Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 16
ÞEKKTU
SJÁLFAN
MG
Dr. Mafthías Jónasson:
SPÁMANNSEÐLI
OG
RAUNSÆI
A
Spántaðurinn og ættlandið.
Spámaðurinn er sú manngerð, sem verst hefur
þolað Ijós vaxandi þekkingar. í hálfrökkri van-
þekkingarinnar nær hann sterkustum áhrifum. A
þeirri tíð, þegar spámaðurinn gaf andlegri menn-
ingu þjóða svipmót sitt, var ailur alinenningur fjötr-
aður i vanþekkingu og blindaður af hjátrú. Spá-
maðurinn aftur á móli var snortinn dularmagni
og tendraður eldlegri
hrifningu. Honum veitt-
ist þvi auðvelt að beita
sefjunarafli sínu, livar
sem hann fór. Guðdóm-
legir yfirburðir hans
vöktu óttablandna lotn-
ingu. Á efa bryddi
livergi, nema á æsku-
stöðvum lians. Þar var öllu afli stolið úr guðdóm-
legum innblæstri hans. Sú reynsla er ævaforn, að
enginn verður spámaður i föðurlandi sinu. Enginn
tekur alvarlega spámannsæði þess manns, sem hann
ólst upp með, sá hræddan, vesælan og ánetjaðan
lágum hvötum. Bil ókunnleikans þarf að liggja
á milli spámannsins og þeirra, sem eiga að sefjast
af spádómum hans.
Spámaðurinn vex ekki upp eins og annað fólk.
Ilann birtist skyndilega, rétt eins og honum hefði
skotið upp úr djúpum jarðar eða hann fallið af himni
niður. Þannig kemur spámaðurinn ávallt fram:
skyndilega, fullkominn og óhagganlegur. Þess vegna
verður enginn spámaður meðal sveitunga sinna;
liann á enga og hefur enga samstöðu með neinum.
Heimkynni hans er æðra tilverustig, og þar á hann
málvini sina. En yfir jarðneska menn er hann
hafinn og þess vegna alltaf einn. Því verönr hann
skyndilega, og birtist skyndiega, rétt eins og eld-
ingu spádómsgáfunnar hafi lostið niður i einveru
aans i eyðimörkinni.
Eyðimerkurdvöl.
Eyðimörkin er einmitt sá jarðvegur, sem spá-
maðurinn sprettur upp úr. Þar afneitar hann sjálf-
um sér, ætt sinni og allri fortið, þar æsir hann
ofsa sinn, sem nærir sefjunarmátt hans, og magnar
með sér ófreska skyggni, sem hann telur opna
sér alla heima, upphefja fjarlægðir í tíma og rúmi
og gera liann handgenginn lífverum sólkerfanna.
Að sögulegum uppruna til er spádómsgáfan eyði-
merkur- og einsetufyrirbæri, enda koma hinir miklu
spámenn fortiðarinnar fram með þjóðum, sem áttu
skammt i eyðimörkina. Samt er dvöl á sandauðn
undir steikjandi hitabeltissól ekki eina ráðið til þess
að öðlast skyggni, sem spannar yfir sólkerfi og
vetrarbrautir, og spádómsgáfu, sem túlkar leyndar-
Gagnrýnin er ni* óvinnandi þraut íslenzkra spá-
manna. Hún er bæði sprottin a! smæð þjóðarinnar
og aí langerfiðu hugarfari. Einnig kemur það
íslenzkum spámönnum í koll, hversu erfitt er að
þurrka út fortíð sína í litlu landi.
dóma óþekktra tilverustiga. Ef svo væri. hefðu
ibúar þessa kaldu lands aldrei eignazt spá-
mann. Einnig í köldum löndum getá ytri og
innri áföll tendrað jiað spámannsæði, sem
þykist þe'Ss megnugt að varpa bjarma sínum
yfir heiminn. En það má aldrei bregðast, að
spáinannsefnið lifi um liríð í einhverju þvi
ástandi, sem verði honum eyðimerkurdvöl,
sliti hann úr öllum mannlegum tengslum, en
inagni í honum spámannsæði ófreskrar ofur-
rnennsku.
Hér á Iandi er fátt um vistlegar eyðimerkur,
sein spámenn vorir spretti fram úr. Geðveikin
hefur stundum orðið að ganga okkur j eyði-
merkur stað. En gæti Ódáðahraun flutzt undir
suðræna sól, livílíkur vitazgjafi spámanns-
æðisins yrðí það ekki! Á síðari tímum hefur
ofnautii ál'engis og annarra eiturlyfja fært
oss mikla spámenn, sem fúslega vildu vera
lampi fóta vorra, ef vér kynnum að þýðast.
Ef neisti spádómsgáfunnar er annars falinn
í eðli manns, virðast nokkur ár i þeirri vits-
munalegu upplausn, sem citurnautnir valda,
hafa svipuð áhrif á spámannsæðið og bruni
hitabeltissólarinnar.
Spámaðurinn vex ekki, hann birtist allt i
einu. Eins og kolbitur fornra sagna reis skyndi-
lega úr öskustó sem lietja og riddari, þannig
hefst innblásinn spámaður upp úr niðurlæg-
ingu drykkjusýkinnar, forkláraður og ofur-
mennskur, kominn i beint samband við æðri
•íilverustig — og raunar sjálfur þeim tilheyr-
andi, •—• ])ó að hann eigi vegna æðra hlut-
verks enn þá nokkra sýndardvöl í vorum
jarðneska ófullkomleika.
Þannig er spámaður nútimans. Mannlegri
skammsýni mætti hann virðast til orðinn i
undri, og sjálfum finnst honum hann kjórinn
af æðri máttarvöldum til þess að opinbera
fávísum lýð ofurmennsk sannindi. Engin furða,
að hann leggur áherzlu á blessunarrikt hlut-
verk sjálfs sín, þvi að allur spádómskraftur
þarfnast lotningarfullrar tilbeiðslu.
Spámannsörlög fyrr og nú.
Fyrr á tíð var spámanninum sú vígsla æðst
að vera grýttur eða settur i ljónagryfju. Þann-
ig þóttist fávis lýður gjalda hónum þá blekk-
ingu, sem hann hafði of lengi þolað honum.
En einmitt undir klóm rándýrsins eða grjót-
hrið böðla sinna innsiglaði píslarvotturinn
spádóm sinn órjúfanlega.
Þessi æðsta vigsla auðnast spámanni nú-
tímans aldrei. Hinn vantrúaði lýður beitir
öðrum ráðum. Kæruleysi hans er harðara en
steinarnir, háð hans hvassara en klær rán-
dýrsins. Spámanni nútímans er því alls ekki
spöruð pislargangan. Honum gagnar ekki að
staðhæfa, að lífverur æðri tilverustiga tali
bcinlinis gegnum munn hans; menn taka því
með axlayppting og meðaumkunarbrosi. Þegar
liann lýsir lifnaðarháttum æðra tilverustigs
hjá íbúum fjarlægra hnatta, spyr seskan háðs-
lega um vötn, dali, fjöll og gróður og skoðar
vorkunnlát þau dulrænu sönnunargögn, sem
hlaðast upp í kringum spámanninn um sam-
skipti hans við verur æðri heima.
16 VIKAN