Vikan


Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 09.03.1961, Blaðsíða 4
— Samtal frá Venning. Gerið svo vel! Hinar fáu sekúndur, sem liðu, með- an stöðin var að gefa samband, voru nær þvi óþolandi. Hún kreisti símtólið með skjálf- andi hendi og dró andann stutt og óreglulega. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa gerzt, — eitthvað viðkom- andi Önnu. — Halló! — Loksins. Hún þekkti rödd Markúsar bónda. — Gott kvöld, frú Dóra. Mér þykir það mjög leiðinlegt, en ... þér verðið að koma hingað upp eftir undireins. Litla dóttir yðar hefur orðið fyrir slysi. — Nautið slapp út fyrir hálf- tíma, einmitt þegar Anna var að koma heim frá hlutaveltu í samkomu- húsinu, og réðst á hana. Þér verðið að koma undireins, frú Dóra. Henni liður mjög illa, og hún kallar stöð- ugt á yður. Frú Dóra hélt niðri i sér andanum og hlustaði. Eitt enn, frú Dóra. Takið lækni með yður. Gamli héraðslæknirinn er að vísu á leiðinni hingað, en hann þarf að fara í sjúkravitjun á eftir, svo að hann getur ekki verið hjá Önnu. Flýtið þér yður nú! — Ég kem, snökti hún. — Eg verð komin eftir hálftima. Hún skellti á og hringdi þegar aftur. Hálfri mínútu síðar hafði hún náð sambandi við heimiilslækni sinn, Martein. — Sjálfsagt, frú Dóra. Eg skal koma með yður. Ég verð tilbúinn eftir augnablik Verið þér sælar. Hún greip töskuna sína og bíllykl- ana, smeygði sér I kápu og fór út úr íbúðinni. Hún hljóp að bílskúrn- um, reif hurðirnar upp á gátt og ræsti vélina. Um leið og hún beygði hinum stóra og þunga vagni út á regnvota götuna, fékk hún óljóst hugboð um, að hún væri ekki ein í bílnum. Hún sneri sér við í sætinu og hrökk við. 1 aftursæti bílsins, úti í einu horn- inu og með andlitið hálfhulið myrkri, sat afar vel klæddur ungur maður með vindling milli fingranna. Hún renndi bilnum upp að gangstéttinni og stöðvaði hann. — Hver eruð þér eiginlega? spurði hún, — og hvað eruð þér að gera I bílnum mínum? — Jæja-þá, sagði ungi maðurinn undrandi og lyfti höfði. — Þér getið þá séð mig. — Haldið þér, að ég sé blind eða hvað? spurði hún hörkulega. — Ot með yður. Þetta er engin leigubifreið. Ungi maðurinn sat sem fastast og sló öskuna af vindlingnum hinn ró- legasti. — Svo að þér getið séð mig, sagði hann aftur. —Annað eins hef- ur ekki komið fyrir mig áður. — Viljið þér nú gera svo vel að fara, endurtók hún. — Annars kalla ég á lögregluþjón mér til hjálpar. Ungi maðurinn sýndi ekkert farar- snið á sér, heldur vafði svörtum möttlinum þéttar um sig og fékk sér reyk. Hann var í svörtum alklæðnaði, með óvanalega fölt andlit, næstum þvi skjannahvítt, með tveimur dimm- um, innstæðum augum og þunnum, blóðlausum vörum. Og þrátt fyrir hið fíngerða og vingjarnlega bros, sem lék um varir hans, var eitthvað djöf- ullegt við hið hæga, en ákveðna íát- bragð hans, þegar hann benti fram eftir veginum og sagði: — Akið áfram, frú. Tíminn er dýrmætur. — Heyrið þér, hvað ég segi? sagði hún reiðilega. — Þetta er ekki leigu- bifreið, sem ekur fólki hingað og þangað. Aftur kom þetta daufa bros og aft- ur þessi skipandi bending. — Eyðið þér nú ekki tímanum til einskis, frú. Það er löng leið til Venning! Hún kipptist við og fölnaði, og hún fann, hvernig kaldur svitinn rann niður eftir baki hennar. — Hvernig vitið þér, að ég ætla til Venning? spurði hún. — Hver eruð þér? — Ég er