Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.09.1961, Qupperneq 5

Vikan - 21.09.1961, Qupperneq 5
Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Árni Kristjánsson tónlistarstjóri: Enginn er sjálfum sér nógur, enginn svo sjálfstæður, að hann þurfi ekki að vera upp á aöra kominn að einhverju leyti. Þetta gildir jafnt um þjóðir sem ein- staklinga. Við höfum orðið aö leita til annarra þjóða um margt, m. a. sérmenntað eða faglært fólk á ýmsum sviðum, og er það okkur nauðsyn. Útlendir menn koma og af sjálfsdáðum út hingað í at- vinnuleit, og skyldi ekki heldur við því amazt, ef um dugandi fólk er að ræða. Þessir útlendingar ílend- ast hér, samlagast landi og þjóð og vinna sér íslenzkan þegnrétt með tíð og tíma. Sjálfsagt er hæfileg blóðblöndun við aðrar þjóðir holl, ef þær eru ekki of fjarskyldar. Helzt ættum við að sækjast eftir Norðurlanda- mönnum eða fólki frá Norður- og Vestur-Evrópu. Hitt væri að minni hyggju mesta óráð, ef útlendingar fengju að þyrpast hingað í hrönn- um, jafnvel þótt það kynni að gagna iðnaði okkar og verklegum framkvæmdum í bráð. Við erum það lítil þjóð, að sérstæðri menn- ingu okkar og tungu gæti stafað af því mikil hætta. Islenzk tunga er líftaug okkar, — okkar saga, hvorki rneira né minna. Bf við týndum henni, er úti um okkur sem sérstaka þjóð, en eins og Sig- urður Nordal hefur sagt: „Þjóðir, sem eiga sér sögu, deyja ekki.“ Eg held, að ég mundi segja nei! Eg segi nei á þeirri forsendu, að ef við viljum halda þeirri stefnu, sem við nú höldum, að hafa ísland ís- lenzkt, hljótum við að eiga töluvert í vök að verjast i þeirri viðleitni. Við erum aðeins rúm 170.000 og áleitni útlendrar menningar og erlendra tungna gerast ásæknari, er timinn líður. Sjónvarps- og útvarpstæknin ryður sér til rúms og hefur mikil á- hrif á sama tima sem við kennum erlendar tungur í skólum. Tæknin hefur þvi mikii áhrií á æskuna og stuðlar að þvi að rjúfa varnarvegg- inn, að við erum íslenzk. Það vill svo til, að Island er eina landið i E'vrópu og norðurhveli jarð- ar, sem á ræktanlegt landsvæði fyrir fleira fólk. Eg tel, að enginn vafi sé á þvi, að hingað mundi verða mikii aðsókn, a.m.k. meðan hagstæð veðr- átta helzt, sem við nú búum við, og sú aðsókn mundi verða okkur of- urefli. Við mundum hreint og beint hverfa. Á báðar hliðar höfum við enskumælandi Þjóðir, og við meg- um varast Þau áhrif, sem þaðan koma. Við verðum að haida áfram með þá tilraun, sem við erum að gera, að halda uppi sjálfstæðri þjóð, sem á sjálfstæða menningu og rótgróna menningu! Á sama tima er það ljóst, að þetta setur okkur veruieg takmörk i þróun okkar og framförum, vegna þess að við erum of fámenn Þjóð til að standa undir öllu, sem við færumst i fang. Eg er þvi samþykkur, að leyfður yrði hóflegur innflutningur á starfs- íólki, sem mundi stuðla að auknum þroska okkar á meðal og veita okkur stuðning í þeim framtökum, sem við tökum okkur fyrir hendur. X fyrsta lagi er ég hlynntur þvi, að hingað kæmi sérmenntað fólk, en þvi yrði að stilla i hói, og Þetta fólk kæmi þá hingað meö það fyrir augum að gerast islenzkir ríkisborgarar og yrði islenzkt i háttum. En ég er þvi mót- fallinn, að hér risi nokkurs konar útlendar nýlendur, sem hefðu of mikil áhrif. Eg er þvi algjörlega mótfallinn, að íslenkir háskóiaborgarar flýi héðan. Þvi verður að skapa hér skilyrði, sem fóikið getur unað við. Að sú stefna, sem við nú vinnum að, að halda uppi sjálfstæðri tungu, menningu og þjóð, takist, tel ég, að ekki sé alveg útséð um, en ef útlend- ingar færu að flykkjast inn i landið, væri það um leið útilokað, að nokk- uð væri hægt að gera í þá átt. Gísli Guðmundsson, fulltrúi hjá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna: < Eg tel, að Island sé of fámennt, til þess að auðvelt sé fyrir það að vera sjálfstætt riki. Það er fámennið, sem háir landinu. