Vikan


Vikan - 26.01.1961, Page 22

Vikan - 26.01.1961, Page 22
FORSAGA Barbara Crosby hefur nýlega misst móöur sína og eftir fyrirmœl- ur,i hennar er liún nú á leiö til HlégarÖa viö Álsvík. Þegar ftangaö lcemur finnst henni eins og hún liafi veriö ftarna áöur. Þar kemst hún einnig aö raun um, aö frú Ceorgína Temperly, sem móöir hennar haföi talaö um í bréfinu er látin, en Denisa Temperly frænka 'Hiennar hefur tekiö við eignum hennar. Einnig er þarna Robert Soames, lögfrœöingur, sem hefur uggvœnleg áhrif á Barböru þrátt. fyrir dónaskap og frekju. Þau Denísa og Robert lcomast aö því aö Barbara er hinn réti erfingi og Robert tekur til sinna ráöa til aö hjálpa Denísu og falsar sannanirnar, þannig aö Barbara heldur aö hún sé ofsótt. Hún veröur um kyrrt aö Hlégöröum, og vinnur á skrifstófu Júlí- ans, jafnframt veröur hún ástfangin af honum, en JtaÖ er Denísa líka Einn daginn þýtur byssukúla framhjá lienni í slcóginum. Júlían huggar hana meö því aö þaö hafi veriö veiöiþjófar, en þaö kem- ur í Ijós að þetta var árás. Þau Denisa og Róbert trúlofa sig og þó viröist Denísa ekki allskostar ánægö. Frú Padgett segir Barböru frá einhverjum gráklœddum manni, sem þarna sveimi um og Bar bara kemst aö raun um að Júlían endurgeldur ást hennar. Róbert vinur jafnt og þétt aö því aö skjóta Barböru skelk í bringu og gengur síöast svo langt aö hann gerir á Jienni morötilraun. Sam- kvæmt ósk Densíu lætur liann Júlían i friöi, en gegn Jtyí aö luinn fái að minnsta kosti helmings arfsins, þó aö hann veröi að sjá af henni, enda eru peningarnir hans aöalkeppikefli. ,.Nú sem stendur gera Jtau aöra moröt’lraun á Barböru, en hún m.isteicst einnig. Þau Densía og Róbert slíta trú- lofun sinni og Densía gerir allt sem hún getur til aö spilla á mdli Barböru og Jultans. En meö Ró- berti Jtróast slungin áform. hann gerir sér Ijóst aö Rarbara er fullt eins falleg og Dentsa og á- gætis efniviöur .... I spegli fyrir ofan ritvélina sá hún Júlían sitja a8 vinnu sinni við skrifborðið. Denísa hafði sagt, að hann væri eigingjarn og óáreiðanlegur. Án þess að nefna nafn hans hafði hún sagt það nægi- lega berum orðum, að hann hefði stigið í vænginn við hana ekki alls fyrir löngu, en síðan snúið sér að annarri stúlku. Hann hafði líka verið þögull um vináttu þeirra nema frá æskuárum. Barbara stóð sig að því að skoða hann í nýju Ijósi og leita eftir einhverju, sem hún vonaðist til að finna ekki. Hann var að sjá þreyttur og gramur, þar sem hann sat yfir skjölum sinum. En þó bar hann ekki svip þess manns, sem ekki væri unnt að reiða sig á. Hann leit upp og hleypti í brýnnar. — Ég þyrfti að fara út tii skógarhöggvaranna og tala við þá um hitt og annað, en ég þori varla að fara frá þér. — Það er nú hlægilegt, Júlían, andmælti hún. Þú verður að gæta þinna starfa, og ég skal gæta minna. — Það lítur ekki út fyrir, að Róbert finnist ég gæta þín sómasamlega. — Já, en það gerir þú samt, elskan mín! Þú ert dásamlegur! — Nei, ég er það ekki. Ég sagðist ætla að lúta hættuna ganga jafnt yfir okkur bæði, en ef ég væri dásamlegur, hefði ég sannarlega átt að sjá um að útrýma allri hættu! En hvað sem um það er, þá ætla ég að skreppa