Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 6
I'ÓLF DAGAR voru liðnir.
Einu sinni árla morguns sat Nikolaj Jermolaitsj rannsóknar-
dómari i vinnustofu sinni og fór í gegnum skjölin í Klásov-málinu.
Djúkovski gekk um gólf i herberginu, órólegur eins og villidýr í
búri.
— Þú ert sannfærður um, að þeir Nikolasjka og' Psekov séu
sekir, sagði hann og fitlaði við skegghýjung sinn með óstyrkum
fingrum. En hvers vegna viltu ekki verða þér úti mn vissuna
fyrir jiví, að Maria ívanóvna sé þeim samsek?
— Ég hef' aldrei sagt, að ég efist um það, öðru nær. En
það þarf sannanir! Og sannanir höfum við ekki. Þetta eru allt
saman getgátur........ hreinásti hugarburður.
— Þú lætur þér ekki nægja minna en axir og blóðug linlök!
En ég skai koma með sannanir samt, um það er lýkur. Þú átt
eftir að iðrast þess að hafa verið svo hirðulaus gagnvart hinni
sálfræðilegu liiið málsins. Þótt svo María Ivanóvna ætti eftir að
lenda i Siberiu, skal ég útvega sannanir. Þótt getgátur kunni að
vera gagnslausar, skal ég koma með annað, efniskenndara og
lialdbetra.....Og það mun færa þér heim sanninn um, að get-
gátur minar reynast réttar. Láttu mig bara fara.
Við Iivað áttu?
- Ilana þarna, sænsku eldspýtuna......Ertu búinn að gleyma
henni? En ég inan eftir henni. Eg skai komast eftir, hver það var,
sem kveikti í lienni í herbergi hins myrta manns. Það var hvorki
Nikolasjka né Psekov, ]>ví að við húsrannsókn lijá þeim fundust
engar eldspýtur af þeirri tegund. Þriðji mórðinginn er Maria
ívanóvna. Og ég skal sanna . . . Látið mig bara fara þangað og
kanna umhverfið.......
— Seztu nú .... Við höldum yfirheyrslunni áfram.
Djúkovski setlist við iitið horð og tók að rýna í plögg sin.
— Færið Nikolajska inn! hrópaði rannsóknardómarinn.
Nikolajska var leiddur inn í stoífuna. Hann var fölur og frannir-
legur eins og vofa og skalf frá hvirfli til ilja.
— Tetjocliov! tók til máls. Ári.S 1879 varst þú dærndur í tukt-
hús f.vrir þjófnað. Árið 1882 varsf þú ákærður l'yrir stuld að uýju
SÆNSKA ELDSPYTAN
Rannsóknardómarinn hafði tekið tvo menn
fasta vegna morðsins á Klausov, hann hafði
engar sannanir. Ef til vill var sænska eld-
spýtan bending?
6 VIKAN