Vikan


Vikan - 16.03.1961, Síða 20

Vikan - 16.03.1961, Síða 20
'ÍVilli ipwns „Fyrsta ósk mín er sú, að allir verði góðir hver við annan á að- fangadagskvöld." „Jahá,“ sagði stjarnan, „það er mjög góð ósk, en nokkuð erfið. Við skulum vona hið bezta, því að ég er alveg sammála þér.“ „Svo óska ég hess, að ég ætti jólagjöf handa þér,“ sagði Palli prins. Stjarnan fór að hlæja. Einn, tveir og þrír, og allt í einu var lítill jólapakki á gólfinu. Palli varð himinlifandi og tók hann og rétti stjörn- unni. „Þakka þér fyrir,“ sagði stjarnan. „Hvað í ósköpunum ætli þetta sé? Ég er svo forvitin, að ég verð að opna hann strax.“ „Ntei,“ sagði Palli' hlæjandi, það má ekki. Þú verður að híða þangað til í kvöld. Ég vona, að það sé eitthvað, sem getur hjálpað þér í sambandi við kæruleys- ið þitt.“ „Kannski,“ sagði stjarnan. ,',En svo er þriðja og síðasta óskin. Og mundu, að þú getur ekki óskað þess, að þú sért aftur kominn heim i hellina. Það er of erfitt fyrir mig að verða við því ein.“ „Það veit ég vel,“ sagði Palli. „Þá hefði ég likia alveg eins geta<ð óskað mér þess í fyrsta skipti, sem við hittumst. Jæja, ég óska þess, að ég ætti stóran kassa með jólakertum og jólatrésskrauti.“ Einn, tveir og þrír, og stóreflis kassi stóð á gólfinu. „Kærar þakkir!“ hrópaði Palli og gægðist niður í öskjuna. „En mikið og fínt jólatrésskaut!“ „Jæja, það var gott,“ sagði stjarnan. En láttu þér nú líða vel, á meðan ég skrepp í burtu. Mundu, að það er ekkert stjörnublað í dag, þvi að enginn tröllkarl getur gert þér neitt illt á aðfangadagskvöld. Sé þig aftur á morgun, blessaður.“ Það þaut dálitið í loftinu, og stjarna nr. 777 var farin. „Gleðileg jól,“ hrópaði Palli á eftir henni. Þegar hann var orðinn einn, tók hann kassann með jólatrésskraut- inu og klifraði varlega með hann niður úr trénu. Síðan hélt hann að litla grenitrénu og burstaði og byrjaði að skreyta það. Og að hugsa sér! Eftir örlitla stund varð það orðið svo fallegt, að Palli komst í hátíða- skap. Þetta var fallegasta jólatré, sem hann hafði nokkurn tíma séð. — En skyndilega fann hann, að einhver greip í hann aftan frá og klútur var bundinn fyrir augun á honum. Hamingjan góða, var tröllkarlinn þá enn einu sinni á ferð? En þá heyrði hann mikið af hvíslandi röddum í kringum sig, og hann fann, að honum var lyft upp og settur á mjúkan stól. Þetta varð æ dularfyllra. (Framhald á bls. 31.) Þetta var fallegasta jólatré, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Lifrar- og síldarréttir Steikt lifur 1 ofni. 400 gr lifur, 100 gr smjörlíki, 10 þunnar flesksneiðar, 2—3 laukar, 300 gr grænar baunir, salt, pipar, karrý, 2 dl vatn, mjólk, 1 dl tómatkraftur eða 4 tómatar. Lifrin er hreinsuð, skorin i fremur þunnar sneiðar, brúnuð, síð- an látin í eldtraust mót eða fat. Laukurinn er því næst brúnaður, látinn yfir ásamt tómatsneriðum eða tómatkrafti. Vatnið, mjólkin og kryddið er soðið saman á pönnunni og hellt yfir, síðan steikt í ofni 20— 30 mín. við 180°. Síðustu 