Vikan


Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 7
leg og hefSi áreiðanlega gott af því að vera dálítinn tíma í rólegu sveitaþorpi hjá þessari ágætu frænku minni. Dorette tók i sama streng og sagðist vel geta séð um heimiliö fyrir 'mig þennan tíma. Enda þótt ég gerSi alveg eins ráð fyrir þvi að þurfa að moka út með skóflu, þegar ég kæmi heim, lét ég til leiðast. Ég var orðin úrvinda af svefnleysi, og föður- systir mín var skynsöm og myndarleg húsmóðir, sem ég gæti talað við um vandamál mín. En ég var samt ekki alls ,kostar ánægð. Holgeir var allt of hrifinn af Dorette, en ég vonaði, að það breyttist, þegar hún tæki við hússtjórninni og hann væri búinn að lifa á dósamat i heila viku. Þá mundi hann sennilega hringja til mín og grátbiðja mig að koma aftur og hjálpa upp á sakirnar. Það var dálitið tilbreytingarlaust hjá frænku minni, og til áð hressa mig upp breytti ég um hárgreiðslu, og frænka mín sagði, að „nú liti ég út eins og ung, nýgift lcona.“ Mér þætti gaman að vita, hverju ég liktist áður, — og minntist þess, að Holgeir hafði ráðlagt mér að klippa mig eins og Dorette. Ég fékk bréf að heiman, sem auðsjáanlega voru samin í flýti. — Þau höfðu sjálfsagt nóg að gera að grafa sig upp úr ruslinu, hugsaði ég sigri hrósandi. — En ég fékk enga beiðni um að koma aftur og var satt að segja dálítið vonsvikin. Föður- systir min gagnrýndi föt min, varalitinn og sem sagt allt mér viðkomandi. Hún sagði, að heima gengi ég upp i hreinlætisdellu og alls konar dútli, ég ætti engin börn og hefði í raun og veru ekkert um að hugsa, og svona lét hún dseluna ganga. Að lokum fannst mér nóg komið af svo góðu, svo að ég ákvað að fara heim. Dorette svaraði i simann, þegar ég liringdi. Ég spurði hvort hún hefði ekki fengið frú Hansen til að hjálpa sér. „Nei,“ svaraði liún, að því er virtist, hin ánægðasta og sagðist vel komast yfir þetta sjálf. — Mig hryllti við tilhugsuninni um útlit hússins. Dag- inn eftir fór ég lieim með fyrstu lest. Dorette og Holgeir biðu min á járnbrautarstöðinni. Holgeir var kátur og unglegur og sagði strax og hann sá mig: „Þú ert komin með nýja hárgreiðslu, — hún fer þér vel.“ Ég varð dálitið súr á svipinn og gat ekki stillt mig um að segja, að eiginmenn væru ekki vanir að taka eftir þess háttar. En þá skaut Dorette þvi inn, að ég yrði að taka tillit til þess, að við værum ung og að kalla nýgift. — Já, mér liættir vist oft við að gleyma því! Dorette var í fallegum fötum eins og vana- lega, og ég hugsaði fleira en ég sagði. En ég varð furðu lostin, þegar ég kom inn í húsið. Það var bæði hreint og vistlegt. — „Holgeir liefur lært að ryksjúga og sjá um miðstöðina,“ kvakaði Dorette. — „Þá er líklega ekkert sérstaklega huggulegt i kjall- aranum,“ hugsaði ég, — en þar var reyndar allt í stakasta lagi. Það voru blóm í öllum vösum, og köku- ilminn lagði um allt húsið. „Er frú Hansen hérna í dag?“ spurði ég. Dorette hló, — hún var að leggja á borðið var með í organdisvuntu, sem var litlu stærri en vasaklútur. — „Ertu alveg frá þér. Heldurðu, að franskar konur séu einhverjir aumingjar?" Ég tautaði eitthvað um, að ég liefði heyrt, að þær væru sparsamar og kynnu að búa til góðan mat. „Jæja„ svaraði Dorette og ljómaði af ánægju. „Hér eru öll þægindi, sem hægt er að hugsa sér, svo að þvi fer fjarri, að ég þurfi á aðstoð að halda, og ef þú hefðir átt börn, hefði mér verið sönn ánægja að því að sjá um lieimilið fyrir þig i einn mánuð enn. — Að svo mæltu fór hún fram í eldhús. Ég fór upp á loft, og Holgeir bar ferðatöskuna mina. Það voru blóm á snyrtiborðinu minu. Holgeir flautaði i baðlierberginu. Ég leit i kringum mig og gat ekki fundið að neinu. „Þessi stúlka er svo dugleg, að ég er viss um, að þú trúir þvi varla,“ sagði Holger brosandi. „Hún fór á fætur klukkan sjö á morgnana og bakaði „rúnnstykki“ með kaffinu. (Naðra, hugsaði ég). Og svo tók liún til óspilltra málanna, og ég rfékk líka að kenna á þvi. Áður en ég fór á morgnana, varð ég að bursta skóna mína, sjá um, að allt væri i lagi í miðstöðvarherberg- inu og sópa kringum ruslatunnuna. Á meðan söng hún i eldhúsiu, svo að mér fannst bara gaman að þessu. Jæja, svo að hann ætlaðist til þess, að ég stæði syngjandi ariur, meðan liann sýndi mér, hvað hann væri orðinn duglegur. Ég ætti nú ekki annað eftir.“ En andrúmsloftið var nú samt þannig, að það sló mig alveg út af laginu. Allt var eitthvað svo notalegt, snoturlega lagt á borðið, og Dorette framreiddi fransk- an mat með hvítlauk, svo að ég borðaði allt of mikið og drakk meira rauðvín en ég liafði golt af. Á eftir sátum við i dagstofunni og hlógum, — ég lika. Ég gleymdi alveg að þvo upp og var næstum þvi eins og gestur á minu eigin heimili. Ég rankaði ekki við mér fyrr en morguninn eftir, þegar Dorette gerði mér rúmrusk. „Flýttu þér á fætur,“ sagði hún. Holgeir er farinn til bæjarins, og við þurf- um að hafa hraðan á, því að ég hef tvo aðgöngumiða að tízkusýningu, og þú átt að koma með.“ Það dugðu engin mótmæli. liaffið beið oklcar i eldhúsinu. — Allt var hreint og þokkalegt. Dorette var rösk, að hverju sem sún gekk. Ég sá engin óhrein föt, svo að þvottareikningur- inn yrði sennilega ekkert smáræði. En Dorette sagði: „Ég þvoði um daginn. Það gekk eins og í sögu. Ég hlustaði á útvarpið, meðan ég var að strauja.“ Ég fékk hálfgert samvizkubit. „Þú hefur unnið allt of mikið, Dorette.“ Hún leit á mig með alvörusvip, svo sagði hún: — „Jette, ég skal arfleiða þig að verkaskipan minni. Hún sparar tíma. Þú lýkur liúsverkunum í tæka tið, og þegar Holgeir kemur heim, getur þú verið búin að snyrta þig, svo geturðu þvegið upp daginn eftir. Þú þarft ekki að fara á skrifstofu eða vinna neitt utan heimilisins og getur haft nógan tima fyrir sjálfa þig. Karlmenn kunna vel að meta, að konur þeirra séu snotrar og vel til liafðar.“ Hún brosti svolítið feimnis- Framhald á bls. 34. MKMt 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.