Vikan


Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 10.08.1961, Blaðsíða 9
Rafnseyri við Arnarfjörð fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. fcjti ' HUNDRAÐ OG FIMMTÍU ÁR. Um langan aldur hefur hin ís- lenzka þjóð minnzt fæðingardags Jóns Sigurðssonar forseta, 17. júní, og gert hann að þjóðhátíðardegi sin- um. Þessi dagur er vonargeisli i lífi þjóðarinnar. Hver væri vor- og sum- arhátíð okkar, ef 17. júni væri ekki? Jón Sigurðsson var hinn mikli leiðtogi I baráttu þjóðarinnar til sjálfsforræðis, stjórnmálaíega, efna- lega og andlega. Margir ágætir menn stóðu við hlið hans, en enginn neitaði þvi, að hann var bjargið, sem allir boðar brotnuðu á, þegar sóknin stóð sem hæst, óbifanlegur og glæstur. Þegar Jón Sigurðsson lézt á 69. aldursári hinn 7. desember 1879, fékk hann svo göfugmannleg eftirmæli hjá samtíðarmönnum sínum, að auðfund- ið var, að í dauðanum sameinaði hann Þjóð sína í ást og trú á hið bezta, sem með fólkinu bjó til dáða og drengskapar. Matthías Jochumsson skáld sagði svo I blaði sínu, Þjóðólfi: „Grát þú, fósturjörð, þinn mikla son, en vert þú vonglöð, þú ólst hann sjálf og áttlr.“ Á silfurskildi, sem var á kistu hans og landsmenn hins látna höfðu gefið, stóðu þessi orð: ósTcabarn Islands, sómi þess, sverS og slcjöldur. Jón Ólafsson, skáld og ritstjöri, sagði I blaði sínu, Skuld: „1 efri málstofu þingsins er marm- aralíkneski af Jóni Sigurðssyni sett upp, en oliumynd af honum í hinni neðri málstofu. Steinprentuð andlits- mynd hans er þvi nær I öllum fremri heimilum á íslandi, en hans andlega mynd er óafmáanlega grafin í hverju íslenzku hjarta, og minning hans og nafn mun lifa I ástsælli frægð svo lengi sem íslands heiti er til á þjóð- anna vörum.“ Við lát Jóns Sigurðssonar var hans minnzt viða í Evrópu. Auk blaða á Norðurlöndum, sem minntust hans sem mikils þjóðarleiðtoga og stjórn- vitrings, var skrifað um hann í ensk og þýzk blðð. Prófessor Williard Fiske ritaði um hann i ensk blöð og þýzk. Hann seg- ir m. a.: — — „Það er sorglegt, að þetta miðsvetrarpóstskip skuli færa Islandi þá harmafregn, að látinn sé þess bezti sonur, hinn ágætasti Islendingur á þessari öld. En þó er að minnsta kosti hugfró að hugsa til þess. að iíf hans má kalla fullkomið líf, að hann hafði lokið sínu mikla verki, — erf- iði hans mun bera ávöxt fyrir alla tíma. Landsréttindi Islands eru trygg, og í sífelldri framför lands síns, er aldir líða, mun Jón Sigurðsson eiga sinn maklegasta minnisvarða. Guð blessi hans gullbjörtu minning!" Konráð Maurer prófessor, aldavinur Jóns Sigurðssonar, skrifaði einnig um hann í þýzk blöð. Þakkar Maurer honum órofatryggð hans og vináttu. Segist Maurer nú syrgja, þar sem Jón var, einn hinn göfugasta, sam- vizkusamasta og stórbrotnasta mann, er hann hafi nokkurn tíma borið gæfu til að kynnast. Þjóðin hefur tengt marga stórvið- burði sögunnar minningu Jóns Sig- urðssonar. Lýðveldið Island var stofnað 17. júní 1944. Háskóli Is- lands var stofnaður 17. júní 1911, á 100 ára fæðingardegi hans. Og í ár er þess minnzt, að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Vel mætti við þetta tækifæri renna huganum aftur í tímann til ársins 1811, þegar óskabarn Islands fæðist. Hvernig var umhorfs þá? I ; i ÞAÐ VAR KALT VOR. Þetta ár lá á takmörkum mikilla atburða. Enn voru í fersku minni hinar miklu styrjaldir, sem geisað höfðu, Napóleonsstyrjaldirnar. Komu þær hart við ísland sökum siglinga- leysis og þar af leiðandi skorts á vörum og varningi, svo að til neyðar horfði. Þá var nýafstaðið ævintýri Jörundar hundadagakóngs og umbrot í stjórnmálalifi, Danmörk rambaði á barmi gjaldþrots. En skömmu síðar rofaði þó i lofti á ýmsum sviðum. I ársbyrjun hafði verið góð tíð íram á þorra, en þá fór hann að þeyta snjá eins og oft og endranær. En er vora tók, var kalt og illviðrasamt, einkum eystra, svo að „aldrei létti næðingum' og hríðum til þess átta vikur af sumri.