Vikan


Vikan - 16.03.1961, Side 31

Vikan - 16.03.1961, Side 31
AOAL— STR/tTI 4 «f ÍTALSK4 SNIÐIÐ Á KARLMANNA- BUXUNUM FRÁ SKIKKJU HEFUR NÁÐ MIKLUM VINSÆLDUM. ÞÆR FÁST NÚ í MIKLU LITAÚRVALI ÁSAMT NÝRRI SENDINGU TERRELÍN- BUXNA. Ferðist skemmtilega, þægilega og örugglega. Úlfar Jacobsen Ferðaskrifstofa KYNNIST LANDINU. - s-; Fyrsta ferð í sumar er Oræfaferð um páskana. Farnar yerða helgar- og sumar- leyfisferðir um land allt. PALLI PRINS. Framhald af bls. 20. Þá hrópaði allt í einu fjöldi af hlæjandi röddum: „Gleðileg jól, Palli litli prins. Gleðileg jól!“ Palli reif undrandi af sér klút- inn, og gettu hvað hann sá. Heill hópur af brosandi hérum stóð fyrir framan hann. Sjálfur sat hann í fín- um birkistól uppi á mosaþembu. Þetta var fjölskylda litla hérans, sem hann hafði bjargað, og hún var kom- inn til að óska honum gleðilegra jóla, og stóllinn var jólagjöfin hans. En það var ekki nóg með það. Við hliðina á stólnum var geysilega stór jólapakki með stóru jólakorti, sem á stóð: Til Palla frá einni hugsunar- lausri. Palli opnaði pakkann, og viti menn, þetta var lítill og fallegur sleði, og á honum voru aktygi, alsett pínulitlum bjöllum. Hérarnir hróp- uðu upp yfir sig af gleði, og áður en Palli hafði áttað sig, gripu þeir aktygin og settu þau á sig. „Seztu upp i, Palli!“ hrópuðu þeir. „Við ætlum að draga þig.“ — Það var með naumindum, að Palli náði að setjast upp í, áður en þeir þutu af stað. Og þeir þeystu yfir fjöll og firnindi, og fallegi hljómurinn i litlu bjöllunum var alveg eins og jóla- söngvar. Eftir sleðaferðina leiddu hérarnir Palla á milli sín og gengu i kringum litla jólatréð, og svo framreiddi héramamma hnetur og jólagraut úr risastórum potti. „Já,“ hugsaði Palli með sér, þegar hann lá í rúminu seinna um kvöldið, „þessu aðfangadagskvöldi gleymi ég aldrei.“ — Og um leið sofnaði hann. En hann hafði ekki sofið lengi, þegar hann vaknaði við það, að eitt- hvað var sett ofan á bringuna á honum. Ruglaður settist liann upp i rúminu og nuddaði stírurnar úr aug- unum. Við fótagaflinn á rúminu hans sátu tveir skjórar og brostu til hans, og á rúminu lá geysistór gullhringur. Það var bezt að gæta sín. Og þó, — Skjórarnir voru bæði hvítir og svartir, og það voru aðeins hvítir skjórar, sem hann hafði verið varaður við, og um gullhring hafði hann ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut. „Jæja,“ sagði annar skjórinn, „er þetta ekki hringurinn þinn? Við fundum hann hérna fyrir utan. Hann er mjög konunglegur.“ Palli var orðinn forvitinn. Það var aðfangadagskvöld og tröllkarlinn gat ekki gert honum neitt mein, og hann tók hringinn til að skoða hann. Það hljómaði einkennilega í loft- inu, og um leið breyttist Palli prins í uglu. Það var ekki aðfangadags- kvöld lengur, klukkan var nefnilega orðin.yfir tólf, og sér til mikillar skelfingar sá Palli, að skjórarnir tveir flögruðu flissandi upp í gegn- um reykháfinn. Sótið þyrlaðist upp allt í kringum þá. Það voru þá þessir hvitu skjórar, sem hann hafði verið varaður við. Þeir höfðu bara smurt sig með sóti. Hðfum opnað nýja hljóðfæraverzlun að Vitastíg 10 VIÐ BJÓÐUM YÐUR ALLAR TEGUNDIR HLJÓÐFÆRA OG HLJÓÐFÆRAVARAHLUTA. Hljóðfæraverzlun Ponl Bemburg h.L VITASTÍG 10 — SÍMI 38211 VIXAM 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.