Vikan


Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 13.07.1961, Blaðsíða 28
slcálc Skákblinda er veikleiki, sem iengi hefur hrjáð flest alla skákmenn allt frá örófi alda. í eftirfarandi slcák er mátið nokkurskonar ,,hjál|)armát". Hvítt: Pfeiffer, Þýzkalandi. Svart: Batlauni, Libanon. Hollenzk vörn. 1. <M/ 'd5 2. cJf c6 3. Rc3 e6 J/. e3 f5 5. Rf3 Bd6 6. Re5 Rbdl ? 7. Dh'if (Hvitur þurfti að hugsa lengi þennan leik, því hann varð að reikna út. hvaða mótspil svartur gæti fengið eftir 7. — g6 8. Rxg6 Rg8—f6 9. Dh3 Hg8.) 7. — Kf8 ?? (En hvað skeð- ur?) 8. Dfl mdt. — „Ég trúði varla mínum eigin augum," sagði Pfeiffer eftir skákina, „ég leitaði árangurs- laust eftir svörtum manni, sem vald- aði f7 reitinn." —O— ANNAÐ DÆMI. Hvitt: Gitesar, Rúmeniu. Svart: Bobby Fischer, USA. Sikileyjarvörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0—0 5. Bd3 d5 6. Rf3 Rc6 7. 0—0 dxc 8. Bxc4 Bd6 9. Bb5 e5 10. Bxc6 exd 11. exd bxc6 12. Bg5 He8 13. Dd3 c5 14. dxc5 ?? (Rúmenski meistar- inn hefur verið sleginn alvarlegri skákblindu), 14. •— Bxh2t! Hvítur gafst skelkaður upp. —o— OG ÞAÐ ÞRIÐJA. Hvítt: Klein, Ecuador. Svart: Mjagmarsuren, Mongólíu. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bd3 ?? RxRd4 7. Gefið. Támstundir Fáir munu vita um land nokkuyt, sem nefnt er Touva og er það þó tvisvar sinnum stærra heldur en Is- land. Þar búa um hundrað og fimmtíu þúsund manns þannig að það er enn strjálbýlla, en hjá okkur. Landið ligg- ur milli Sibieríu og Mongólíu og eru íbúar þess farandsfólk, því það lifir hjarðmannalífi. Og Þar eru gefin út frímerki, þó margir telji ástæðu til að ætla, að þeir væru ekki sérstaklega mikið skrifandi. Og heyrst hefur að mörg frímerki hafa verið gefin út þar í landi, jafnvel fullmörg, fyrir svo fá- menna Þjóð, en það ættu kannski ekki að vera færri tilfelli hjá þeim, eða t.d. hjá okkur. íþróttir 1 næstu blöðum verður stuttlega tekið fyrir málefni, sem sjálfsagt á hug margra. Við getum kallað það tilgang íþróttanna. Það sem við tök- um til meðferðar verður í stuttu máli sagt, hvaða gagn við höfum af íþrótta- iðkunum, ekki bara með tilliti til verðlaunakapphlaupsins, heldur að hvaða hvaða leyti þetta kemur okkur til góða dags daglega. Það eru margir sem eru hissa á því, að svo margir sem raun ber vitni snúa sér að íþróttunum. Þeir vilja viðurkenna að vissu marki, að það geti verið holit að stunda iþróttir og jafnvel gengist inn á það, að það sé vinsælt og skemmtilegt að horfa á iðkun íþrótta úr áhorfendasætum. En hvert er hið sanna takmark íþróttanna? Það væri ekki of mikið sagt, að þær auðgi lif vort. Það er nefnilega þann- ig að það eru nokkuð margir, sem ekki geta látið sér nægja hinar venju- legu göngur úr og i strætisvagna og upp og niður stiga heima hjá sér. Hjá mörgum er tilhneiging til að gera eitthvað meira og annað, eitthvað sem getur fangað hugann og veitt líkamlega og sálarlega útrás. Þeir sem leita þessarar útrásar í íþrótt- unum, finna hana líka oftast nær, einmitt vegna þess, að iþróttaandinn höfðar til hins bezta í okkur. Mark- mið íþróttanna er að veita okkur líkamlegt þrek og heilsu. Þær eiga að auka færni og leikni okkar í þeim greinum sem við stundum. Þær eiga að þroska og efla félagsanda með okkur og veita okkur eðlilega ú1rás fyrir keppnislöngun, sem býr með hverium heilbrigðum manni. Auk þess eiga þær að vera góðar og gagn- legar tómstundaiðkanir Það er eng- inn vafi á því, að þær hafa þrosk- andi áhrif á iðkendur sína eins og hver önnur tómstundaiðkun, sem tek- ur hug vorn. Þess vegna eru íþrótt- irnar svo mikill liluti, svo snar þátt,- ur í lifi margra og einmitt þess vegna er furðulegt að töluverður hópur manna skuli hafa ýmugust á iþrótt- um. Hóf er bezt í öllu. Okkur er Ijúft að játa, að hin ofsalega stjörnudýrk- un, sem tíðkast viða, er ekki ein- göngu til að örva sannan íþrótta- áhuga. skrítlur Maður hafði dottið ofan í skólp- brunn og