Vikan


Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 16.03.1961, Blaðsíða 33
HAMINGJULEITIN. Framhald af bls. 10. Þegar hann var ekki á sprettin- um, var hann úttaugaður, sem ekki er ólíklegt. ÞaS skal fúslega viSurkennt, aS sannarlega fengum viS aS sjá þaS sögufræga England, sólríku ítallu og glæsilega Frakkland. ÞaS fór engin höll fram hjá okkur, engar rústir, dómkirkjur eSa söfn. ÞaS lætur og aS líkum, aS viS sáum heilmikiS af rikum mönnum, en þaS var alltaf gegnum bílrúSuna. Og á meSan rausaSi leiSsögumaSurinn i belg og biSu um Karl mikla, sem líka var ríkur og fallegur, en því miSur dauSur fyrir svo sem þúsund árum, — ellegar viS vorum reknar i einum hóp yfir ójafnar hellugötur Lundúna, Parísar, Feneyja, Flórens eSa Rómar. ÞaS er svo sem ekkert ólíklegt, aS stúlka á ferSalagi um Evrópu kunni aS hitta fyrir sér karlmann. En mér þætti gaman aS sjá þann mann, sem leggur ekki á flótta sem fætur toga, þegar hann rekst á hóp tuttugu og fjögurra kvenna frá tvitugsaldri til hálf- sjötugs. Sjálf var ég barniS i sel- skapnum. Mér fór aS skiljast það smátt og smátt, aS hér gátu engir draumar rætzt, ef ég gerSi ekkert til þess — Ef að þér komiS ekki með af sjálfsdáðun, er ég neyddur til að beita valdi!! sjálf. En hvað átti ég að gera? Ég braut heilann um þetta án þess að komast aS nokkurri viðhlítandi nið- urstöSu. Dagarnir runnu hver á eftir öSrum eins og baunir i brekku, og nú fórum viS aS nálgast Napóli. En þar áttum við að skoSa Amalfí- flóann, Sorrentó og Kapri og fara síSan rakleitt heim meS ferSa- mannaskipi. NÓG var um, hve allt var fram- andi. Þegar langferSabíllinn mjak- aðist eftir vegarbugðunum með- fram Amalfíflóa, brá viða fyrir augu mér í svip hinum viði vöxnu hliS- um úr dagdraumum minum. Þær lágu snarbrattar niður í dimmblátt Miðjarðarhafið, prýddar blómskrúSi og fornum varðturnum. Ég sá borS með rúðóttum baðm- ullardúkum, er voru eftir þvi dýr- ari sem þeir voru meira rúðóttir. Ég sá vínflöskur undir appelsínu- trjánum og brattar og dularfullar tröppur upp hlíðina. Mér fannst ég vera á harðaspretti frá örlögunum. FerSafélagar mínir þyrptust í klæðaverksmiðjurnar og rústir Pompej með hlátrum og sköllum. Ég stóð ein sér og utan við mig. HvaS átti ég að gera? YiS gistum í Sorrentó, en morg- uninn eftir fórum við með pinu- litlum báti til Kaprí. Allt umhverfiS var svo blátt, að tók i augun, og hin tígulega ey reis þarna úr dimmblá- um sænum, eins og hún hefur gert allt frá dögum Tlberiusar. Því mið- ur er þaS hvergi að finna i skjölum, hversu margar konur hafa gengið af vitinu hérna á Kapri. Á samri stund sem ég steig fæti á þessa fögru eyju, vissi ég, hvaS ég átti að gera. Ég fylgdist meS hópnum niður til Marina Grande, en þar stigum við í bát og héldum til Bláhellis. Ég var sem bergnum- in, er við fengum okkur árbít á úti- matsölu. Síðan fórum við með al- menningsvagni til Anakapri, og ég var eins og i dvala. Spyrjið mig ekki um bragðið af teinu, sem við drukk- um í Sesar Ágústus-hóteli, því að það hef ég ekki hugmynd um. Dag- urinn leið, og ég horfði á hitt fólk- S m SI e. * — sem fer sigurför um alla Evrópu, og er nú komið í flestar verzlanir. Sannfærist um gæðin og reynið túpu næst er þér þurfið á tannkremi að halda, og þér munuð verða ánægðari með tennur yðar, en nokkru sinni fyrr. Heildsölubirgðir: jSojfrtívörur b*f* Box 834 — Simi 17177. Jtalska tannkremið — KIKKEN HRÆRIVÉLIN er eftirlæti allra hús- mæðra, sem hana hafa reynt. KITCHEN AID ER HEIMSÞEKKT MERKI. Skoðið sýnishorn hjá okkur. Dráttarvélar h.f. Hafnarstræti 23. iS kaupa spaðrillur og marglita baðmullarkjóla i búðunum við torgið. En þegar herra Pinkerton rak alla út í bátinn til Napólí, þá var það ég, sem ekki var með. Ég flýtti mér inn í fjallalestina og fór siðan inn á Morgano Tiberio- gistihúsið. Þar fékk ég skipt hundr- að dollara ferðaávisun og hringdi svo á þjóninn. Ég tók fellda silki- kjólinn minn upp úr ferðatöskunni, en þar hafði hann legið kyrr og krumpaður, siðan við lögðum af stað frá Svanavatni. Nú lét ég pressa hann. Ég lagaði hárið og snyrti mig rækilega í framan, þvi að klukkan sjö ætlaði ég niður í barinn og fitja upp á fyrirhugaðri áætlun minni fyrir alvöru. Það veit hver einasta manneskja, sem eitthvað er lesin, að til Iíapri safnast lýður frá öllum löndum. Hér gat naumast hjá þvi farið, að ég hitti einhvern rikan og fallegan mann, sem héti fínu nafni. Það var ekki liðin hálf klukku- stund, þegar ég var komin i kynni við mann, sem nefndist Winthrop Vanderfeller. Hann tók mig að vísu fyrir aðra stúlku í fyrstu, — frú Elenóru eitthvað, sem hann hafði fundið áður á akurhænuveiðum norður í Skotlandi. Nú var ég að vísu engin frú Elenóra, en hann kærði sig kollóttan um það, heldur settist hjá mér að minnsta kosti. Hann var ekki einasta snyrtileg- ur maður, hann var svo bráðhættu- legt glæsimenni, aS það var naum- ast hægt aS lifa annað eins af. Hann hafði jarpt hár og djarfleg, blá augu. Mjallhvitar tennurnar fóru svo vel í fagurbrúnu andlitinu. Föt hans féllu vel að fagurvöxnum líkama hans og voru með þessu óviðjafn- anlega enska sniði, þótt hann væri sjálfur bandarískur. Hann talaði mest um tennis og brids og kauphallargengi, og mátti ég af því ráða, að hann þyrfti ekki um annað að hugsa en skemmta sér. Því miður varð hann að snæða i öðrum hópi, en hann kyssti á hönd mina og kvaðst vona, að við gætum borðað miðdegisverð saman daginn eftir. — Hjartans gjarna, svaraði ég og iðaði i skinninu. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.