Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 30
Sendiför til Ungverjalands.
Framhald af bls. 17.
unnt, að segja þeim þýzku, að við
gætum ekki orðið viS beiSni þeirra,
og Hans varS allt í einu harla ein-
kennilegur á svipinn, minnti helzt á
kaupsýslumann, sem fær skyndilega
grun um, aS hann liafi látiS snúa
á sig í viðskiptum. Tveimur sólar-
hringum eftir, að þessi atburður
gerðist, kom þýzkur liðsforingi ask-
vaðandi inn i herbergi okkar i gisti-
húsinu og bað leyfis aS fá að lita á
skilríki okkar. ViS sýndum honum
skilríki þau, sem Hans hafði látiS
okkur i té. Hann athugaði þau mjög
nákvæmlega, og áður en okkur gafst
ráðrúm til að hreyfa andmælum,
hafði hann stungið þeim á sig og
var allur á bak og burt.
Þremur dögum siðar fengum viS
heimsókn þriggja óeinkennis-
klæddra eftirlitsmanna frá utanrík-
isráðuneytinu. BáSu þeir okkur að
fylgjast með sér á lögreglustöSina,
og þar urðum við svo að bíða, á
meðan þessir þrír embættismenn
rannsökuðu hibýli okkar í gistihús-
inu. Nokkru síðar komu þeir aftur
á lögreglustöðina með herfang sitt,
bunka af öryggisvegabréfum og mik-
ið af óútfylltum eyðublöðum undir
orðsendingar, sem unnusti vélritun-
arstúlkunnar hjá Wallenberg hafSi
afhent okkur.
Þessa vetrarmánuði urðu menn,
svo að þúsundum skipti, fyrir pynd-
ingum og misþyrmingum í lögreglu-
stöðvum, hermannabröggum eða að-
alstöðvum örvakrosshreyfingarinn-
ar. Við Gabor vorum í þeim fjöl-
menna hópi. Ég ætla mér ekki að
lýsa þeirri meðferð, sem ég varð
fyrir. Fyrsta hálfa mánuðinn á eftir
lá ég veik og þrotin að kröftum.
Ég var flutt i sjúkrahús, þar sem
ég mátti þola sex skurðaðgerðir. En
allt þetta skipti minnstu máli. Ég
slapp lifandi frá þessu öllu saman.
— Hver er afstaða sænsku sendi-
sveitarinnar gagnvart Bandamönn-
um? Hvernig er háttað sambandi
Wallenbergs við Rússa og Banda-
menn? Þessar spurningar voru end-
urteknar aftur og aftur endalaust.
Örvakrossliðarnir reyndu á allan
hátt að fá það sannað eða aS minnsta
kosti að láta það líta svo út, að
starf okkar væri þáttur í stórkost-
legri og skipulagðri andspyrnu-
hreyfing gegn Hitler.
Við neituðum að svara. í fyrsta
iagi höfðum við ekkert aS játa, i
öðru lagi var okkur ljóst, að við
yrðum óðara tekin af lifi, ef við
játuðum. Við þraukuðum þvi af allar
þjáningar í fullri vissu um það, að
stund frelsisins væri i nánd.
Böðlar okkar voru ekki heldur
sem bezt til þess failnir að gegna
hlutverki sínu. Þá skorti nú alger-
lega þá meðvitund um skefjalaust
vald og öryggi, sem áður fyrr hafði
gert þá svo harðsnúna í starfinu.
Þeir minntu mig einna helzt á starfs-
menn fyrirtækis, sem rambar á
barmi gjaldþrotsins, svo að þeir
vinna skyldustörf sín hangandi
hendi og ekkert þar fram yfir og
hafa hugboð um, að svo geti fariS,
að þeir fái ekki greidd laun sín um
næstu mánaðamót.
