Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 39
og Islenzkum, enda oft nefndur „hlnn
lærtii Islendingur".
J<5n Svefneyingur dvaldist lengst-
an hluta ævi sinnar í Kaupmanna-
höfn og stundaði þar vísindastörf.
Eitt helzta rit hans er: Om Nordens
gamle Digtekonst, er kom út í Kaup-
mannahöfn árið 1786.
HOOKER LÝSIR LANDS'-
FÓLKINU.
Á þessu ári kom út í Lundúnum
ferðabók frá Islandi eftir ungan
brezkan náttúrufræðing, William
Hooker að nafni, en hann hafði þá
ferðazt hér um árið 1809. Fékk bók
þessi harla misjafna dóma. Þótti
hann ekki bera Islendingum of vel
söguna. Þó er þar margs konar fróð-
leik að finna, og vel lætur hann af
gestrisni Islendinga. Segir hann sóða-
skap mikinn í landi og fólk hirðulítið
í útliti.
Hér er kafli, sem lýsir því, er hann
kom að landi I Reykjavík.
„Á ströndinni, þar sem við lent-
um,“ segir Hooker, „var hraungrýti,
svart á lit og sums staðar molað, svo
að það var fínt eins og sandur.
Þarna var skotið fram í sjóinn
dálítilli flotbryggju úr furuplönkum,
til þess að við blotnuðum ekki. Kring-
um hundrað Islendingar, aðallega
konur, buðu okkur velkomna til
eyjar sinnar og ráku upp óp, þegar
við lentum.
Við gláptum ekki síður á þetta
góða fólk en það á okkur.
Nú var fiskþurrkunartíminn, og
fólkið var önnum kafið við að breiða,
þegar við komum. Sumir voru að
snúa þeim fiski, sem breiddur hafði
verið til þerris á ströndina. Annar
hópur var að bera fisk á handbörum
frá þurrkstaðnum og hærra upp á
ströndina, en þar voru aðrir að hlaða
honum í stóra stakka og báru á stafl-
ann stóra steina til að fergja fiskinn
og gera hann flatan.
Konur unnu mest að þessari vinnu.
Sumar þeirra voru mjög þreklegar,
en ókaflega óhreinar, og þegar við
fórum fram hjá hópnum, lagði megn-
an þráaþef að vitum okkar-------
Konurnar, sem þarna unnu, voru
vissulega ekki að jafnaði steyptar í
náttúrunnar fegursta móti, og sumar
kerlingarnar voru ljótustu mannver-
ur, sem ég hef augum litið.
En i hópi ungu stúlknanna voru
ýmsar, sem mundu hafa verið taldar
laglegar, jafnvel í Englandi.
Og litarháttur íslenzkrar stúlku,
sem hefur ekki orðið of mjög fyrir
óblíðu veðráttunnar, þolir samanburð
við konur hvaða lands, sem er. Þær
eru venjulega lægri en enskar konur,
en samsvara sér vel og eru mjög
heilsuhraustar eftir útliti þeirra að
dæma.“
MACKENZIE BARÓN.
Þá kom út önnur ferðabók á ensku
INSTANT TAN
með vitamin D
Þessi kristaltæri vökvi fer nú
sem eldur í sinu um allan heim.
Hvers vegna? Vegna þess að
þér berið hann á yður að kvöldi
til, og að morgni, þegar þér
vaknið, eruð þér orðin sólbrún,
tins og þér hafið legið á bað-
strönd, svo dögum skiptir. Flýt-
ir einnig fyrir að húðin verði
brún ef legið er í sólbaði.
Notkunarreglur:
Berið á yður í upphafi, 3svar
sinnum, með klukkustundar
millibili, að kvöldi til. Það tek-
ur um það bil 6 tima þar til
hörundið er orðið brúnt. Nauð-
synlegt er að þvo sér um liend-
urnar eftir að búið er að bera
á sig.
Til að lialda við hinum eðli-
lega brúna iit, sem þér hafið
fengið, nægir að bera á sig
einu sinni að morgni, svo lengi
sem óskað er.
Látið ekki hjá líða að kaupa
yður glas af þessum undravökva
strax i dag og sannfærast um
hæfileika hans. Er algerlega
skaðlaust fyrir húðina.
Fæst í flestum snyrtivöru- og
lyfjaverzlunum um allt land.
HEILDSÖLUBIRGÐIR
$NyRTTVORUR H.F.
