Vikan


Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 26.01.1961, Blaðsíða 3
Biðstofuhreinlæti Grímur ræðir um óhreinu blöðin á bið stofunum í bréfi til Póstsins leggjum þér að vera lesandi áfram og sjá hvað setur. Formúla fyrir metsölu Kæri Póstur minn. Segðu mér eitt i hreinskilni: Er nóg að vera um eða innan við tvítugt og setjast niður og skrifa skáldsögu? Verður það metsölubók? Eva. P. S. Hvernig er skriftin? Ekki er ég alveg viss um það, en nokkrar líkur virðast benda til þess. — Skriftin er liðleg, en með óþarfa tilgerðarhnútum. Bíladella Kæra Vika! Fyrir hvað standa stafirnir G.M.C. (á bila- tegundinni) ? Það er strákur, sem segir að það séu upphafsstafirnir i nafninu á eldra bróðir hans Chevrolet, sem fann upp Chevrolet bílinn. Er það ekki bara vitleysa? Maggi. Jú, Maggi minn, það er alger vitleysa. G.M. er skammstöfun á heiti verksmiðjunnar, sem framleiðir m. a. Chevrolet, hún heitir General Motors. C. stendur fyrir Car, sem þýðir bíll. G.M.C. þýðir því bíll frá General Motors. Ráðdeild Til Vikunnar, Reykjavík. Mig langar til þess að mega segja lesendum þínum smá viðreisnarsögu. Hún er um það, hvernig fánýtt og furðulegt rusl er flutt inn til landsins, án tillits til þurfta og gjaldeyriseyðslu. Sem dæmi má taka, að skömmu fyrir jólin fór kona mín út í búð, og spurði um verð á stífu undirpilsi, sem hana vanhagaði um. Komið var með laglegt pils, með svampi innst, tjulli utan um og blúndu á neðri kanti. Pilsið var innflutt, og verðið — 525 kr. ! Þar sem mín kona er nú með skynsamari kon- um, hætti hún við að kaupa pilsið, en keypti sér í staðinn svamp, tjull og blúndur. Svo settist hún við saumavélina, og áður en langt um leið var hún komin í reglulega fallegt, stíft undir- pils. Efniskoslnaðurinn var tæpar 150 kr. vinnan var 1—2 tímar. — Væri þetta ekki atvinnuvegur fyrir nokkrar framtakssamar konur, að taka til við sauin á svona löguðu og öðru, sem flutt er inn fyrir rándýran gjaldeyri en hægt er að fá efnið i fyrir mun minni gjaldeyri? H. H. \ Ég óska þér til hamingju með svona ráð- deildarsama konu, og víst væri þetta athug- andi. Við verðum að beita öllum tiltækum ráðum til þess að spara gjaldeyri og auka vinnuna í landinu — eða það er mitt álit. Bjórinn á dagskrá Mér finnst furðulegt, að nokkur maður skuli láta sér detta í hug að vera á móti því að hér verði farið að framleiða og selja sterkan bjór, þegar hann á nú ekki einu sinni að vera nema 3,5%. Mér finnst það vera alveg eins og tóbaks- einkasata ríkisins mætti selja mariuana og ó- pium og þess háttar en mætti ekki selja síga- rettur og píputóbak. Ég er alveg á sama máli og Helgi Sæm í einhverri Vikunni ura daginn. Með þeirri grein sýndi hann það, sem reyndar mátti vera lýðnum ljóst áður, að hann er með skynsamari körlum þessa lands. B. Jór. Egi er því að leyna, að ég er á sama máli, kunningi. Grein Helga var góð. Mér hafa bor- izt fleiri bréf um þetta málefni, og hafa þau öll tekið sömu afstöðu. Hér á eftir fer annað, sem er mjög líkt efnislega séð: Meiri bjór Pósturinn, Vikunni. Mér þykir merkilegt, að það skuli þurfa langa umhugsun og deilur til þess að leyfa okkur ís- lendingum að brugga og drekka almennilegan bjór, í staðinn fyrir þetta bragðlausa gutl, sem okkur er skammtað eins og skítur úr hnefa. — Ef bjórfrumvarpið fæst ekki í gegn, er ég viss um að næsta skrefið í „framfaraátt" hjá þess- um hérumbil úcdauðu bindindispostulum okkar verður að banna apótekunum að selja aspirín! T. K. PRENTSMIÖJAN — SIMAU: 35320, 35321, 35322, 35323 tnh VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.