Dauðinn! sagði ungi mað- urinn rólega. Hann rannsakaði hinn undrandi svip hennar og fann, að hún trúði ekki sínum eigin eyrum. Hann hló stuttum, hásum hlátri, sem varla virtist mannlegur. :— Já, frú. Yður misheyrðist ekki. Ég er Dauðinn! Hún varð sem steini lostinn. — Jæja þá, hugsaði hún. Maðurinn er þá vitlaus. Hún sneri sér snöggt fram í sætinu og ók að næsta götuhorni, þar sem hún sá til ferða lögreglu- þjóns. Um leið og hún kom að horn- inu, hemlaði hún snögglega og stökk út úr bifreiðinni og út á blauta gang- stéttina. — Lögregluþjónn! hrópaði hún og benti aftur í bílinn. — Viljið þér ekki tala við þennan unga herra hérna? Hann hefur setzt að í biln- um mínum og neitar að fara úr honum. Lögregluþjónninn gekk upp að bílnum, opnaði afturhurðina og stóð svolitla stund ráðvilltur og litaðist um í bílnum. — Um hvaða mann eruð þér eiginlega að tala, frú? Bíllinn er alveg tómur. Hann hefur ef til vill hlaupizt á brott? — Guð hjálpi yður, maður! sagði hún óþolinmóð. — Eruð þér blindur eða hvað? Þarna situr hann í sæt- inu beint fyrir framan yður. Lögregluþjónninn gaut augunum aftur inn í vagninn. Því næst rétti hann hranalega úr sér og var auð- sjáanlega misboðið. — Þetta er heimskulegt gaman, frú, sagði hann snúðugt, og með fíausturslegri her- mannakveðju gekk hann burtu. Hún stóð aflvana og með grátstaf- inn í kverkunum, meðan ískalt regn- ið seitlaði úr hári hennar niður í hálsmálið. Og einhvers staðar út úr myrkrinu heyrði hún fjarlægt berg- málið af sársaukafullum gráti önnu litlu. Hún harkaði af sér, steig aftur upp í bílinn og ók af stað. ---------hef aldrei hitt annan eins lögregluþjón, sagði hún. Þér verðið að hafa lögregluþjón- inn afsakaðan, frú, svaraði ungi maðurinn. — Sendiboðar dauðans eru aldrei sjáanlegir mannlegum augum. — Vitlaus, hugsaði hún, — snar- vitlaus. — Já, en ég get bæði séð yður og heyrt til yðar. —- Ég hef einmitt verið að brjóta heilann um það, sagði ungi maður- inn, — og skil hreint ekkert í því. Ég hef aldrei komizt í annað eins. Manneskja, sem getur séð mig! Það skil ég ekki. Hornhúsið á Aðalgötu seig fram úr myrkrinu, og gegnum móðu fram- rúðunnar sá hún Martein lækni bíða á vegbrúninni með sína töskuna í hvorri hendi. Henni létti. Loks get ég komið þessum kjána út úr bílnum, hugsaði hún. Marteinn læknir mun áreiðanlega hjálpa mér. Hún hægði ferðina, stöðvaði bíl- inn og kveikti loftljósið. Um leið var hurðinni hrundið upp, og læknirinn steig upp í bilinn og settist við hlið hennar. Gott kvöld. Læknirinn setti töskur sínar á gólfið bak við stólbakið og fleygði hattinum í aftursætið. —• Já. Þetta var sorglegt með hana önnu litlu. Við skulum flýta okkur af stað og sjá, hvað ég get gert fyrir hana. — Læknir! sagði hún og var mikið niðri fyrir, sneri sér við i sætinu og benti aftur fyrir, — þessi maður þarna ...“ Hún þagnaði snögglega. Læknirinn hafði snúið sér við og litið aftur í vagninn, en það var sami undrunarsvipurinn á andliti hans og á lögregluþjóninum fyrir tveimur minútum. Það greip hana ofsaleg hræðsla. Marteinn læknir hafði ekki heldur séð svartklædda unga mann- Dóltir hennar haíði slasast og hún þurfti að flýta sér henni til hjálpar. Hún ræsti bílinn en um leið og hún beygði honum út á götuna sá hún manninn sem sat í aftursætinu. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.