Box 834. — Sími 17177.
a
og segir frá ferð um Island, er barón,
George Mackenzie, ásamt tveimur
visindamönnum hafði farið sumarið
áður. Munu þeir félagar hafa ætlað
að skoða hér jarðmyndanir, safna
plöntum og kynnast landi og þjóð.
Ferðuðust þeir aðallega um Suður-
land allt austur undir Eyjafjöll.
Þetta var yfir 500 blaðsíðna bók
í stóru broti með m.örgum myndum
og uppdráttum af landslagi. Einnig
fylgdu bókinni tveir landsuppdrættir.
Vísindamennirnir skrifuðu um sögu
Islands og bókmenntir, stjórnarfar og
um dýr og jurtir. Mackenzie skrifaði
m. a. um búskap og verzlun, steina-
fræði og jarðfræði. Þótt ýmsir kaflar
bókarinnar séu fróðlegir, er í ýmsu
misfarið, og ekki bera þeir Islend-
ingum heldur of vel söguna fremur
en Hooker.
ENSKIR RÉÐU HÉR MIKLU.
Það var enn svo, eins og fyrr er
frá greint, að Englendingar réðu hér
miklu og reyndu að ná hér fótfestu,
einkum í sambandi við verzlunina.
Danir höfðu ýmsum öðrum hnöpp-
um að hneppa en sjá um nægar sigl-
ingar til landsins og vöruflutninga.
Þetta notfærðu Englendingar sér. En
þeir urðu ekki heldur vinsælir, svo
sem sjá má af frásögninni af Parker
konsúl hér á undan. Það var alls
staðar og alltaf árátta hirma erlendu
kaupmanna og spekúlanta að draga
sem mest út úr lndinu af afurðum
þess fyrir sem minnst verð, en lítt
hugsað um, þótt landsmanna biði mat-
vælaleysi og örbirgð.
Þannig var í stórum dráttum um-
horfs hér á landi á fæðingarári Jóns
Sigurðssonar, óskabarns Islands.
Á EYRI VAR HUNANGSILMUR
ÚR GRASI.
Á eyrinni vestur við Arnarfjörð
er ilmur úr sævargrund,
þar ól hún Þórdís Islandi son
á ættjarðar hamingjustund.
Svo segir 1 Landnámabók:
„Án rauðfeldur, sonur Gríms loðin-
kinna úr Hrafnistu og sonur Helgu,
dóttur Ánar bogsveigis, varð missátt-
ur við Harald konung hinn hárfagra
og fór því úr landi í vesturvíking.
Hann herjaði á Irland og fékk þar
Grélaðar, dóttur Bjartmars jarls.
Þau fóru til íslands og komu i Arnar-
fjörð vetri síðar en örn. Án var hinn
fyrsta vetur í Dufansdal. Þar þótti
Grélöðu illa ilmað úr jörðu.
örn spurði til Hámundar heljar-
skinns, frænda síns, norður í Eyja-
firði, og fýstist hann þangað. Því
seldi hann Áni rauðfeld lönd öll milli
Langaness og Stapa. Án gerði bú á
Eyri. Þar þótti Grélöðu hunangsiim-
ur úr grasi.“
Og þar var það, sem óskabarn Is-
lands fæddist hinn 17. júni 1811. +
Aldarminning harmleiks.
Framhald af bls. 5.
lögum við Bandaríkin. Jafnskjótt
og blóði hefði verið úthellt, mundi
Virginía draga sverð sitt úr slíör-
um. Þegar hleypa skyldi af fyrstu
fallhyssunni á Sumter-virkið, var
Pryor boðið að gera það. Hann brást
og tautaði: „Ég get ekki hleypt af
fyrsta skoti styrjaldarinnar.“ Það
var sem hann hefði haft hugboð
um hryllingar þær, sem af kynnu
að hljótast. Þá gekk fram aldraður
bóndi, Edmund Ruffin að nafni, og
hleypti af fyrsta skotinu. Hann sór,
að fyrr mundi liann ráða sér bana
en lifa undir Bandarikjastjórn.
Úrslitin gátu ekki orðið nema á
einn veg. Ekki var unnt að koma
vistum eða skotfærum til virkisins,
sem verið hafði 1 raunverulegri her-
kví vikum saman, og eftir 33 stunda
skothríð varð virldsstjórinn, Robert
Anderson majór, að gefast upp.
Fregnin upp uppgjöfina barst eins
og eldur í sinu um allt landið. í
Suðurríkjunum fylltust menn eld-
Framhald á bls. 43.
V.IKAN 39