stundarkorn frá. Hann gekk til Barböru og kyssti hana. Ekki meg- um við heldur loka Þig inni í búri, finnst mér? Hún fylgdi honum með augunum, er hann fór, og fannst hún allt í einu léttari í skapi. Þegar hún var að laga til á skrifborðinu, heyrði hún til Róberts og hrökk við. — Hvernig gengur, Barbara? Hann kom inn, — hávaxinn, ljóshærður og snyrtilega klæddur eins og ávallt. Eg er á leið til skrifstofu minnar i Álsvik og fannst ég mega til með að líta inn og sjá, hvernig gengi hjá ykkur. Hvar er Júlían? — Hann fór út að finna skógarhöggvara, svar- aði hún létt í máli. Hann getur ekki verið alltaf hjá mér, Róbert. — Nei, auðvitað ekki, ■— enda er líka hugsan- legt, að hættan sé liðin hjá. — Heldurðu Það í raun og veru? spurði hún óróleg. Ertu ekki bara að telja mér trú um það? — Nei,í rauninni geri ég ráð fyrir því, en auð- vitað er sjálfsagt að fara varlega. Talið barst nú að trúlofunarslitum þeirra Denísu, og leið ekki á löngu, áður en Júlían bærist í tal. Róbert varð þess vís, að Denísa hafði látið Barböru ráða I tilfinningar sínar til Júlíans, —- án efa í þeirri von, að hún afsalaði sér honum af þakklátssemi. Það mundi koma honum sjálfum prýðilega, en hann hafði enga trú á, að Barbara gerði það. Hún var gædd sterkari skapgerð og heilbrigðari skynsemi en svo. — Ég skal segja Þér nokkuð i trúnaði, mælti hann. Ég er þessu að vísu ekki nákunnugur, þar sem ég hef ekki verði trúnaðarmaður Denísu leng- ur en siðan frænka hennar veiktist. Frú Temper- ley sagði mér, að Denísa væri ástfangin af Júlían, en sér litist ekki á hann sjálfri. Hún lét enga ástæðu uppi fyrir því. Hann hvarf á burt og lét ekki sjá sig aftur fyrr en eftir lát hennar. Þá bað hann Denísu um bústjórastöðuna. Ég er hræddur um, að ég hafi ráðið henni til að hafna honum. — Hvers vegna? — Ég gerði honum mjög rangt til. Ég hugði, að hann sæktist eftir henni vegna eigna þeirra, sem hún hafði erft. Þar hefur mér bersýnilega ■skjátlazt, því að hann hefur fest ást á þér. Barbara var ekki viss um, hvað hún ætti að segja við þessu Hún óskaði þess, að hún vissi, hvers vegna frú Temperley hafði horn í síðu Júlíans og hví svo heiðvirður maður sem Róbert hafði tortryggt hann. — Ég þakka þér fyrir að segja mér frá þessu, sagði hún dauf í bragði. —■ Ég er vinur þinn. Ég á bágt með að sjá þig óhamingjusama — eða óttaslegna. Þar sem Júlían hefur sjáanlega lítið hirt um það, hef ég leyft mér að hefja nokkrar eftirgrennslanir á eigin spýtur, sem veitt gætu vitneskju um óvini þína. —- Hvers konar eftirgrennslanir? spurði hún áköf. —■ Við vitum um tvær persónur, sem eru riðnar við leyndarmálið, móður þína og frú Temperley. Ég hef rannsakað málið á þá hiið, er veit að Temperleysættinni, án þess að verða nokkurs vísari. Nú ætla ég að reyna á hina hlið. — Móður minnar? Já, en ... — Þú sagðir, að hún hefði verið undarleg kona og aldrei rætt um fortíð sína. Þá fortíð verðum við að rannsaka, Barbara, ef þér á að vera borgið. En maður veit aldrei, hvað I ljós kann að koma, því er bezt að gera það ekki uppskátt fyrst um sinn. Láttu það aðeins vera leyndarmál okkar á milli. — Ég veit ekki, hvernig ég fæ þakkað þér alla þessa