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu, að erlent fólk setjist hér að og gerist góðir ríkisborgarar, en ég er andstæð þvi að fá hingað eitthvert vandræðafólk. 1 Bandaríkj- unum t.d. hverfa innflytjendurnir í hópinn, en ef hingað kæmu of margir til að setjast hér að, kæmi á okkur erlendur svipur, og því er ég mót- fallin. Áður en útlendingar gerast hér rikisborgarar, eiga þeir að vera í landinu dálitinn tima, svo að ein- hver reynsla fáist á, hvort Þetta séu nýtir menn eða ekki. Úg Þykist viss, að ef við leyfðum öðrum kynflokkum að setjast hér að í stórum stil, mundu hljótast af því vandamál. Þar sem tveir kynþættir byggja eitt land, eru alltaf einhverjar erjur og vandamál, og mér finnst nóg af vandamálum í þessu landi, svo að ekki sé verið að bæta við þau. Ekki svo að skilja, að ég geti ekki unnið með fólki af hvaða kyn- þætti, sem er, og mér finnst það andstyggilegt að vera með áróður á móti mönnum af öðrum kynstofn- um. Ég tel, að óhætt sé að leyfa einum og einum einstaklingi úr öðr- um kynflokkum að setjast hér að, en ekki stórum hópum. Áftur á móti er ég þeirrar skoðunar, að gott sé að fá hingað fólk frá náskyldum þjóðum; þó ber að gæta ýtrustu var- kárni i því sambandi, svo að hingað komi ekki einhverjir vandræðageml- ingar, sem stingi svo bara af. Landið mun verða ræktað, vatns- aflið nýtast betur og iðnaðurinn vaxa, og það kemur að þvi, að hér verður léttara að lifa. En landið er of fá- mennt, og Þess vegna ætti að stuðla að því — með varkárni að fá hingaö dugmikla menn, sem mundu samlaga sig þjóðinni og verða hluti af, henni, þannig að börn Þeirra yrðu íslenzk. Hver man t.d. eftir því, að forsætis- ráðherrann er hálfdanskur? Á eitt vil ég sérstaklega minnast í þessu sambandi. Við verðum í fyrsta lagi að halda Islendingunum i land- inu, og útlendingarnir koma númer tvö. Það er sorglegt, þegar ungir, vel menntaðir menn setjast að erlendis. Það verðum við að hindra. Þeir eru okkur of dýrmætir til að sleppa svona út úr höndunum á okkur. Mér finnst það vera mjög mikið ólán, þegar slíkt kemur fyrir. Þetta er öfug- streymi, sem ekki ætti að eiga sér stað. Við eigurn fyrst að halda í þá menntamenn, sem við eigum, og út- lendingarnir verða númer tvö. + Frú Teresía Guðmundsson, veðurstofustjóri: mannfólk þetta er. Ég vil sérstaklega undirstrika eitt í þessu sambandi. Ég er algjörlega á móti þessum niðang- urslegu nafnabreytingum, sem nú tiðkast, þvi að það að taka nafn af manni og gefa honum nýtt er hrein limlesting, sem fyrirfinnst hvergi nema hér. Stefán Jónsson fréttamaður: Eg treysti því, að íslenzkir menn, sem bera hita og þunga af fjölgun Þjóðarinnar, láti það ekki á sig spyrj- ast, að þeir skikar af ísa köldu landi, sem byggilegir mega teljast, verði ekki þéttsetnir árið 2000. Eða, — svo að notuð séu orð Nelsons og þau heimfærð upp á okkur: Island væntir þess, að hver maður geri skyldu sína. Axel Guðmundsson, fulltrúi hjá Skattstofunni: Ég er ekki á móti hæfilegum fjölda erlendra manna, sem vilja gerast ís- lenzkir ríkisborgarar, en atvinnulifið þolir bara vissan skammt. Og áður en þetta fólk fær aðgang til að setj- ast hér að, ber að athuga, hvérnig VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.