Vikan


Vikan - 16.03.1961, Page 35

Vikan - 16.03.1961, Page 35
en þegar regn er úti og ömurieik- inn leitar á, hugsa ég stundum til þess. Gamalt lnis, sem liangir utan í hlíðinni, þakið blómum og vín- viði, me'ð útsýn yfir Sorrentóflóa. Maturinn var frábær, vinið, Ijóst og ilmandi, steig okkur til höfuðs, eins og stundum gerist. Winthrop var heimsborgari, en þó varð hann gripinn viðkvæmri heimþrá, er ég tók að lý.sa fyrir honum búgarði okkar, sem hvergi var til. Rétt í þvi er hann lagði liönd sfna, stóra og brúna, utan um mína, sá ég mér til skelfingar, hvar mark- greifinn kom á móti okkur, eins og honum hefði skotið beint upp úr jörðunni. Ég dró að mér höndina og liorfði tómlega fram undan mér. Hann gekk hratt fram hjá okkur, eins og hann væri annars liugar, en hnykkti höfðinu til inerkis um, að ég skyldi koma með sér. Winthrop liélt áfram að tala og þreifa eftir hendi minni. Francesco liafði gengið út á sval- irnar og stóð þar. Hann benti mér að finna sig, annars skyldi hann koma og draga mig burt á hárinu, sýndist mér á svip hans. í vandræð- um minum sagði ég Winthrop, að ég þyrfti að snyrta mig og flýtti mér fram á kvennaherbergið. l'rancesco mætti mér á miðri leið og dró mig út á svalirnar. — Marcella belta, hvíslaði hann ofan að hálsi mér. Hvers vegna hef- ur þú svikið mig? — Vertu svo góður að sleppa mér, hvíslaði ég á móti. í stymping- unum missti ég töskuna mína. Hann laut niður, þreifaði ergilega um í myrkrinu, tók hana upp og hélt á henni, meðan ég lagaði hár mitt og föt. — Nú verð ég að fara aftur, sagði ég. — Við hittumst seinna, á liótel- inu, svaraði hann. — Nei, mælti ég. Nei, það er ekki til ncins. — Þú skalt ekki komast undan því, sagði liann ógnandi og skálmaði burt. Þegar ég kom aftur að Iiorðinu, hló Winthrop glaðlega til min. — Ég þarf að segja þér fréttir af sjálf- um mér, mælti hann. Ég hef vist roðnað af ánægju og hlakkaði til að heyra framhaldið. — Jæja, varð mér að orði. — Þú getur liklega ekki lánað mér tíu þúsund lírur? spurði hann. Póstferðirnir hingað til Gaprí taka engu tali, og ávisanabókinni minni hefur seinkað um viku. Mér varð ekki um sel, og senni- lega hefur það sézt á mér. Þegar ég áttaði mig, svaraði ég: — .1 ú, auð- vitað. Svo fór ég að leita i töskunni. Ég tók upp úr henni hverja einustu ögn. — Einkennilegt, ég hef víst gleymt að stinga seðlaveskinu minu í kvöldtöskuna. Ég finn jiað ekki hér. Það var eins og Winthrop yrði vonsvikinn, en svo kom hann auga á lieftið með ferðaávísununum, sem lá á borðinu. — Þeir taka ef til vill ávísun gilda til greiðslu á reikn- ingnum, mælti hann hikandi. — Ætli það ekki, svaraði ég og fékk honum næstu hundrað dollara ávisun mina. Hann greiddi reikn- inginn og stakk þvi, sem afgangs var í vasa sinn. Síðan gengum við út að hestvagninum rómantíska. — Ég heimsæki ]iig á hótelið á morgun, undireins og pósturinn er kominn, mælti liann. Þakka þér fyrir dásamlegt kvöld. — Sjálfþakkað, svaraði ég og lit- aðist kviðin um eftir Francesco. Hann var farinn. Þegar ég kom heim i herbergi mitt, varð ég þess vísari, að seðlaveskið mitt var lika farið, sömuleiðis perluhálsbandið litla. Ég svaf illa og fór sncmma á fæt- ur. Ég beið þess, að Winthrop Vanderfeller hringdi. Því næst skipti ég á síðustu ávísun i eigu minni, — tuttugu dollurum — og fór með tólfbátnum til Napóli. Þeg- ar ég kom til Hótel Vesúvíus, þar sem ferðafélagarnir bjuggu, gekk herra Pinkerton um gólf á dyra- svölunum og var að því kominn að fá taugaáfall. — Við förurn eftir klukkustund. Hvar hafið þér verið? Mér fannst ekki hentugur tími að tala um slikt. Þá Winthrop Vanderfeller og Francesco Tornabuona hef ég aldrei séð síðan. Þremur dögum eft- ir þetta stóð ég og hallaði mér út yl'ir borðstokkinn á ferðamanna- skipinu. Þá kom mér allt í einu til hugar, að líklega hefðu þeir verið félagsbófar og að ég' hefði verð- skuldað þessa útreið. NÚ HALDIÐ þið auðvitað, að ég hafi rokið rakleiðis heim og kvænzt honum Ara Snodgrass. En það var nú eitthvað ánnað. Sólheitan sum- ardag gerðist það, að sprakk hjá mér á hjóli langt úti í sveit. Ég var í stuttbuxum, mokkasíum, krumpaðri skyrtu og með kollhettu- klút. Sveitt var ég og skitug i fram- an. Það, sem ég sá i kringum mig, var agavetré, fáeinir göddóttir kaktusar, liálfónýt gaddavirsgirð- ing og lieimspekingslegur þiður með hvítan blesa. Og í öðru eins umhverfi og þessu varð ég svo ofsalega ástfangin af karlmanni, að við því varð blátt áfram ekki gert, — manninum, sem staðnæmdist lijá mér til að skipta um slöngu á hjólinu. Ég er ekki búin að ná mér eftir það enn. Hann er sérfræðingur hjá olíufélagi, og nú sem stendur erum við hér um bil eins auralaus og unnt er að vera. Við eigum heima i Farley í Nýja Mexikó, sem er 430 manna þorp, svo að manni finnst Svanavatn eins og heimsborg hjá þvi. En ég er hamingjusamasta konan í heimin- um. Hann heitir, skal ég segja ykk- ur, Hans Hoeppelfingcr. — Ekki hlæja, mér finnst það svo fallegt. ★ heimilistækin hafa dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin staðist H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI MBwÍÍHiliCiliÍiÍhwSi: i • I iÉÍiil 11 "’íi. ljl ‘j VIKAK 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.