 66 — 69 — 73 — miðdagskaffl: Te og ostasamlokur. — Hádegismatur: Tómatsúpa, kalt magurt svfnakjöt, 25 gr ostur ásamt ávöxtum og kaffi eða te. Til að gera hádegismatinn fjölbreytilegri fékk hún einnig magurt roast beef, kjöt- rönd, soðna rauðsprettu og soðnar seljurætur til skiptis. Læknirinn krafðist þess einnig að hún minnkaði kartöflunotkun mjög mikið og notaði aldrei meira en 7 gr al' smjöri og luttugu og fimm gr af osti við eina máltíð. Hann hélt fast við ]iað, að enginn sem grennir sig megi missa meira en 300 gr á viku. Fari meira f einu orsakar það taugabilun. Ef hún varð svöng á milli morg- unkaffis og hádegismatar gat hún fengið sér ávexti og kaffi eða te. Megrunarmeðul Á seinni árum hafa verið fram- leidd alls konar megrunarmeðul, en aðallega skiptast þau í tvo hópa sem livor þjónar sínum tilgangi, en eiga þó það sameiginlegt að valda saðn- ingarkennd. Slík meðul eru saman sett úr sellulósiefnum, sem f sambandi við vatn eða magaslimið bólgna svo út, að maginn fyllist alveg og manninum finnst hann vera pakksaddur, þótt það, sem í inaganum er hafi alls ekkert nær- ingargildi. Ef meðulin eru tekin inn um % klst. fyrir mat, hefur mag- inn verið gabbaður og maður verð- ur mjög fljótt saddur. Þannig inn- byrðir maður færri kaloríur og „fidusinn" minnir i einfaldleika sínum á egg Kólumbusar. En er það nú alveg hættulaust að nota þessi svokölluðu hydrofile eoloider? — Pvi rniður er það ekki nuð ölhi hættulaust. l>að er vitað um tilfelli, þar sem sjúklingur var lagður inn á spitala og haldið að liann væri með garnaflækju. Mað- urinn var strax skorinn upp, og i þörmum hans fannst þá mjúkt brúngult stykki á stærð við apri- kósu, sem komst ekki lengra, og var skorið burtu. Stykkið var síðan rannsakað, og kom þá í ljós, að þetta var ekki annað en flækja af sellulós-trefjiiin, sem. lokaði alveg fyrir þarinana og talin var garna- Hækja. Xotkun Jiessara inegrunar- meðala krefst inikillar aðgæzlu. Önnur tegund af megrunarmeðul- um sem byggist á allt öðrum for- sendum en þeim, sem lýst var áðan, er einnig mjög útbreidd. Þetta eru meðul, sem verka á sjálfvirka tauga- kerfið þannig, að þau valda saðningarkennd eða öllu heldur fjarlægja sultartilfinningu. Spurn- ingin er svo hvort þessi meðul séu ekki hættuleg eins og hin teg. I>ækn- ar eru ekki á sama máli um þetta atriði- Það, sem talið er hættulegt við þessi meðul er það að i þeim er efni sem Iieitir dexedrin og er skylt amphefamini. En ]iað er ekki i ölhim tilfellum að þetta verður að hættuleguin ávana, og þess vegna nota sumir læknar þessi meðul mikið. Hvað sem því líður verður það að svo mijdum vana, að margir getta ekki verið án þeirra e-ins og með amphetamín. ★ Prjónaður barnakjóll Stærð: 1 og 2ja ára. Sidd: 36 og -10 sm. Efni: 150 og 200 gr aí 4 þráða mjúku garni. Prjónar nr. 2% og' 3. 32 lykkjur prjónaðar með slétt- prjóni 10 sm. Bakstykki: F'.tjið upp 151 og 163 1. ' prjóna nr 21-. og prjónið garða- p - ; ■ i G unif 3 garðar Takið prjóna nr 3 og prj. sléttprj. Eftir 2 sm er prjónaður íitill mynzturbekkur. sjá mvnd. Eftir 5 sm er tekin úr 1 1. i hvorri hlið rneð 2’é sm millibill, 7 sinnum. Þegar komnir eru 23 og 25 sm, er lykkjunum skipt i tvennt og önnur hliðin prjónuð fyrst. Eftir 24 og 26 sm, er íellt af fyrri handveg, fyrst. 5 1 , síðan 1 1. í annarri hverri um- ferð, 7 sinnum. —. Eftir 28 og 30 sm er tekið úr með jöfnu millibili i einni umferð, bar til lykkjurnar verða 42 og 45. í næstu umferð er felll af. Hin bliðin prjónast eins, en á mót- stæðan hátt. Framstykki: Fitjið upp, prjónið eins og bakstykkið, en skiptið bví ekki i tvennt. Takið úr þannig, að lykkj- urnat' verði 84 og 90 á prjóninum. Þá er felit. af. Axlarstykki: Fitjið upp 151 og 163 Ivkkjur á prjóna nr. 2% og prjónið garðaprjón 6 umf. eða 3 garða. Skiptið tim-og takið prjóna nr. 3 og prjónið sléttprjón, aukið út 18 lykkjur með jöfnu millibili yfir fyrstu umferð. Eftir 2 umferðir er prjónaður mynzturbekkur, sjá mynd. 1 fyrstu umferð eftir mynzturbekkinn, eru teknar úr 20 1. með jöfnu millibili. í næstu umferð frá réttu, er tekið úr fyrir öxlum þannig: prjónið 33 og 36 1. sléttprjón, 2 1. sl. saman, 1 1. tekin óprjónuð, næsta lykkja prjón uð og óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá prjónuðu. Prjónið 75 og 81 1. sléttprj., 2 1. sl. og aftur 1 1. tekin óprj., næsta 1 prj. og óprj. 1. steypt yfir þá prjónuðu. Prjónið 33 og 36 1. sl. Endurtakið nú þessar úrtökur á öxlunum og lát.ið þær standast á. Þær eru gerðar í 4. hverri umferð 2 sinnum og síðan i annarri hverri um- ferð alla leið upp, takið úr jafnhiiða þessum úrtökúm 16 1. með jöfnu millibili í einni umferð, þegar stykkið er 4 og 41- sni og aftur, þegar stykk- ið er 5 og 6 sm og 6 og 7 s n. Látið ekki úrtökur koma íyrir úrt. í fyrri umf., látið þær heldur koma á milli þeirra. Eftir 7 og S sm er skipt um prj. og teknu' prj nr. 2% og prjónuð hálslíning, tekið er úr með jöfnu millibili í einni umf., þar til 1. eru 68 og 68. Prjönið þá garðaprjón 6 umf. Fratnhald á bls. 31. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.