10 min. eru grænu baunirnar hitaðar með, steikta fleskinu raðað í kring á fatið. (Einnig er ágætt að sjóða steikt flesk með lifur, það gefur sósunni gott bragð.) Borðað með soðnum kartöflum. Heil steikt lifur (fyrir 4-6 manns). V2—1 kg kálfa- eða lambalifur, 50 gr smjörlíki, 1 tesk. salt, pipar, 3 dl vatn, laukur, gul- rætur, 3 dl mjólk, 30 gr hveiti. Lifrin er hreinsuð, nudduð með salti og pipar, brúnuð í heitri feit- inni ásamt lauknum, sem áður er skorinn í sneiðar, vatninu hellt yfir, soðin i 10 min. Þá eru gulrótabit- arnir og mjólkin soðin með í 10— 15 mín. (Ath. að sjóða lifripa ekki of lengi, þá verður hún þurr og hörð.) Kálfalifur þarf lengri suðu. Lifrin er látin á fat og sósan jöfn- uð, krydduð, hellt yfir. Hrærðar kartöflur eru látnar með skeið í kringum lifrina. Lifur með hrísgrjónum. 250 gr lifur, 150 gr beikon, 2 laukar, 50 gr hveiti, salt, pipar, 6 dl vatn, tómatkraftur, 200 gr hrísgrjón (vatn, salt). Laukurinn er skorinn í sneiðar. laukurinn í fleskfeitinni. Lifrinni, sem áður er skorin í hæfilegar sneiðar, er velt upp úr hveiti (salti og pipar) og brúnuð, laukur og flesk látið yfir ásamt sjóðandi vatni, tóm- atkrafti og hveitijafningi úr af- ganginum af hveitinu, soðið í um 5 mfn. Hrísgrjónin eru soðin á venju- legan hátt í saltvatni og borin með lifrinni. í staðinn fyrir hrisgrjón er gott að hafa soðnar kartöflur og hrátt salat með steiktri lifur. Saltsíld m/rifnum eplum. Slldin er látin liggja í bleyti yfir nóttina. Flökuð þannig að skorið er inn úr roðinu við hrygginn. Vfsi- fingur og þumalfingur hægri hand- ar eru færðir niður með hryggnum ofan frá, þannig að sem flest bein komi með. Síðan er roðið tekið frá og það, sem eftir er af beinum. Sé síldin sölt er ágætt að leggja hana í mjólkurblöndu nokkra stund. Þvf næst er hún þerruð og skorin á ská í 4—5 bita hvert flak. Raðað á fat og laukhringjum stráð yfir. Með sildinni er gott að hafa rifin epli, (þau eru þá rifin með flusinu rétt áður pn borðað er) heitar kartöflur og lauksósu eða kartöflusalat. Lauksósa. 1—2 laukar (150 gr), 3—4 dl mjólk, 25 gr smjörlíki, 25 gr hveiti, salt. Laukurinn er flysjaður og skor- inn í sneiðar. Mjólkin er soðin og jöfnuð með mjölbollu. (Smjörlíkið hrært, hveitið hrært saman við f bollu). Þegar suðan kemur upp er laukurinn látinn saman við, soðið 5—7 mín. Saltað eftir bragði. Kartöflusalat. 600 gr kartöflur, 2 laukar, 70 gr smjörliki, IV2 dl vatn, 2—3 msk. edik, salt, pipar, sykur. Kartöflurnar, sem eiga að vera kaldar eru skornar í sneiðar. Lauk- urinn er flysjaður og einnig sneidd- ur. Vatn, edik og smjörlíki soðið saman. Kartöflurnar látnar þar í og potturinn hristur, en sem minnst hrært í þeim, látnar hitna í gegn. Iíryddað. Borið fram með síld einn- ig gott með steiktum fiski, pyls- um o. fl. Síld í ediki. 2—3 sildar, iy2 dl edik, 2 dl vatn, 1—2 laukar, lárviðarlauf, piparkorn, 2 msk. sykur. Framhald á bls. 21. 20 VMCAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.