Vikan


Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 5
Ein nýstárlegasta ojí frumlejíasta byggingin í Kaíró hinni nýju: Cairo Hilton, lúxushótel, sem auðkýfingurinn Hilton hefur reist. Hisavaxnar byggingar gnæfa nú yfir Nílarfljót, - - feiknastór gistiliús, hrikalegar skrifslofubygging- ar, himinhá ibúðarhús. Breiðar götur liggja með ánni, og glæstar brýr tengja borgarhlutana saman. Þessi ásjóna Kaíró er í engu frábrugðin evrópskri nútímaborg. Þétta er ekki stílhrein borg, og virðu- leika sinn á hún næstum einvörðungu ánni og for- tíðinni að þakka. Það er ekkert beinlinis tignar- legt við borgina sjálfa. Verzlanirnar eru ekki sér- lega glæsilegar, minnismerkin ekki nægilega reisu- leg, og ibúarnir, livort scm þeir eru í ullartjásum eða evrópskum jakkafötum, ekki verulega „dann- aðir“. En samt er einhver ofsi yfir borginni. Um- ferðin er ógurleg, og á kvöldin skina neonljósin eins og eldingar i heitu loftinu. Þangað koma kaupsýslumenn úr öllum álfum heims, kommúnistar og kapítalistar sötra hjór á knæpunum. Það virðist alltaf eittlivað á seyði í Kairó. Fyrir svo sem áratug var æstur múgurinri næstum óaðskiljanlegur Jiluti af Kaíró. Nú stendur borgin föstum fótum (eins og er að minnsta kosti), og ekkert fær haggað veldi hennar. (m aitinn er ógurlegur, er miskunnarlaus sólin baðar byggingar, skorpna garða og grúann f á götunum. Alls staðar sjást hinar ótrú- Jegustu andstæður, gamalt og nýtt, gamall múhameðskur vitringur við hlið einkennisklædds lögregluþjóns, kameldýr við hliðina á Cadillac, Framhald á bls. 22. Pólitísk uppþot eru algeng í Kairó, og Egyptar eru menn blóðheitir og uppstökkir. Hér eru æsingamenn á ferðinni og bera stóra mynd af Nasser. Víða skýtur fornöldinni upp í Kaíró: Hór eru ferju- menn á Níl, klæddir fornum, arabiskum búningum, C> og farkostirnir eru mjög frumstæðir. hcnrigrnutur, blonda en beillandi og fögur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.