Vikan


Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 29
Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða VVHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . petta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. Petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á pað. Hvítt iyrir venjulegt hár — Blátt fyrir purrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Sími 11275. Kapphlaupið um Norðurpólinn Framhald af bls. 11. sen, sem varð vinur hans ævilangt. Framlag hans i belgiska leiðangr- inum var svo framúrskarandi, að ekkert af því, sem seinna skeði, gat skert virðingu Amundsen fyrir hon- um, þó Amundsen legði ekki trúnað á að hann hefði komizt á Norður- lieimskautið. Þegar skipið „Belgica“ lá innifrosið i ísnum, segir Amund sen að Coolr hafi verið sá eini af þeim, sem aldrei gaf upp alla von. Hann var þeirra hugrakkastur og bjartsýnastur og var ávallt vin- gjarnlegur við alla. Hugkvæmni hans átti sér engin takmörk, og ef hans hefði ekki notið við, hefðu, að öllum líkindum, örlög leiðangursins orðið allt önnur. Það var þvi ekki að undra, að hann hafði áunnið sér virðingu og þakklæti Amundsens. En það, að Amundsen skyldi ekki l>reyta um skoðun slðar meir, sýnir vel skapferli Amundsens. Þess vegna var það enn þá sárgrætilegra, að Cook skyldi ekki halda betur á mál- unum en raun varð á seinna. 1901 var Cook aftur skipslæknir i lciðangri Pearys og 1903 og 1906 var hann foringi fyrsta og annars Mount McKinley leiðangranna. í annarri þeirri ferð kleif hann, að eigin sögn, Mount McKinley, og varð hann fyrstur manna til þess. Eftir heimskautaleiðangurinn var þessi frásögn athuguð nánar og ekki tek- in trúanleg. Árið 1907 fór hann svo norður til Grænlands með það mark- mið að komast á Norðurheim- skautið, en án nokkurra áætlana um, hvernig hann ætti að fara að þvi. Það var furðulegt að hann skyldi velja Thomas Hubbardhöfða til að leggja upp frá, þvi með þvi móti varð hann að vera langan tima án þess að hafa nýtt kjöt og varð að hafa meiri birgðir með sér. Þar að auki varð liann að flytja allt frá Bandaríkjunum þennan langa veg og eyða meiru af birgðunum en ef hann liefði valið heppilegri og ná- lægari stað til að leggja af stað frá, sem hefði átt að vera hægðarleikur. Saga Cooks valdi stórkostlega at- hygli og umtal. Koma lians til Kaup- mannaliafnar var stórviðburður og það var tekið á móti honum eins og hetju. En hann gat ekki lagt fram neinar sannanir fyrir því, að hann befði komizt á skautið, en sagði að ferðadagbækur sínar kæmu seinna. Nokkrum dögum eftir að Cook kom til Kaupmannahafnar og þegar hátiðahöldin stóðu sem hæst, kom Peary tit Indiánahafnar í Labrad- or. Þaðan sendi liann stutt en ör- lagaríkt sfmskeyti til Peary-heim- skautafélagsins: „Komst á heim- skautið. Skipið „Roosevelt“ heilt. Peary.“ Vegna bilunar á móttökustöðinni í Indiánahöfn fékk Peary ekki fyrr en 8. september fréttir af þvi, sem var að gerast úti í heimi vegna frá- ’sagnar Cooks. Sama dag fór allt í bál og brand vegna simskeyt- is Pearys til United Press: „Það er ekki rétt að taka sögu Cooks trú- anlega. Tveir Eskimóar, sem voru með honuiu, segja að hann hafi ekki farið langt í norður og aldrei horfið sjónum manna í landi, og aðrir Eskimóar taka í sama streng.“ Að öllum líkindum gerði Peary sjálfur sér ekki ljóst, hvaða ófriðar- öldur ]>etta mundi leiða af sér, öld- ur, sem ekki hefur lægt enn í dag. Cook hafði betri aðstöðu, þar sem hann hafði orðið fyrri til að til- kynna sinn fund, og segja má, að betra hefði verið fyrir Peary að sýna dálítið meiri varkárni. En það er vel skiljanlegt, að hann liafi verið of hneykslaður til að fara varlega i sakirnar. En skynsam- legra hefði verið, ef hann hefði beðið með mótmælin þangað til hann kom heim og látið þá einhverja opinl>era aðila hafa um það for- göngu. Það liefði ekki komið eins miklu róti á hugi manna. Þó að allir gætu vel unnt Peary þess að verða fyrstur á Norðurheimskaut- ið, eftir allt sem hann hafði lagt á sig til að ná þvi marki, vakti framkoma hans andúð um allan heim. Það var eins og