Vikan


Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 13
5 f Klara hljðp upp stlgann og upp á 4. hœð. Hún óskaCl, að hún gœti grátiO ofsann úr blóði sínu og hrett að hugsa um Ragnar. Hún hefði vilj- að gefa mikið til, að það augnaráð, sem hann sendi Evu, hefði verið ætlað henni, og hún fann allt I einu til þess, að hún var aðeins þerna i léreftskjól, en ekki silkiklædd og dularfull kona, sem gat baðað sig úr Chanel 5 og fyllt herbergi sitt af rósum. Rautt ljós fyrir ofan dyr 14. — Eve er þá kominn upp, hugsaði Klara og flýtti sér að bursta á sér hárið. Hún efaðist ekki um, að Ragnar væri með henni. Það reyndist lika rétt. Hann sat í sófanum og virti Eve fyrir sér, þar sem hún sat við snyrtiborðiö og hreinsaði þykkt lag af farða af and- litinu. — Ég hefði nú haldið, að hún væri nógu dökk fyrir, hugsaði Klara og gaf Ragnari auga. Hann virtist alls ekki hafa veitt komu hennar athygli. Augu hans viku ekki af litlu kon- unni brúnu, sem sat við snyrtiborðið. Klara reyndi að láta bakkann halda jafnvægi á flötum lófanum, en það gekk illa eins og venjulega. Það rann allt til á honum, meðan hún losaði af reykborðinu með hinni hendinni. Eve hafði virt fyrir sér aðfarirnar og tók hann af henni með þessum létta hlátri, sem virtist vera eitt af hennar sérkennum. Og Ragnar var enn hjá Bve, þegar Klara þurfti að fara af verði kl. hálftólf. Hún hugsaði um hann, þegar hún gekk ein heim um mannfáar göturnar, og þráði hann af blíðu og sársauka, svo að hana kenndi til. Klara lauk við að þvo gólfið og leit síðan yfir herbergið. Nú leit það nákvæmlega eins út og hvert annað gistihúsherbergi. Það var ekkert, sem minnti lengur á gestina, sem nú voru farnir, Klara andvarpaði með sökn- uði, þegar hún minntist þeirra. Þeir höfðu gert lífið að leik þennan tíma, sem þeir dvöldust. Svolitil skima af framandi lífi hafði borizt inn í hvers- dagslega tilveru. Hún gekk inn á 14, þar sem blómailmurinn lá enn í loft- inu og hálffullt glas af Chanel 5 stóð á snyrtiborðinu. Hún ætlaði að fara að henda því I bréfakörfuna, þegar henni snerist hugur. Því ekki að eiga það, eins og Eve hafði sjálf- sagt ætlazt til. — Það var ekki henn- ar sök, þó að Ragnar væri hrifinn af henni, en ekki mér. Hurðin opnaðist, og hún sneri sér snöggt við. Ragnar stóð í dyrunum. Hann leit yfir herbergið með svip, sem lýsti tilfinningum hans vel, og Klara skildi hann, þó að hennar eig- in sársauki væri engu minni. Og ef til vill var það einmitt þess vegna. Hann gekk yfir að rúminu og horfði á það um stund. Svipur hans var næstum reiðilegur. Svo settist hann í stólinn og leit á Klöru. Hún horfði á móti og brosti dauflega. Hún vissi vel, að hann átti ekki að vera þarna, og hún hefði aldrei átt að hleypa honum inn, en það skipti engu máli fyrir hana. Nú var engin Eve lengur. Hún sneri sér að snýrtiborðinu og fór að taka af því bréfarusl og fleira, sem hún fleygði i ruslakörfuna. Hún fann, að augu hans fylgdu henni eftir, og eins og ósjálfrátt sveiflaði hún mjöðmunum til, þegar hún hreyfði sig. Það hafði einhver seig, brún leðja runnið út úr pappadós á borð- inu, og henni gekk illa að hreinsa hana upp. Allt í einu stóð Ragnar við hlið henni og horfði brosand á hana. — Þú værir þokkaleg ásýndum, ef þú færir að maka þessu framan i þig. Hún leit upp í andlit hans, sem bar ekki nein merki um ástarsorg að þessu sinni. Hún sleppti meikdollunni hennar Eve, og henni flaug í hug, þegar hún fann heitar varir hans á sínum, að það hefði verið heppni, að hún var ekkl búin að sklpta á rúm- inu. Hún teygði sig lengra svo kjóllinn dróst upp fyrir hné og brjóstin þöndust út og meðan hann gekkí áttina til hennar losaði hún efstu tölurnar á hálsmálinu á bláa þernukjólnum VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.