Vikan - 09.03.1961, Side 35
Laukrétt niðurstaða.
Framhald af bls. 15.
— Já, en maturinn? spurði hann
og leit rannsakandi og undrandi
á liana.
— Geymum hann, sagði hún.
í kvöld skuium við fara út og
skemmta okkur.
Hann skildi ekkert í henni. Það
voru blóm og kerti á borðinu. Allt
var tilbúið undir velzlukvöld heima
fyrir.
— Heyrðu, Inga. Við skulum
hjálpast að í eldhúsinu eins og
svo oft áður, lirópaði liann ákafur
og gekk í áttina að eldhúsinu. En
hún skauzt fram hjá og varnaði
lionum að komast.
— Þú ferð ekki fram i eldhús,
stundi hún upp.
— Fyrirgefðu, andvarpaði hann
og fór frá og velti fyrir sér, hver
ástæðan gæti verið. Svo brosti
liann gleitt og tók utan um hana.
— Smá-tæknióhapp i eldhúsinu,
hvað gerir það svo sem til. En
viljirðu heldur, fara út i kvöld,
þá förum við.
— Þú ert indæll, Kaj, andvarp-
aði hún fegin. — Fáðu þér sæti,
meðan ég bý mig. —• Síðan hvarf
hún inn á litla baðherbergið.
•— Hann sat og horfði ánægður
í kringum sig í skemmilegri stof-
unni og hugsaði um þetta dásam-
lega, sem hafði komið fyrir þau.
Litla vinkonan lians var alls ekki
kaldlynd. Hann gat fengið að vera
riddarinn hugprúði ■— og kysst
tárin af fögrum augum hennar.
Æ, já, hann var þá sjálfur heimsku-
legur, rómantískur karlmaður,
þegar öllu var á botninn hvolft.
Óttalega var lnin lengi þarna
inni. Eiginlega gæti það verið dá-
lítið spennandi að laumast til að
lita inn í eldhús. Nei, það væri
ekki rétt -— og þó. Hann stóð mjög
varlega upp úr stólnum. og lædd-
ist eins og ótíndur afbrotamaður
að bannsvæðinu. Hann hafði þegar
gripið í húninn, þegar hún kall-
aði til hans. •— Ertu ekki orðinn
óþolinmóður, heyrðist glaðklakka-
lega í lienni. Hann rauk inn í stofu.
— Nei, ekki aldeilis, anzaði
hann dálítið móður. Það er ágætt
að hvíla sig fyrir átveizluna.
Hann hlustaði í minútu. Nú var
líklega öllu óhætt, þvi að hann
heyrði hana busla.
Hann liélt niðri i sér andanum
og læddist aftur að eldhúsdyrun-
um. Nú hikaði hann ekki, en opn-
aði varlega, eins og hann hefði
ekkert gert annað alla sína ævi
en læðast um eldhúsdyr.
Nú, hér er allt mjög snyrtilegt.
— Hann var hálfhissa. Kartöfl-
urnar- lágu flysjaðar í pottinum,
kjötið var tilbúið til að steikja það,
og ábætirinn beið ekki eftir öðru
en að verða etinn. Hann þefaði út
í loftið og uppgötvaði smávegis,
sem lá á eldhúsborðinu. Frá þessu
hafði hún farið, þegar hann
liringdi bjöllunni. Því næst hló
hann og hristi höfuðið. Það var
þá þess vegna, sem hún hafði
grátið. Laukurinn hafði valdið sár-
um gráti. Og þess vegna mátti hann
ekki koma fram i eldhús. •— Hún
hefur haldið, að þá hefði skoðun
hans á kvenlegri lyndiseinkunn
hennar breytzt. Hann læddist hljóð-
lega inn i stofu aftur og sat þar
með sakleysissvip, þegar hún kom
uppábúin fram. Nú vottaði ekki
fyrir tárum, en í augum hennar
glampaði sönn hamingja. Og það
var fyrir öllu. ★
ÍBÚÐARHÚS
n
VERKS MlfOUHUS
FRYSTIHÚS
II
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota-
legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975.
vikan 35