Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 14

Vikan - 13.07.1961, Qupperneq 14
Kvikmyndasaga, sent birtist í tveim- ur blöíum. Jackson var hvítur, Cullen var nee:ri, en teir voru báðir sakamenn. Það var verið að fiytja þá til, þegar bílslysið varð, og þeir sluppu, hlekkjaðir sam- an á úlnliðunum. Þeir hötuðust, en ef þeir áttu að komast undan, urðu þeir að hjálpast að. Sagan hefur verið kvikmynduð og verður væntanlega sýnd í Trípólíbíó innan skamms. ÞEIR hötuðu hvorn annan, — en örlögin höfðu fjötrað þá saman. „Fjandinn hafi það,“ sagði bílstjórinn. „Ef þessi bölvaði negri hættir ekki bráðum að syngja, mölva ég á honum liausinn.“ Sessunaut- ur hans samþykkti það syfjulega. Bíllinn skrölti áfrám í næturmyrkrinu. Þeir voru staddir á einhverjum útkjálkavegi í Flór- ída. Það var ekki hægt að sjá tuttugu metra frá sér, og regnið steyptisþ niður. Þeir voru með hæityle'gan flutning .Sessunaut- urinn sneri sér við og leit í gegnum rimlarúðu aftur i farangursgeymsluna. Iilliýði! Meðfram báðum hiiðum húktu þeir á bekkjunum með sljó andlit, — ránmorðingjar, flækingar og ofbeldis- menn, — hlekkjaðir saman tveir og tveir. Svert- inginn Cullen söng svo hátt, að rödd hans yfirgnæfði skvampið i regninu og skröltið í vélinni. Þetta var nístandi söngur, dapur, villt- ur og örvæntingarfullur, — „blues,“ eins og það er sungið í Suðurríkjunum. „Hættu þessu væli,“ sagði Jackson, hvitur maður, sem sat við hlið negrans, og bölvaði. Noah Cullen hélt áfram að syngja. Hann hreyfði höfuðið eftir hljómfallinu. Svört augu hans gljáðu. Það var eins og Ijóðið hefði borið hann langar leiðir burt frá þessum stað. Þeir höfðu komizt Iífs af úr bílslysinu, en voru hlekkjaðir saman. Nú lá það fyrir þeim að flýja í slagviðrinu.. Söngurinn varð stöðugt sársaukafyllri. Jack- son gat ekki þolað þetta lengur. „Haltu kjafti,“ surtur,“ hvæsti hann. Svertinginn spratt upp. „Segðu þetta einu sinni enn,“ stundi hann með erfiðsmunum. „S-U-R-T-U-R!“ öskraði Jackson. En hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hnefi Cullens skall á andliti lians. Hv:H inaðurinn beygði sig og rak hnéð í kvið svertingjanum. IJann steypt- ist fram yfir sig. Heiftúðugir horfðu þeir hvor á annan — IJlekkir bundu liá hvorn við annan . . . Hinir fangarnir spruttu upp úr sætum sín- um. Þeir sáu ekki, að á þessari stundu stefndi bíll með skínandi hvít kastljós á vörubílinn og rakst á hann. Flutningabílinn slöngvaðist snöggt til hægri, slan/.aði við lága girðingu og steyptist siðan niður brekku. Það urðu brak og brestir og ógnarhávaði. Síðan varð allt hljótt. Aðeins regn- ið niðaði. . ■ í grárri morgunskímunni tveimur ldukku- stundum síðar var slysstaðurinn umkringdur. Lögreglubílar með hláu, blikandi ljósi lokuðu götunum, sem að honum lágu. Með gjallandi flautum nálgaðist hvítur sjúkrabíll. Umdæmislögreglustjórinn Max Muller, saman rekinn maður með digran háls, benti lögreglu- jijóni að koma til sín. „Hve marga menn höfum við samtals?" „Fimm, lögreglustjóri. Fleiri vildu ekki koma af frjálsum vilja.“ Fimm eru ekki margir, hugsaði Muller. IJann fór inn í sendislöðvarbílinn og fékk samband við landstjórann. „Hér er frekar ömurlegt um að litast, landstjóri. . . . Nei, engir dauðir, aðeins særðir. En tvcir fangar hafa sloppið. Já, við hefjum strax leitina ... Hveð? ... Auðvitað, maðurinn með blóðhundana lilýtur að koma á hverri stundu. . . Allt í lagi!“ Liðsforingi þjóðvegalögreglunnar gaf sig á- Jackson náði landi og varð að draga négranni upp úr íil þess að komast áfram sjálfur. samt sjálfboðaliðunum fimm fr-am við Muller lögreglustjóra. Honum var ínikið niðri fyrir. ,.Við vörnum þeim vegarins í suðurátt. Þá geta þeir ekki sloppið.“ Einn af sjálfboðaliðunum, magur maður með kónganef, strauk tvíhleypuna sína og glotti. „Yið skjótum þá niður, '— skjótum þá eins og kan- ínur . . .“ Lögreglustjórinn leit rólega á liann. „Þetta eru menn,“ sagði hann, „ekki kan- fnur.“ Ilinir litu undrandi á hann. En áður en þeir hefðu tíma til að segja nokkuð, stanzaði jeppi beint fyrir framan þá. f baksætinu sat kvein- andi yeiðihundur i höndum. Órakaður, lltill maður hljóp niður úr bílnum. Hann klappaðí lögreglustjóranum alúðlega á öxlina. „Hér er kominn Solly, vinur ykkar,“ kvakaði hann. „Blóðhundarnir mínir eru næmir eins og skiln- ingarvit að morgni dags. Hann neri stórar hend- ur sínar. „Jæja, við sjáum, hvernig fer, þegar hún hefur fundið lyktina af báðum glæpamönn- unum. . . .Þá fyrst byrjar veiðin í alvöru, og ég get fullvissað ykkur um, að ekki einu sinni heinin verða skilin eftir!“ Lögreglustjórinn svaraði honum ekki. Hann hneppti að sér leðurjakkanum og gekk hokinri inn á þröngan stíg. Hinir fylgdu honum eftir. Langt gátu flóttamennirnir ekki verið lcomnir. Ef allt gengi að óskum, gætu þeir allir verið komnir heim aftur næsta morgun. Landstjór- inn mundi íá góðar fréttir. Það stóðu kosning- ar fyrir dyrum. , . Nokkra stund leit út fyrir, að flóttamennirnir mundu ekki komast yfir á hinn bakkann. Jack- son og Cullen stóðu í miðju isköldu fljóti og börðust örvæntingarfullri baróttu við slríðan strauminn. Bölvaðir hlekkirnir! — Þegar negr- inn hrasaði allt í einu og reif Jackson með sér, var útlitið slæmt. Þeir bárust liratt með hring- iðunni fram eftir ánni . . . loks spyrnti Jackson 14- VIXAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.