kallaði á hjálp. Annar mað- ur kom að og spurði: - Féllstu ofan í? Hinn svaraði: — Þar sem þú sýnir málinu nokkurn áhuga, Þá verð ég að segja þér hvernig þetta vildi til. Ég var af tilviljun staddur hérna niðri og þeir gerðu gangstéttina i kringum mig. Tækni Sífellt er verið að reyna að búa til vélar í farartæki, sem væru ódýrari og hentugri í rekstri, heldur en þau, sem nú eru notuð T.d. er verið að framkvæma rannsókn og gera til- raunir með þo'tuhreyflum í lang- ferðabíla í Sovétrikjunum. Hreyfill- inn er að þyngd helming léttari, held- ur en sambærileg diselvél og tvisvar öflugri Þá á hraðinn að vera um 140 til 160 km. á klst. á faratækinu og má það vera allsæmilegur ferðahraði. Þessar tilraunir eru sérstaklega gerð- ar með þarfir hinna kaldari svæða Sovétríkjanna fyrir augum. —O— Það er ekki eingöngu á sviði vél- tækni, sem breytingar eiga sér stað. Nú hafa Bandaríkjamenn tekið uppá því að nota leður í gólf. Það er þannig að þetta eru leðurflísar 23 sentímetra á kant og er límt með sérstöku lími á gólfin. Þetta er svo dýrt, að það verður varla aðrir en forstjórar stór- fyrirtækja, sem geta leyft sér slíkan munað og þá aðeins á skrifstofunni. En slík gólf kváðu vera slitsterk og mjög þægileg að ganea á þeim. —O— Það verður ekki af Bandarikja- mönnum skafið, að þeir eru manna mestir í auglýsingasviðinu. Sem dæmi um það má taka uppátæki bílfram- leiðenda í Detroit. Þar hefur komið fyrir eftirlíking bíls á stálramma sem er um 15 metrar á hæð. Bíllinn er um þrjátíu tonn af stáli og þrjú hundruð og þrjátíu tonn af steinsteipu í lík- anið. Þvermál hjólanna er tveir og hálfur metir og undir bílnum hafa verið sett tvö hundruð og fjörutiu ljós, sem er þannig íyrir komið að það er sem bíllinn sé á ferð allan tím- ann. Á nóttunni er kveikt á framljós- um og afturljósum. Til þess að gera það nú ekki endasleppt hefur nafn bilsins verið komið fyrir yfir þessu og er það sex metra á hæð. Um þrjú þúsund perur eru í þessu listaverki bílaiðnaðarins og einn kilómetir af neonrörum. Svo er nú það. Argerð 61. í Detroit. hlj<5mlist Það er eins og Frankie Laine sé alveg dottinn af hlassinu, að minnsta kosti hefur ekkert heyrzt til hans um langt skeið. Það eru ekki nema svona fimm ár siðan að ekki mátti svo 'opna útvarp, að ekki heyrðist í honum. Plöturnar með honum seld- ust eins og heitar lummur um viða Frankie Laine veröld. Frankie byrjaði að syngja opinberlega á fimmtánda ári og var það í Chicago. Hann hefur orðið fyr- ir miklum áhrifum frá jassinum, sem þá var leikinn Þar, þó seinna meir hafi hann eingöngu lagt fyrir sig dægurlög og kúrekalög. Á stríðsárun- um kom hann ekki nærri hljómlist, en í stríðslok fór hann aftur að hugsa til hreyfings og leið ekki á löngu að hann var kominn vel upp vinsæld- arstigann. Hann hefur leikið í nokkr- um söngvamyndum og hafa þær ver- ið sýndar oftar en einu sinni hér á landi. Það var svona kringum 1955 og 56 ,sem að vinsældir hans hér á landi voru hvað mestar. En nú fer sem sagt mjög litið fyrir honum í plötuheiminum, en hann er svo sem alltaf að syngja á skemmtistöðum vestra og það er aldrei að vita, nema hann eigi eftir að snúa aftur á heims- markaðinn. Kannski verður það, þeg- ar rokkið fer eitthvað að dragá sam- an seglin. En fornir aðdáendur Frankie Laines hafa ekki gleymt honum og vona að hann fari bráðum að láta heyra eitthvað meira í sér. —O— Nokkru fyrir seinustu jól kom út plata með lagi, sem hét „What do you want". Sá sem söng inn á þá plötu heitir Adam Faith og stendur á tvítugu. Hann hefur stundað sitt af hverju og meðal annars hefur hann verið við skeytingar á kvik- myndum í nokkur ár. 1 tómstundum sínum stjórnaði hann „Skifflegroup", sem er hljómsveit, sem notast við alls konar tæki, sem varla flokkast undir hljóðfæri, venjulegra manna á meðal. Þeir félagar komust það langt að taka Þátt í sjónvarpsdagskrá og 2B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.