Vikan - 09.03.1961, Qupperneq 23
& leið hátt upp í himingeim-
inn. | ' 1 | 1 !• |)
Palli litli andvarpaði. Aleinn aft-
ur. Stjarnan hafSi alltaf svona mik-
iS aS gera, það hlaut að vera dá-
lítið erfitt. Á næturnar varð hún
að vera uppi á himninum, og á dag-
inn varð hún að vera hér og þar
til að hjálpa. Mikið mátti hann
þakka fyrir þá hjálp, sem hann
fékk. En það reið líka á að hjálpa
sér sjálfur. Hann varð að finna eitt-
hvað til að hafa ofan af fyrir sér,
þangað til stjörnublaðið byrjaði
eftir einn tíma.
Finna upp á einhverju, — það
var hægara sagt en gert. En allt
í einu fékk hann góSa hugmynd.
Han ætlaði að búa til hundruð snjó-
bolta, svo að hann hefði eitthvað
til að verja sig með, ef tröllkarl-
inn kæmi fram á sjónarsviðið.
En hvernig átti hann að geyma
þá? Hann gat ekki haft þá inni í
húsinu. Þar mimdu þeir bráðna, og
það var ómögulegt að fá þá til að
liggja á greinum trésins. ÞaS voru
engin önnur ráð en búa til stórt
hengirúm á milli fjögurra greina.
Iiann tók eina gólfmottuna, það
gerði ekkert til, þvi að snjórinn var
alveg lireinn.
Þá var það gert, mottan var vel
fest á milli fjögurra greina. Síðan
byrjaði hann að hnoða boltana.
Öðru hverju varð hann að fara inn
til að hlýja sér á höndunum, en
brátt voru komnir níutiu og tveir
snjóboltar i hengirúmið. Þá hætti
hann, því að ekki leit út fyrir, að
pláss væri fyrir meira. Nú gat tröll-
karlinn komið, ef hann vildi, og
Palli horfði stoltur á verk sitt. En
skyndilega stökk hann inn. Stjörnu-
blaðiS, — þvi mátti hann ekki
gleyma. Hann náði i gleraugun i
flýti á bak við sófapúðann. Svo
setti hann þau á sig og gekk inn
og stillti stjörnukikinn. Það var
kominn timi til þess, þvi að stjörn-
urnar voru nýbúnar að skrifa:
Stjörnublaðið — kvöldblað.
Pálli litli prins, fæddur undir
krabbamerJcinu, er í mikilli hættu.
1 kvöld verður fiann gœta sín sér-
staklega á tveimur skógarhöggsmönn-
um, sem greinilega reyna að komast
niður um reykháfinn í nótt. Hann
má ekki taka á móti neinum. Hvað
skógarhöggsmennirnir œtla að gera,
er enn þá dálítið óskýrt. Prinsinn
verður sjálfur að komast að raun
um það. En munið, að hann verður
að vera vel á verði. Það er á næt-
urnar, sem tröllkarlinn og nornin
eru hættulegust . . .
Hættulegast, já, — meira gat hann
ekki lesið, því að nú heyrði liann
eitthvert einkennilegt hljóð neðan
frá rótum eikitrésins. Ilann tók af
sér gleraugun og lagði þau aftur
undir púðann.
Þetta var skritið, það var eins og
húsið hristist. Varlega opnaði Palli
hurðina og gægðist niður. Hamingj-
an góða! Hann fann, að hjartað
hætti að slá. Skógarhöggsmennirnir
voru komnir, og þeir voru byrjaðir
að saga niður eikitréð.
Fyrst varð Palli svo hræddur, að
við lá, að hann missti kjarkinn, en
svo varð hann reiðari en hann hafði
nokurn tíma áður verið. Nú var nóg
komið. Hann greip nokkra snjóbolta
og kastaði þeim af öllu afli i höfuðið
á þessum dularfullu skógarhöggs-
mönnum.
Framhald í næsta blaSi.
VORTÍZKM 1961
„TOREADOR“
ENSKU TOREADOR
EFNIN ÓVIÐ.TAFN-
ANLEGU. FÁST NÚ
1 MIKLU ÚRVALI.
ÁVALLT EITT-
HVAÐ NÝTT.
ÚRVALIÐ MEST —
EFNIN BEST.
-"niii"*:;
TOREADOR
niiiHIIIUiiih-
Vigfús Gaðbrandsson & Co., hf.
Vesturgötu 4.
KLÆÐSKERAR HINNA VANDLÁTU.
VIKAN 23