Og gjaldþrotið lét ekki heldur
lengi á sér standa. Áður en til þess
kom, hafði Gabor tekizt að flýja og
naut þar bæði furðulegra tilviljana
og aðstoðar fangavarðar nokkurs,
sem átti að gæta hans á leiðinni
milli fangelsisins og lögregiustöðv-
arinnar, þar sem yfirheyrslurnar
fóru fram. Og um leiS og hann var
frjáls orðinn, fór hann að vinna
að því af öllum mætti að fá mig
látna lausa.
Hann gekk meðal annars á fund
biskupsins af Györ, Vimos Apor, og
bað hann aðstoðar. Biskupinn gekk
tafarlaust á fund borgarstjórans,
sem neitaði þó að veita honum á-
heyrn, þegar hann varð þess á-
skynja, að erindi hans varðaði
pólitískan fanga.
ÞaS er ekki að vita, nema Gabor
hefði tekizt það að fá mig látna
tausa, en svo fór hins vegar, að til
þess kom ekki, þar sem nazistar
höfðu ákveðið að flytja alla fanga
á brott. í lok marzmánaðar 1945 vor-
um við rekin fótgangandi af stað, og
var förinni heitið til fangelsisins
mikla í Sopronköhida í nánd við
landamærin. ÞaS varð sannarleg
píslarganga. Ég var gersamlega
kröftum þrotin eftir pyndingarnar
og allt það annað, sem ég hafði orð-
ið að þola, svo að ég gat með naum-
indum dragnazt áfram, en þó voru
margir af samföngum mínum enn
verr út leiknir. Það var þvl ákafiega
aumkunarverð fylking, sem labbaði
sig eftir þjóðveginum, reikul í spori.
Þegar við komum á krossgötur
nokkrar, dundi allt í eánu á vél-
byssuskothríð. Það nægði til þess, að
fangaverðirnir voru óðara horfnir
út í buskann. Ég leitaði skjóls í
skurði við veginn eins og hinir
fangarnir. Innan stundar vorum við
umkringd hermönnum með loðhúfur
og í gráum frökkum. Skammt frá
stóð þýzkur herbíll í björtu báli.
Rússnesku framherjarnir sóttu nú
fram hjá okkur.
Rússneskur liðsforingi sýndi mér,
hvaða leið ég skyldi fara. Eins og
vélknúið gervimenni hélt ég þegar
í áttina, sem hann benti. Þetta var i
fyrsta skipti i háa herrans tið, sem
ég hlýddi skipun manns í einkenn-
isbúningi ótta- og kvíðalaust. Ég
varð gripin furðulegri kennd, — að
nú loksins væri ég frjáls, að nú
mundi ég sjálf geta ákveðið það héð-
an af, hvert ég ætlaði og hvað ég
tæki mér fyrir hendur. Það mundi
ekki framar verða skylda mín að
hætta lifi mínu vegna annarra, sem
væru í hættu staddir, og ég yrði ekki
framar nauðbeygð til þess hvað eftir
annað að flýja hættur, sem að mér
steðjuðu.
Þessi kennd var þrungin máttugri
sælu, og hún veitti mér þrek til að
brjótast áfram og özla forina upp i
ökia. Og ég var ekki ein um það.
Hvarvetna gat að líta hópa flótta-
manna, sem höfðu snúið heim aftur.
Þetta var ekki glæsileg fylking á að
lita, en það var dásamlegt til þess að
hugsa, að okkur skyldi ekki lengur
vera gætt af hermönnum og fanga-
vörðum með alvæpni og að við héld-
um þá leiÖ, sem við sjálf kusum.
Þegar á leið kvöldið, náði ég að
bóndabæ einum, og var þar þá þeg-
ar fullsetið af flóttafóiki á öllum
aldri, sem að heita mátti allt var
frá Búdapest.
