Vikan


Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 23
gera. En það er aldrei gott að segja um hver er bezt í hverjum verðflokki, því það getur alltaf v.erið eitthvað sem er betra á einni vél en annari, án þess að vélin sé betri I heild. Sú fyrsta á myndinni er dýrust enda hægt að breyta bæði ljósopi og hraða. Hún heitir Belfoca. Er um tvær mynd- stærðir að ræða 6x6 og 6x9, en það getur verið þægilegt að breyta til eftir því hvað á að mynda. Það eru þrír hraðar 1/100, 1/50 og 1/25 auk tíma. Þannig eru hraðarnir hæfilegir fyrir alla venjulega myndatöku. Það eykur auðvitað möguleikana á að ná mynd við lítið ljós, að hægt er að hafa hraðan 1/25 úr sek. og ljósop 6.3, sem er stærsta ljósop á vélinni. Ljósopin eru annars fjögur 6.3, 8, 11, og 16. Á þessari myndavél, sem hinum, er fjarlægðarinnstillingin föst og því varla hægt að taka mynd nær en IV2 meter. Það er hægt að hafa peru- flash með vélinni. Með tösku kostar hún 735 krónur en 561 án tösku. Næsta vél er ekki eins margbrot- in. Þar er ekki nema um tvö ljósop að ræða 8 og 11. Fjarlægð niður í 1.5 meter og hraðarnir tími og 1/60. Myndstærðin er 6x6. Við þessa vél má líka nota peruflash. Vélin kostar 572 krónur og fylgir taska úr leðri. Næst er Brownie 127, myndstærð 4x6 og þar höfum við einföldustu gerð kassavéla. öll innstilling föst. Hún kostar 241 krónu án tösku, en 285 krónur með tösku. Seinust er Brownie Cresta 3, en hún er með þremur Ijós- opum og hraðana tíma og 1/60. Auk þess má nota peruflash við hana. Hún kostar 432 krónur með tösku. Það er alveg sérstakt peruflash við þessa vél og kostar það 247 krónur. íþróttir Bandaríkjamaðurinn Ray Norton sýndi því miður mjög lélegan árangur á Olympíuleikjunum í fyrra og var langt frá þeirri getu sem búast mátti við af honum. Nú er það að vísu rétt. að á slíkum leikum er harkan miklu meiri, en á nokkru öðru íþróttamóti og brot úr sekúndu gerir gæfumun á þeim fyrsta og síðasta. En þar sem hann varð seinastur á hundrað metr- unum, var hann ekki sem bezt fyrir kallaður sálarlega í tvöhundruð metra hlaupið og þar varð hann lika sein- astur. Með tvo slíka ósigra að baki átti hann að taka þátt í boðhlaupinu og nú var hann virkilega orðinn slæm- ur á taugum. En þrátt fyrir það tókst honum að tryggja Bandaríkjamönn- um sigur. En það stóð ekki nema stuttan tíma. Dómnefndin úrskurðaði að hann hefði þjófstartað. Þetta fyllti mælinn og Norton fór út af vell- inum brotinn maður, hágrátandi. Þannig getur hundraðasta brot úr sekúndu leikið einn mann. J^ybib HVerJU BaUMulBlnN Fratnliald af bls. 28. vera 1—2 dívanar i og gluggi yfir divaninum, sem ég sef í, og mér finnst vera nótt. Þá veit ég elcki fyrr til en komið er inn i herbergið hjá mér og þá þekki ég strax strákinn, en ég hef verið með honum og hann kemur vaðandi að mér þar, sem ég er uppi og tekur upp hníf spegil- fagran og ætlar að ota taonum að mér, þá finnst mér ég verða hrædd og hann hendir strax hnifnum aftur fyrir sig og þá allt i einu finnst mér allt breytast í herberginu, komnir tveir stórir gluggar og breitt hjóna- rúm og lielzt held ég að hann hafi verið kominn fyrir framan mig í rúminu. Og við ])að vaknaði ég. ®g vonast sem fyrst eftir svari, með fyrir fram þökk. Ein sorrý. Svar til einnar sorrý. Hinn nýi staður er í draumnum tákn nýrra aðstæðna í lífinu, jafn vel nýs þáttar. Hnífurinn er tákn um deilur, en þar sem pilturinn