“ Voru menn orðnir heylausir viða. Sauðfé féll allviða, einkum féll margt unglamba. Sums staðar lá nærri mannfelli, þar eð naumast var til mjólk né ann- ar matur, ekkert að fá í kaupstöðum, en veiðiskapur sáralítill, þar eð hafís lá fyrir Norðurlandi, en íshroði fyrir austan og vestan. Rak hafís að landi um hvítasunnu. Þótti ganga kraftaverki næst, að fólk skyldi ekki falla í harðindunum um vorið. Um sumarið voru miklir óþurrkar syðra. Lágu töður á túnum fram á haust, og voru hey víða kolbrunnin. Eldiviður ónýttist mjög, svo „að menn lentu í mestu nauð. Var brennt steinkolum í Reykjavík og því, er eftir var af þófaramylnunni." Haust var gott nyrðra og fram á vetur, gerði þá hríðar og jarðbönn, en allgott sunnan Hvítár. MANNNFJÖLDI Á ÍSLANDI. 1 árslok árið 1811 voru landsmenn alls 48.808. I árslok árið áður voru landsmenn 48.805, hafði fjölgað um þrjá á árinu. Stóð íbúatalan þannig því nær í stað þetta árið. Og það, sem af var 19. öldinni, I heilan ára- tug, hafði þjóðinni fjölgað aðeins um rúmlega Þúsund manns, var í árslok 1801 47.852. Þjóðin hafði að visu verið enn fámennari eftir móðuharðindin, en mannfjölgunin var hægfara, þar eð pestir og farsóttir lögðu fólk fyrir aldur fram að velli og ungbörnin féllu sem stráin í fyrstu frostnóttum. Hafði þá gengið sótt um landið, einkum um Múlasýslur. Og í Sauð- laukdalssóknum urðu þá um veturinn dauðsföll óeðlilega tíð. Menn á bezta aldri urðu bráðkvaddir, fóru þar fimm lik í eina gröf. UM LÍFSBJÖRGINA. er það að segja, að fiskafli var góður syðra, en nyrðra enginn að kalla. „Var því fluttur meiri fiskur af Suðurlandi en hið fyrra sumarið, fór hestur nálægt frá hverjum bæ fyrir vestan öxnadalsheiði, en frá sumum 6—8 eða 10, þar sem efni voru til; var og mælt, að fiskur skyldi eigi ganga af landi burt,“ segir i Annál 19. aldar. „Hvali þrjá rak á Sléttu nyrðra og þrítugt hvalbrot að Utanverðu- nesi í Skagafirði. Selir náðust 600 á Tjörnesi og 400 á Langanesi.“ Vegna hins bága ástands höfðu Is- lenzk yfirvöld mælzt til þess, að fisk- ur yrði ekki að svo stöddu fluttur úr landi, svo að landsmenn gætu sjálfir fengið hann sér til lifsbjargar, þar sem kreppti að, og það var viða. Þá kom við sögu enskur maður, sem ekki einungis braut óskir og fyrir- mæli íslenzkra yfirvalda, heldur setti sjálfur lög og reglur til óþurftar landsmönnum. Maður þessi hét John Parker. Hann hafði komið til Reykja- víkur árið áður sem konsúll Breta eða verzlunarræðismaður, en Bretar höfðu þá allmikil viðskipti hér á landi. Parker hóí hér sjálfur verzlunar- rekstur, en þótti ekki til vinsælda fallinn. Hann var stirður i viðskiptum og hugðist nota aðstöðu sína og auðg- ast á því, að I ýmsum tilfellum gat hann notið einokunaraðstöðu. Voru mörg dæmi þess, að hann synjaði um vörur, er hann hafði í verzlun, en uppgengnar voru hjá öðrum kaup- mönnum, og seldi þær ekki, nema boðið væri aukreitis. Þegar Parker heyrði þá ráðstöfun yfirvalda, að fiskur skyldi ekki selj- ast af landi burt, og sá, hversu mikiö var flutt af honum til sveita, tók hann til sinna ráða og bannaði kaup- mönnum að selja innlendum eöa nokkrum öðrum fisk án samþykkis Breta. Áttu kaupmenn einnig aö láta Englendinga sitja fyrir um aðrar beztu útflutningsvörur. Þorðu íslenzk yfirvöld ekki að óhlýðnast fyrirskipunum Parkers i þessum efnum. Urðu margir að „hlýða óvinum Danakonungs gagn- vart eigin sannfæringu“. Sjálfur keypti Parker svo íslenzka fiskinn til útflutnings. Lét hann hlaða stórt skip, og lagði það úr höfn. En svo vildi til, að á útsiglingu strandaði það við Suðurnes og brotn- aði þar. Mannbjörg varð. Náðist fisk- urinn úr skipinu, og kom nú Koefoed sýslumaður til skjalanna, tók farminn i sínar hendur og seldi landsmönnum eftir þörfurn. Hafði hann keypt fisk- inn á strandinu lágu verði. Lét hann kaupendur njóta þess, en hafði þó góðan ábata sjálfur. Þótti nú mörgum sem forsjónin hefði gripið í taumana og tekið hér fram fyrir hendurnar á yfirgangs- manninum Parker, þar sem lands- menn fengu nú í nauðum sínum fisk- inn fyrir lægra verð en ella, og kom mörgum að góðu haldi. Þær sögur gengu síðar af Parker konsúl, að hann hefði haft hvítasyk- ur til að bera á stígvél sín til þess að gera þau gljá, en seldi engum. Þótt mönnum lægi nálega við hung- urmorði í Reykjavik, seldi hann eng- um, néma hann fengi hinn dýrasta mat eða útflutningsvöru á móti, og setti þá afarkosti. YFIRVÖLD LANDSINS. Hér hafði Friðrik Trampe greifi verið stiftamtmaður, en hann var nú erlendis og síðan skipaður stiftamt- maður i Þrándheimi i Noregi. Var þá skipuð fjögurra manna nefnd til Framhald á bls. 38. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.