Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 4
Kaíró er tvískipt: Annars vegar er gamli borgarhlutinn með avafornum byggingum, austrænum spírum og hvolfþökum. Hinsvegar er nýtízkuborg
með sambyggingum og háhýsum með vestrænu svipmóti.
nnan úr myrkviðum Afríku rennur hin mikla móða Nil hægt
til sjávar og kvíslast loks við ósana: Hún hefur skapað þarna
frjósamt iandsvæði, þar sem nútímamenn hrærast í landi hinna
fornu Faraóa. Þar sem áin íekur að kvíslast, stendur borgin
Kairó. Hún er höfuðborg Egyptalands, stærsta horg Afríku, miðstöð
arabískrar menningar, andleg miðstöð Múhameðstrúarmanna, nafn-
toguð enn í dag sem fyrir þúsund árum.
Níl er mjólkurmóðir Kaíró, blóðið í æðum borgarinnar, samgöngu-
leið og eilífðarþráður, spunninn aftur úr grárri forneskju, sem tengir
þessa fornu borg hinum nýja tíma. Móðan Níl, sem var forðum heilög
á, er enn véfrétt Kairó. Við árósana blikar á Miðjarðarliaf. í suður-
átt blasir við Afríka, myrk og dularfull. í austri og vestri taka við
eyðimerkur, jörðin, sem gaf af sér hina j>rautseigu Araba. í borginni
blandast áhrif frá Afríku, Arabiu og Múhameðslöndunum, og hrjúfir
drættir frumheiðninnar fá þarna á sig nýja og mýkri mynd fyrir
tilstilli evrópskrar siðmenningar. Allt sameinast þetta i hina furðu-
legustu hlöndu. Mannlegt litskrúð borgarinnar fornu er óðum að
hverfa fyrir einum föstum lit, sem skapast af samruna hinna ólíku
þjóða og jjjóðflokka.
Gróskan í Kaíró er hvarvetna sýnileg. Frá kollóttum Mokattam-
hæðunum sést til pýramídanna í Gíza. Þeir birtast okkur sem fölar
myndir í fjarska, umvafðar egypzkri hitamóðu. Þeir standa í út-
jaðri eyðimerkurinnar, sem rofnar skyndilega, j>ar sem Níl flæðir
gegnum auðnina. Þessi ævafornu mannvirki hafa yfir sér einhvern
hrikalegan dularblæ. Fyrir mörgum árum stóðu þessi minnismerki
lengst úti í auðninni ásamt Sfinxinni dulúðugu; nú eru pýramídarnir
nánast í úthverfi borgarinnar, sem liægt og hægt liefur étið sig inn
í eyðimerkursandinn. Þótt einkennilegt megi virðast, stinga þessi
fornu mannvirki nær ekkert í stúf við umhverfið: einbýlishús, nætur-
klúbba, gistihús og golfvelli.
Við förum i strætisvagni til pýramidanna, — strætisvagni! — Við
drekkum Coca-Cola í skuggum þeirra, og gamli, gráhærði leiðsögu-
maðurinn hegðar sér nánast eins og stúíka, sem er að vísa til
sætis í kvikmyndahúsi; í lirikalegum hvelfingum þessara bákna bendir
hann okkur á allt hið markverðasta •—• með vasaljósi. Það er eins
og fortíð Kaíróborgar sé ofin inn í nútímann. Niðjar liinna fornu
Egypta hafa orðið að lúta i lægra haldi fyrir innflytjendum, og það
er aðeins stöku sinnum, sem maður rekst á andlit, sem hefði getað
verið frá dögum faróanna fornu (skásett augu, arnarnef, drembilegt
yfirbragð, blandið kvíða). En í Karíó umvefur Egyptaland allra tima
ferðalanginn, svo að jafnvel bregður fyrir fornum dulartón í bjöllum
sporvagnanna, eða maður minnist ævagamalla útfararsiða, cr hvít
seglin á fljótabátunum líða hægt eftir lygnri ánni.
nnur ásjóna Kaíró er næstum miðaldaleg og minnir á þá tíð,
er arabísku herskararnir réðust inn í Egyptaland að austan
í nafni Múhameðs. Ef litið er i vesturátt frá sjónarhæðinni,
getur að líta fornlegan, samslunginn borgarhluta, sem hvílir
næstum yfir einhver óræð miðaldamóða. Þetta er Kairó Mamclúk-
anna. Heill skógur turnspíra gnæfir upp úr húsaþyrpingunum, og
hver hefur sína sérstöku ásjónu. Er sagt, að ein moska sé fyrir
hvern dag i árinu. í þröngum götunum er cnn miðaldaandi, og
helgir stokkar og steinar marka áþreifanlega þátt sinn í sögu fólksins.
Þarna ber fyrir augu blaktandi skikkjur, konur með svartar slæður,
marglitt grænmcti, skraddara á hækjum sinum, hálfnakin börn, háa
glugga, járngrindur, rykmetta sólargeisla á stöku stað í skuggunum,
og allt blandast þetta sleitulausum liávaða, trumbuslætti, glamrinu
frá tinkrúsum vatnssalanna, og enn er þetta blandið annarlegri
lykt, ef til vill lyktinni frá reykhamj) á stöku stað.
í skugga Mokattam-hæðarinnar sefur Borg hinna dauðu, háborg
grafhýsanna, og í götum, torgum, skuggaliverfum og höllum þess-
arar borgar hvíla aðeins lík og sýrgjendur.
f vikið er burt frá manngrúanum á aðalgötunum, taka við
götur svo þröngar, að menn minnast með hryllingi hungurs-
neyðarinnar árið 1162, þegar saklaust fólk, sem ráfaði um
þessar götur, var þrifið með járnkrókum, dregið inn i skugga-
legt liús og étið.
En frá þessari hrollvekju má samt komast á þremur minútum með
strætisvagni að breiðgötum Karíóborgar. Karió nútimans, má segja,
að hafi fæðzt árið 1798, þegar Napóleon kom til Egyptalands ásamt
vitringum sinum, og siðan má segja, að Kaíró hafi orðið fyrir sifelld-
um utan að komandi áhrifum úr austri og vestri. í dag hefur Kaíró
loks öðlazt ótvírætt sjálfstæði, og svo mikill bragur er yfir borginni,
að aðrar afrískar höfuðborgir, — Bagdað, Damaskus og jafnvel Beirút,
virðast ekki annað en sveitaþorp samanborið við Kaíró. Samt er
engu Iíkara en borgin standi í stað; l>að hvílir einhver hóglífisslikja
yfir Kairó. Einhvern veginn finnst manni orðstir borgarinnar vcra
að deyja. En engu að síður er Karíó nútimaborg. Egyptaland liefur
verið lýðveldi i sjö ár og sjálfkjörin menningarmiðstöð Arabalanda.
Og hvaða hugmyndir sem menn gera sér um stjórn Nassers, ber því
ekki að neita, að hann hefur hafið höfuðborg sína lil áhrifa.
Cairo, borgin oevngomlo n bökkum Nílnr, er undnrlegur
núrídnr og fortídnr nusturs og vesturs, stríðs og friðnr,
4 VIKAN