fleygir honum aftur fyrir sig þegar hann sá að þú varst hrædd, eru horfur á að deilur ykkar á milli lægi og að líf þitt og hans breySisti, þar sem gluggarnir stækkuðu og hjónarúm myndað- ist þarna á staðnum. Það er nátt- úrlega tákn um giftingu. Draum- urinn virðist því vera bending til þín um að stofnun heimilis hjá þér sé ekki langt undan landi.. Hlutur bifreiðar f draumnum er tákn um of mikla eyðslusemi og dökkhærði pilturinn, merkir kostnaðarsaman félaga. Eldurinn og allt standið í sambandi við brunaliðið er tákn um húsnæðis- skipti stúlkunnar, sem þó ganga mjög brösuglega. Ef ég mætti ráð- leggja þér nokkuð, piltur minn mundi ég segja að þú ættir ekki að leggja lag þitt við umrædda stúlku, því engin gæfa mun fylgja því, ef dæma má eftir draumlífi þínu. Hr. draumaráðandi. Fyrir skömmu dreymdi mig eftir- farandi draum, sem ég vildi gjarnan fá ráðinn. Mig dreymdi að ég var stödd í fjölmennu samkvæmi, hjá fólki, sem ég kannast við: Fannst mér allir vera þarna samkvæmis- klæddir nema ég, sem var klædd í peysu og siðbuxur. Vín var liaft þarna um hönd og þegar á leið fannst mér setjast að mér einhver leiði og ég varpaði mér út um glugg- ann, en í því ég er að detta finnst mér húsmóðirin ná taki á mér og draga mig inn aftur og reynir nii að heröa mig upp, sem bezt hún getur. Finnst mér þá samkvæminu vera að ljúka, en ég verð þarna eftir og er að líta í kringum mig. Fannst mér geysifagurt þarna í íbúðinni og rúmgott. Siðan kem ég auga á tvær vinstúlkur minar, sem ntér fannst vera þjónustustúlkur og voru þær að hreinsa eftir gestina. Finnst mér ég segja að ég sé að hinkra eftir húsmóðurinni og vilji komast inn til hennar en hún hafði þá gengið frá til að tala við hina. En önnur letur mig mjög. Finnst mér ég þá sjá húsbóndann ganga þarna á tali við eina gestinn, sem eftir var fyrir utan mig, en í því kemur húsmóðirin klædd i kápu og finnst mér við fara út, en i þvi vakna ég. P.S. Þó að draumurinn sé ekki merkilegur vonast ég ákaflega eftir að fá svar í Vikunni, eins fljótt og auðið er. S. í. Svar til S. f. Draumur þessi er fyrir illu um- tali, sem stafar af illu umtali í þinn garð, þetta bjargast þó fyrir aðgerðir einnar vinkonu þinnar, sem réttir hlut þinn við, þar sem orðrómurinn átti ekki við rök að styðjast. Upp úr þessu öllu saman hittirðu svo mann, sem allt bend- ir til að þér muni falla prýðilega vel við. Kæri draumamaður, Mig langar að fá ráðningu á draum, sem mig dreymdi fyrir þó nokkru. Fannst mér sem væri ég að hlaupa undan hersveit og hrasaði á götunni og féll. Varð mér litið á aðra hönd mina og voru þar þrir hringir. Fyrst kom einbaugur, svo plötuhringur og aftur einbaugur. Siðan vaknaði ég við að ég var að horfa á hringina. Með fyrir fram þökk, Jóna. Svar til Jónu, Af draumnum mætti skilja að þú værir karlagull, Jóna, og þú hefðir nóg með að gera við að smeygja þér undan ásókn þeirra. Það tekst náttúrulega mátulega, því þú verður kennd talsvert al- varlega við jafn marga karlmenn og tala hringanna var á fingrum þér. Eftir því giftistu, skilur síð- an, trúlofast skilur við hann og giftist síðan aftur þeim þriðja. — Eruð þér héðan úr bænum? — Ég verð að biðja um lykilinn að þessu herbergi. Ég hafði ekki svo lítið fyrir að opna það í morgun. strákurinn sé líkur? — Ja, hvernig á ég að geta svarað því, ég þekki næstum því engan hérna. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.