Skömmu fyrir miðnætti var barið
harkalega að dyrum. Þar voru á
ferðinni hermenn, sem hrópuðu
„barachnyi“ og „gentdhinyi“, og
enda þótt við skildum ekki orðin,
voru þau mælt þeim rómi, sem vakti
með okkur illan grun. í sömu svif-
um heyrðist kona reka upp vein,
sem ekki var neinum örðugieikum
bundið að skilja.
Morguninn eftir vaknaði ég i
hálmdyngju, þar sem mér hafði tek-
izt að finna fylgsni, og á sömu andrá
stóðu atburðir næturinnar Ijós-
lifandi fyrir hugskotssjónum min-
um. Ég hafði beitt síðustu kröftuffi
til að slita mig lausa af rússneskum
hermanni, sem náð hafði taki á mér
Ég gat ekki greint andlit hans, en
ég sparkaði til hans i myrkrinu af
öllu afli, og það spark hlýtur að
hafa hæft, þvi að hann rak upp
ógurlegt öskur og sleppti mér, og ég
faldi mig í hálmdyngjunni, þar sem
ég svo lá og bærði ekki á mér, og
þótti mér þá helzt sem ég væri eins
og veiðidýr, sem sæti fast i gildru.
Það leit út fyrir, að þetta frelsi, sem
vakið hafði með mér slikan fögnuð
daginn- áður, mundi reynast ímynd-
un ein.
Daginn eftir komst ég til Györ
og var þegar flutt þar í sjúkrahús.
Wimos Apor biskup lá i næsta her-
bergi við mig. Hann hafði veitt húsa-
skjól mörgum af þeim Gyðingum,
sem Béla Elek hafði tekizt að bjarga
úr útrýmingarbúðunum við landa-
mærin. Þar að auki hafði hann reynt
að vernda nokkrar konur fyrir
hrottaskap Rússa, en þeir rússnesku
gerðu sér hægt um vik og brutust
inn í bústað hans og námu hinar
ógæfusömu konur á brott með of-
beldi. Þegar biskupinn hreyfði mót-
mælum og reyndi að koma í veg
hús vegna þeirra áverka, sem ég
hafði hlotið við pyndingarnar, þar
sem læknisaðgerðirnar i sjúkrahús-
inu í Györ höfðu eingöngu verið til
bráðabirgða. Þetta varð löng sjúkra-
hússvist. Vinir mínir, sem ég hafði
unnið með á vegum sænsku sendi-
sveitarinnar, heimsóttu mig á stund-
um. Og allir höfðu þeir setið um
hríð í fangelsum Rússa og orðiö að
þola langar og strangar yfirheyrsl-
ur.
— Já, en hvað var það eiginlega,
sem þeir vildu fá að vita? spurði ég
einn af þessum vinum mínum, sem
hafði verið látinn laus eftir sex
vikna fangelsisvist.
— Þeir spurðu mig stöðugt um
starf mitt hjá Wallenberg og við
hvað ég hefði unnið hjá sænsku
sendisveitinni. Það leit út fyrir, að
þeir væru helzt þeirrar skoðunar,
að við hefðum verið eins konar
njósnarar fyrir Breta.
— Já, — en Þýzkararnir virtust
einmitt líka þeirrar skoðunar, sagði
ég undrandi. — Eru Rússar og
Bretar þá ekki bandamenn?
Vinur minn brosti, en bros hans
var beizklegt.
— Svo virðist sem það sé eitthvað,
sem við höfum misskilið, Eva, svar-
aði hann. — En persónulega má ég
fyrir óhæfuverk þeirra, skaut einn hrósa happi. Þeir misstu allt i einu
af rússnesku hermönnunum hann í « anan áhuga á mér og létu mig laus-
kviðinn. Þannig hafði Apor biskup*, an_
bjargað mönnum hundruðum sam-,* Qg nú fór ég að renna grun í, að
an frá ógnum nazismans — og upp- koma Rússa mundi ekki hafa neina
skar svo það eitt að verða sjálfur
fórnarlamb þeirra, sein komu til að
frelsa þjóðina undan oki nazismans.
