Vikan


Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 25
Yon er á fyrsta gestinum til dvalar í Monte Paraiso, og Lísa bíður komu hans með eftirvæntingu - og nokkrum kvíða. getum einmitt látið í té, þarf það ekki jafnframt að búast við óhófi og viðhöfn. — Nei, líkast til ekki, samsinnti hún. Og þó hafði hún sterkan grun um, að ef hann annars kæmi, þessi leikritahöfundur, mundi hann heimta sitt af hverju í þá átt. En svo var alls ekki víst, að hann kæmi. Það flaug henni í hug, er hún póstlagði bréfið i Nova Friburgo. Drembinn og drýldinn? Þar kom þó nokkrum dögum síðar, er þau sóttu póstinn, að bréf hafði borizt til þeirra. Marin var með þeim að þessu sinni, og það var hún, sem gall við: — Það er stimplað í Ríó! Það er áreiðanlega frá honum, Lisa. Flýttu þér að opna það og sjá, hvað hann skrifar! Bréfið var vélritað á póstpappír Copacabana Palace gistihússins. Upplýsingar merktar 1234. Undirskriftin var tilgerðarleg, en Lísa þóttist geta lesið úr því nafnið Viktor J. Cleveland. Óskaði bréfritari þess, að ungfrú Tremein ætl- aði honum rólegt og þægilegt, bjart og loftgott herbergi með skrifborði um óákveðinn tíma, að líkindum fjórar til sex vikur. Óskaði hann að geta fengið matinn fram borinn í herberginu, hvenær sem honum hentaði, og vildi leyfa sér að taka það fram, að hann kærði sig ekki um að taka þátt í neins konar samkvæmislifi með öðrum gestum eða vera með i hugsanlegum skemmtiferðum. Eina ástæða hans til að flytja sig út i sveit væri sem sé sú, að hann þyrfti fullkominn vinnufrið. Loks skýrði hann frá Þvi með fullri vinsemd, en nokkru lítillæti sem kunnur rithöfundur, að sér fyndist samkvæmislífið i Ríó meina sér að geta helgað tíma sinn að fullu leikriti þvi, er hann væri að semja. Væri hann því þakklátur, ef ungfrú Tremein gæti sent honum staðfestingu þess, að hún hefði herbergi fyrir hann til reiðu, og þætti vænt um að vera sóttur á stöðina í Nova Friburgo síðari hluta laugardags. Neðan máls var handrituð klausa, er hljóðaði svo: Skrifborðið þarf að vera á björtum stað. -— Hann veit að minnsta kosti, hvað hann vill! varð Maureen að orði. Hún hafði lesið bréfið yfir öxlina á systur sinni. Lísa hló. ■— Já, skrifborð með góðri birtu getur hann að minnsta kosti fengið. Við flytjum gamla skrifborðið hans Terens frænda inn í eitt af her- bergjunum, sem snúa út að garðinum. Þar fær hann allt siádegissólskinið inn til sín. Það verður kannski I heitasta lagi, en hann getur þá ekki kvartað yfir ónógri birtu. Og loft fær hann nóg með því að opna gluggann. Og sama er mér, þó að hann láti bera allan mat sinn inn til sín á herbergið. En hann er svo hátíðlegur og sjálf- birgingslegur, að mig hryllir við! -—- Drembinn og drýldinn, bætti Maureen við all- “vonsvikin. Hún hafði vonazt eftir viðkunnanlegri leigjanda. En svo birti verulega yfir svip hennar. -— Hann er sjálfsagt múraður af peningum og fús til að borga vel fyrir sig, sagði hún. Þeim bar öllum saman um, að það væri fyrir mestu, eins og sakir stæðu. Það var orðið æði- knappt um lausafé hjá þeim eftir kaupin á Gæð- ingi. En ef þessi Cleveland yrði hjá þeim í sex vikur ... — Það er skrítið, að hann skuli koma með lestinni, en ekki í einkabíl, hélt Maureen áfram. — Hann hlýtur þó að eiga bifreið. — Honum er kannski hægra að losna við að- dáendahópinn, ef hann tekur lestina, svaraði Lisa og var farin að hugleiða, hve mikið gjald væri hægt að heimta, ef máltiðir væru bornar inn til hans. -— Haldið þið, að sjötíu og fimm krónur á dag sé of mikið? — Hann verður áreiðanlega hrifinn af að fá að aka i Gæðingi, haldið þið það ekki? sagði Maureen og kímdi meinfýsilega. Lísa hrökk við og leit til hennar. Hugsuninn um, að hinn frægi Viktor J. Cleveland, — því að frægur hlaut hann að vera, — færi að hossast og hristast i jeppanum yfir stokka og steina á leiðinni upp til Monte Faraiso, var svo fráleit, að hún gleymdi í bili sínum eigin bollaleggingum. — Við ættum ef til vill að vara hann við, mælti hún með tregðu og hugsaði með sér, að vafa- laust þyrfti hún að geta um ýmislegt annað, er hún svaraði bréfi hans, — til dæmis, að þar væri ekkert rafmagn ... — Ef þú gerir það, kemur hann áreiðanlega ekki, sagði Maureen. Lísa hnyklaði brýnnar. —■ En ég verð þó að skrifa honum, og þá ... — Við sendum honum skeyti, flýtti Mikki sér að segja. — Enginn getur búizt við að fá ná- kvæmar upplýsingar i einu símskeyti. Bara segja, að herbergið sé tilbúið og við sækjum hann á stöðina. Þetta virtist einfaldasta lausnin. Og meðan stúlkan á pósthúsinu var að stafa sig fram úr hinum flóknu erlendu orðum, reyndi Lísa að friða samvizkuna með Því, að þau hefðu þó alls engu skrökvað að Viktor J. Cleveland. Og Monte Paraiso var friðsæll og rólegur staður. Það er Mikki, sem verður þó að aka honum hingað upp eftir, hugsaði hún feginsamlega. Og ef hann lifir af hristinginn í Gæðingi, getur Mikki á leiðinni búið hann undir eitthvað að þvi, sem bíður hans. Það kom glettnisglampi i augu henanr. Þetta verður ágætisæfing fyrir hann. Hann verður að segja Billu það sama, þegar hann sækir hana í næstu viku ... Óvæntir endurfundir. En þegar laugardagurinn rann upp, lýsti Mikki yfir því, að hann yrði að bora upp vatnsleiðsluna, Framhald á bls. 38. Lísa vék sér að eldri manni spurði hvort hann væri herra Cleveland. :• X' :•;:'•'•iý':-;::--:- t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.