fyrirhöfn ... — Það er skylda mín sem lögfræðings og for- réttindi mín sem vinar. Hann brosti hlýlega til hennar. En nú verð ég að fara. Barbara sat eftir og hafði nóg um að hugsa. Hún var sokkin niður í Það, þegar Júlían kom aftur. — Hefur nokkur komið? Hann settist niður til að undirrita nokkur bréf. —• Róbert leit inn. Veiztu, að þau eru búin að slíta trúlofun sinni? Denisa hefur sagt honum upp. — Þar var henni vorkunn. Júlian leit ekki upp. Ég hef aldrei getað skilið, hvað hún sá við þann mann, og ef ég á að segja eins og er, Þá held ég, að hann hafi meiri áhuga á peningum hennar en stúlkunni sjálfri. — Það getur ekki verið, svaraði Barbara áköf. Það hlýtur að vera önnur ástæða. Þú, sem hefur þekkt hana svo lengi, Júlían, — heldurðu, að það sé einhver annar? — Ég er ráðsmaður hennar, en ekki trúnaðar- vinur! svaraði Júlían önuglega. — Vertu nú ekki svona afundinn! Þú hefur sjálf- ur verið ástfanginn af henni, er ekki svo? Ég á við, — æskuunnusti ... — Það er svo óralangt síðan, að ég er búinn að gleyma því. — Og þú hefur ekki verið ástfanginn síðan? — Ef þú ferð að rifja upp fortíð mína, svo falleg sem hún er, verð ég svei mér að fá að vita um þína líka, mælti hann og hló. Þegar ég var strákur, varð ég skotinn í fjórum stelpum, að minnsta kosti, en það var ekkert alvarlegt. Svona er það nú. Hún féll í faðm hans. — Fyrirgefðu, Júlían. Ég er bara svo óstyrk og undarleg enn þá. — Ég veit það, og þá verðum við líka að gera eitthvað við því. Fyrst við erum að tala um for- tíðina, heldurðu þá ekki, að við gætum rakið þessar ógnanir til einhvers úr lifi móður þinnar? Það gæti ég reynt að rannsaka. Það hafði Róbert þegar tekið að sér og hafði beðið hana að halda því leyndu. — Láttu það eiga sig að sinni, flýtti hún sér að segja. Róbert hygg- ur. að hættan geti verið liðin hjá. — Þú treystir mikið á skoðanir hans? rumdi í Júlían. Barbara kyssti hann og sléttaði úr hrukkunum á enni hans. Að tortryggja hann var jafnmikil fjarstæða og vanþakklæti sem að óttast það, er hana kynni að henda. Hann var fær um að gæta hennar, og Róbert gat fundið, hvað það var, sem yfir henni vofði. Síðla næsta dag gekk lögfræðingurinn upp að Hlégörðum og var harðánægður með eftirtekju dagsins. Hann hafði sem sé gert Barböru ruglaða og ráðvillta með þvi að segja henni, að María Crosbý væri ekki móðir hennar. Annað haíði hann ekki látið uppi. Til að ná sem mestum áhrifum varð hann að segja aðra eins sögu i mörgum áföng- um. Næsti kafli mundi fá enn meir á hana en hinn fyrsti. En fyrst ætlaði hann að gera Denísu smágrikk með því að segja henni að Barbara hefði komist að því sjálf að hún væri ekki dóttir Maríu Crosbý. Og með því að spyrjast fyrir í Somerset Hosuse í Lundúnum gæti hún fengið vitneskju um, að Ge- orgína Temperley hefði átt dóttur að náfni Bar- bara. Þegar Denisa hafði fengið þessa frétt, leit hún á Róbert, föl og óttaslegin. — Það má aldrei verða! Þú ert bara að reyna að hræða mig! hróp- aði hún. — Blessuð vertu, ef þú heldur það, þá ... Hann gekk til dyra, en hún kallaði á hann. — Af hverju hefur hún ekki sagt mér frá þessu? VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.