Tíu dögum slðar, 14. april, hélt
ég með Rauðakrosslest aftur heim
til Búdapest. Og þar biðu min enn
ný vonbrigði.
Yngri bróðir minn var aleinn
heima i ibúðinni.
— Hvar er faðir okkar?
— Þeir tóku hann.
— Hverjir, — Þýzkararnir? —
eða örvakrossliðarnir?
— Nei, Rússarnir. Það er meira
en mánuður síðan. Það varst þú, sem
þeir vildu ná í, en þegar þú varst
ekki hérna, tóku þeir pabba í stað-
inn.
Og allt í einu fannst fannst mér
sem enn væri setið um mig, öldungis
eins og þegar ég stóð við hlið Wall-
enberg í starfi hans. Hvað skyldi
hafa orðið um hann?
— Er Wallenberg enn hér f Búda-
pest? spurði ég bróður minn.
— Nei.
— Er hann farinn heim til Svi-
þjóðar?
— Nei, svaraði bróðir minn, sem
var fimmtán ára að aldri, en hafði
þó þegar lifað fleiri örlagaríka at-
burði en margur maðurinn um
fimmtugt. Rússar hafa tekið hann
líka, bætti hann við. Að minnsta
kosti hefur mér verið sagt það.
Ég skildi ekki neitt i neinu. Þetta
virtist striða gegn allri heilbrigðri
skynsemi.
Daginn eftir var ég lögð í sjúkra-
frelsun í för með sér, öllu fremur
nýtt hernám.
Ég var ákaflega kviðandi vegna
föður mins og að sjálfsögðu ekki
siður Wallenbergs vegna, en hvarf
hans var mér jafnvel enn óskiljan-
legra. Mér fannst ég vera einmana
og yfirgefin, þvi að Gabor var ekki
heldur lengur í Budapest. Skömmu
eftir flótta sinn úr fangelsinu hafði
hann látið skrá sig til þjónustu i
hinum nýja, ungverska her og var
nú staddur á vigstöðvunum.
Gabor kom heim aftur í maímán-
uði. Þá hafði dregið úr viðsjám, og
nokkru siðar veittist mér einnig sú
ánægja að sjá föður minn aftur.
Hann var magur og þrotinn að
lcröftum, en hann var þó á lifi.
En baráttuhugur hans var óbil-
aður. Ásamt Gabor tók hann að
reyna að upplýsa hið dularfulla
hvarf Wallenbergs, en það litla, sem
þeim tókst að komast á snoðir um,
gerði hvarf hans aðedns enn dular-
fyllra.
Á aðfangadagskvöld 1944 höfðu
Rússar slegið hring um Búdapest.
Eins og þegar er frá sagt, hafði
Wallenberg aðsetur sitt í Pest til
þess að vera sem næst verndarsvæð-
inu og ghettóhverfinu. Hann var
hinn eini allra erlendra sendisveit-
armanna, sem hafði kjark til að
halda áfram baráttunni fyrir öryggi
Gyðinga og hinna ofsóttu. Þegar
hann heyrði, að Þjóðverjar hefðu
í hyggju að sprengja ghettó-hverfið
i loft upp, gekk hann rakleitt á fund
Schmidthubers hershöfðingja og
sagði: — Ég vara yður við, hers-
höfðingi. Verði ghettó-hverfið
sprengt i loft upp, skal ég sjá svo
um, að Rússar hengi yður . . .“
Schmidthuber vissi, að Wallen-
berg var maður, sem lét ekki sitja
við oröin tóm, og hvarf frá fyrir-
ætlan sinni; ghettó-hverfinu var
hlíft.
Hvers vegna hótaði Wallenberg
Þýzkurunum hefnd Rússa? Gerði
hann það eingöngu til að hræða þá?
Framh. bls. 32.
30 VIKAN