honum fynd- ist heimskautið vera sín einkaeign og enginn annar ætti þangað crindi. Samúð fólks var þvi i fyrstu hjá Cook. Öðru megin var um að ræða næstum óþekktan lækni, sem ró- legur og aleinn hafði boðið ísbreið- um norðursins byrginn og hafði svo tilkynnt þetta á hógværan hátt einu ári seinna. Það var óhjákvæmilegt að þetta örvaði imyndunarafl fólks- ins og vekti aðdáun þess. Á hinn bóginn var Commander Peary, frægur fyrir hinar mörgu ferðir sín- ar. Sjálfur forseti Bandarikjanna Tlieodor Boosevelt, hafði kvatt hann mcð mikilli viðhöfn þegar hann lagði af stað á skipi, sem bar nafn forsetans. Hann hafði haft marga hjálparmenn og mikinn út- búnað til þess að sigrast á erfiðleik- nnum við að komast á heimskautið. t meðvitund fólksins var Cook lítil- magninn, og hafa margir efalaust tekið málstað hans af þeim sökum. Cook notaði timann vel. Strax og hann lcom til Bandaríkjanna fór hann í fyrirlestraferð og skrifaði um ferð sína. Dagbækurnar ætlaði hann að senda til háskólans í Kaup- mannahöfn strax og þær bærust honum í hendur. Hann hafði skilið þær og öll tæki sín eftir i vörzlu Harrys Whitney, en það var bandarískur veiðimaður, sem hann hafði liitt á Grænlandi, áður en hann fór sjálfur til Kaupmannahafnar. En Peary hafði neitað Whitney, sem tók sér far með honum, um að taka farangur Cooks og var liann því skilinn eftir á Etah. Þetta varð ekki til þess að auka vinsældir Pearys. Iiann hafði áður komið fram á svip- aðan hátt, þegar hann neitaði Otto Sverdrup að taka af honum póst og skjöl frá Smith Sound. Þegar Whitney kom til New York, neitaði hann að hafa geymt nokkur skjöl fyrir Cook, aðeins tæki hans. Cook svaraði, að þetta breytti engu, þvi hann ætti afrit af þeim. Eftir heimkomuna hélt Peary til heimilis síns í Maine og beið þar eftir niðurstöðum ýmissa rann- sóknarnefnda og þar til þær lægju fyrir neitaði liann að taka á móti viðurkenningu. Tíminn leið og loks um haustið 1909 sendi Cook skjöl sín til Kaup- mannahafnar til athugunar. Nið- urstöður rannsóknarnefndarinnar voru þær, að þessi skjöl sönnuðu bað á engan hátt að Cook hefði komizt á heimskautið. Knud Ras- mussen, sem i byrjun hafði stutt Cook, sagði, að eftir að hann hefði séð athuganir Cooks, hefði sér skil- izt, að jietta var reginhneyksli. Peary fékk aftur á móti sín gögn viðurkennd að fullu af Félagi land- könnuða (Explorers, Club) og Landfræðifél. Bandarikjanna (Roy- al Geographic Society). Þetta nægði samt ekki til þess að jafna deil- urnar. Komst Peary i raun og veru á heimskautið? Hann var meira en fimmtíu ára, ekki lengur maður á bezta aldri, hann hafði kalið og misst við það átta tær, og hann hafði farið þetta á svo skömmum tfma, að það varð til þess, að orð hans voru dregin i efa. En þrátt fyrir aldur sinn var Peary enn í fullu fjöri, þótt örkuml hans liæðu honum að sjálfsögðu eitt- hvað. Ég talaði einu sinni við Knud Rasmussen um þær vegalengdir, sem Peary fór á dag, og sagði hann að þær væru mjög eðlilegar við góðar aðstæður. Hann sagði að Peary hefði verið mjög heppinn með veð- ur á ferð sinni og ísinn hefði verið greiðfær. En eins og kunnugt er breytist hann ár frá ári. f mai 1949 flaug ég frá hcimskautinu suður yfir lil Columhiuhöfða. U. ]). b. 30 mil ur frá heimskautinu og suður úr var isinn svo sléttur og laus við sprungur, að það hefði auðveldlega verið hægt að aka alla leiðina á skriðdreka eða svipuðu farartæki og meira að segja með töluverðum liraða. Þar að auki má spyrja: Hvaða áhuga gat Peary haft fyrir þvi, að leggja i allan þennan dýra og fyrir- hafnarmikla undirbúning og fara svo ekki lengra en á 87° 47‘, en það var endastöð Bartletts, og setjast þar fyrir i ró og næði f nokkra sól- arhringa og látast svo hafa farið á heimskautið? Þessi síðasti spölur var aðeins smámunir einir hjá öllu bvi sem á undan var gengið. Ef á befði þurft að halda hefði hann getað verið lengur á leiðinni, því það hefði engu breytt fyrir Peary, sem hafði nóg af vistum og öllum útbúnaði. „Ég veit það að Peary komst á Framhald á bls. 31. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.