Vikan


Vikan - 16.03.1961, Síða 23

Vikan - 16.03.1961, Síða 23
'rn/fAtJuUat IlrútsmérkiS (21. marz—20. apr ): Þú skalt fara varlega me'ö peningana í Þessari viku og næstu viku. Heiria við verður mikið um að Vera, líklega í sa ibandi við einhvern merkisdag í fjölskyldunni. Þá verður þér komið þægilega á óvart. Helgin verður dálítið furðuleg, þá muntu komast I einhvern vanda vegna ákvörðunar, sem þú þarft að taka á stundinni. NautsinerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú munt kynnast persónu i þessari viku, sem þér mun líka mjög vel við, Liklega mun úr þessu verða hinn bezti kunn- ingsskapur. Á fimmtudag færð þú miklar gleðifrétt- ir. Þú virðist nokkuð öfundsjúkur í garð eins félaga þíns. Láttu hann fyrir alla muni ekki finna fyrir þvi, hann gæti misskilið þig herfilega. Farðu að öllu með gát I samskipt- um þínum við hjartansvin þinn. Tv'íburamerldÖ (22. mai—21. juni): Ef þú hefur skipt um íverustað fyrir skemmstu, er hætt við að ein- hver söknuöur grípi þig, þótt nýja umhverfið sé svo- sem gott. og blessað. Ef þú saknar einhverrar persónu, máttu vera viss um, að sá söknuður er gagnkvæmur. Þú færð uppfyllt gamalt loforð í vikunni •— sem var allt annað en þú bjóst við. Stjörnurnar leggja höfuðáherzlu á að þú skrifir bréfið, sem þú lofaðir að skrifa. Krabbauiericiö (22. júni—23. júlíi: 1 þessari viku munu gerðir þínar nær einvörðungu stjórnast af tilfinningunum Mundu samt, að þaö er stundum nauðsynlegt að hlusta á rödd skynseminnar, og jafn- vel einmitt í þessari viku. Þú skalt ekki takast á hendur neitt viðamikið starf í vikunni, því að innan skamms munutu fá að glíma við verkefni, sem þér er mjög annt um. Ljónsmérkið (24. júlí—23. ág.) : Þú skalt ekki búast við allt of miklu í yikunni, þvi að þá gætir þú hæg- lega oröið fyrir vonbrigðum. Þú skalt varast deilur við vinnufélaga þína, en samkomulagið virðist. ekki vera sem bezt þessa dagana. Margir þeir, sem fædd- ir eru undir Ljónsmerkinu, verða skyndilega ástfangnir. Þ’" færð skemmtilegar fréttir um helgina. p,. Mcyjarmerkiö (24, ág.—23. sept.): Vikan verður ■fcáS mjög viðburðarík, og yfirieitt verður það sem ger- ist þér til ánægju. Þú hefur . verið helzt til þung- lyndur undanfarið, en ef atburðir þessarar viku verða ekki til þess að korua þér i gott skap, er illt i efni. Þú hefur gagnrýnt eitthvað í fari félaga þíns, en ef þú lítur nú i eigin barm,— ert þú ekki sjálfur haldinn þessum galla? Heillatala kvenna 4, karla 8. VogarmerkiÖ (24. sept,- 23. okt ): Þú færð að glima við óvenjulegt verkefni í vikunni, og gæti reynsla þín varðandi éitt áhugamál þitt orðið þér að miklu liði í þeim eínum. Þú ferð í skemmtilegt samkvæmi í vikunni, þar sem þú færð einkennilegar fréttir. Gömul ösk þín rætist, en þó ekki að fullu. Vertu samt ekki allt of óþreyjuíullur, því að þessi ósk rætist að fullu fyrr en varir. Heimilislifið verður þér mjög ánægjuríkt. Drekamericiö (24, okt.—22. nóv ): Þessi vika verður þér til milrillar ánægju, enda þótt ekki gerist stór- merkir atburöir. Þig hefur iangað til þess að kynnast vissri persónu. og þú skalt.gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að ná kýnnum af henni. Þið eigið einkar vel saman. Smáatvik, scm gerist annaðhvort á fimmtu- dag eða föstudag, mun skipta fraratíð þina talsvert miklu, þótt ekki virðist svo í fyrstu. Bog. aðurinn (23. nóv,—21 des.): Vikan verdur fremur þægileg, enda þótt þér verði ekki eins . ikið úr verki og þú ætlaðir þér Farðu að öllu með ,gát varðandi áfórm, sem vinur þimi hefur á prjónunum og vill fþig til að taka þátt í. Þetta lofar ekkl eins góðu og þessi vinur þinn vill vera láta. Helgin verður einkum konum til heilla. Þú færð óvænta heimsókn i vikulokin. Oeitamei k':Ö (22. des.—20. jan.): Þú hefur tokið v.ssa persönu þér til fyrirrayndar á vissu sviði, en nú veldur þer.si persóna þér talsverðura vonbrigðum Þú virð.st annaöhvort e :ki eig-a næg eða vanrækja áhugamál þin, og er það , ,:ður. En i þessari viku gæti svo farið að þú eignaðist nýtý og afar skemmtilegt úhuga- mál. Föstudagskvöldið verður mjög óvenjulegt. Þú skuldar bréf, sem þú skalt skriía hið skjótasta. Vatnsberamcrkiö (21. jan.—19 fob. ■: Vikan verður svosem ekki stórkostleg, h.ns vegar verður þér miidð úi' veriú og færð r.iikla ánægju af frístundavinnu þinni. Varaotu að aæ: a féiaga þinn of hart, þvi að eins og þú kemst að innan skamms, á hann alls ekki ámæli skilin. Þú ferð líklega að hei.'.-.an einhvern tima í vik- unni, en þeirri reisu lýkur fyrr en þú haíoir gert ráð fyrir. fr’isleainerkiö (20. fcb -20. raarr.): Þú vlrðist vera allt of gagnrýninn á félaga þiria og umhverfi. Þú ert. sjálíur langt frá því að fera fullkominn, svo að þú veröur að sætta Þig við ýrasa misbresti í fari annarra. Taktu ekki mark á þessum orörómi um einn kunningja þinn. Ilann er ekki nema að hálfu leyti sann- ur. Þér býðst einstakt tækifæri í vikunni, en þú mátt varast að kæruleysi þitt verði til þess' að þú missir aí því.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.