Vikan - 21.09.1961, Side 15
J)crlu-
fcsti
Sumir dagar eru öðrum verri, og miðvikudagurinn minn var óvenjuslæmur. Ég svaf yfir mig
eftir lei'ða drauma og andvöku, og þegar ég hugðist bæta skap mitt og tala við stúlkuna mina,
svaraði hún ekki simanum. Úrillur fór ég á knæpii til að fá mér matarbita. Þar hitti ég Jón,
lcunningja minn og skólabróður, framlágan og timbraðan. Hann sagði mér þá furðusögu, að
Bedúel, vinur okkar, hefði verið fluttur í sjúkrahús síðustu nótt og vonlitið væri um líf hans.
— Síðla kvölds hringdi særður maður til lögreglu bæjarins og bað aðstoðar. Það var Svanur,
bezti vinur Bedúels. Á þriðjudagskvöldið höfðu þeir Svanur og Bedúel setið á heimili Svans og
rabbað saman. En allt siðan þeir gengu saman j Menntaskólann, hlöfðu þeir unað þvi fádæma-
vel að kappræða, því að sjaldnast voru þeir sammáia, svo ólíkir sem þeir voru. Að þessu sinni
þráttuðu þeir um Ijóð. Tilvitnun, sem Bedúei taldi Svan ekki fara rétt með, varð til þess, að
Bedúel fór inn i innra herbergið til að ná í bókma> Svo að hann gæti sannað mál sitt. Bókin
var í veggskáp, sem var fyrir ofan svefnbekk Svans. Bedúel þurfti að teygja sig eftir bókinni
og missti hana úr hendi sér, og hún lenti upp fyrir bekkinn. Hann var nokkra stund að bjástra
við að ná í bókina, en Svanur var hinn rólegasti á meðan og kveikti sér í sígarettu. Hann vissi
ekki fyrr til en Bedúel kemur sótrauður af heift 0g ræðst á hann. — Hvað er að vinur?“ — sagði
Svanur, en Bedúel hvæsti út úr sér: „Ég skal myrða þig, bölvaður svikarinn þinn!“ Bedúel var
heljarmenni að burðum, svo að Svanur óttaðist um líf sitt, þar sem höggin dundu á honum,
þung og stór. Þegar Svanur var nær dauða en lifi, blár og marinn, hætti Bedúel skyndilega að
berja á honum og tautaði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er sjálfur svín og skepna. Þetta
er sjálfsagt mér að kenna.“ — Svo fór hann inn í baðherbergið. Þegar Svanur skömmu síðar
staulaðist til .að huga að honum, lá hann þar i blóði sinu, hafði náð sér í rakblað og skorið
sig á púlsinn.
Slík var sagan, sem Jón sagði mér þennan óyndislega miðvikudagsmorgun. —
— Það var nú orðið langt siðan hópur ungra manna með kollhvítar húfur söng um hamingju-
sama stúdenta og setti svip sinn á höfuðborgina stund úr degi. í þeim glaðværa hópi vorum
við, þessir fyrirstriðs-æskumenn, sem nú vorum að nálgast miðjan aldur. Þar var heljarmennið
og stirðbusinn Bedúel og bezti vinur hans, kvennagullið Svanur. Þessir ólíku menn höfðu
dregizt hvor að öðrum og verið vinir æ siðan. Bedúel fékkst við verklegar framkvæmdir, en
Svanur var við verzlun, og vinátta þeirra var alltaf söm. Lengi vel voru báðir ókvæntir, en
að vonum hópuðust stúlkurnar um Svan. Hann lét þær ekki banda sig, en þótti viðsjáll á sið-
kvöldum. Ekki fóru neinar sögur af þvi, að Bedúel liti á konur, en sagt var, að hann hefði undra-
vert skyn á þvi, hvenær Svanur óskaði, að hann hyrfi af sjónarsviðinu.
Um það bil, sem ég gerðist ungkarl aftur, eftir að hafa misst konuna mfna i ástandið, kom
Bedúel okkur á óvart. Hann fór fyrirvaralitið úr bænum, sagðist ætla i sumarleyfi. Hann fór
einn, aldrei slíku vant, og Svanur, sem hafði verið ómissandi förunautur, vissi ekki, hvað var á
seyði. Eftir nokkurra vikna fjarveru kom Bedúel aftur og hafði þá i fari sinu unga konu, andlits-
bjarta og smávaxna. Konuna kynnti hann sem löglega eiginkonu sina, og ástin geislaði af báð-
um. Þessi kona var okkur lengst af sama ráðgátan. Hlédrægni hennar var slík, að við urðum
að hálfgerðum viðundrum í návist hennar. Þá sjaldan hún var með okkur á skemmtistöðum,
vorum við eins og feimnir fermingarstrákar, þegar við buðum henni i dans. Einhver kunningj-
anna laumaði þvi út úr sér, að það væri eins gott að dansa með glerbrúðu i fanginu og þennan
brothætta grip hans Bedúels. Þetta vakti kátinu, og var konan siðan í hópi okkar oftast kölluð
glerbrúðan hans Bedúels. Svanur andmælti þessu og sagði, að blóð hennar mundi jafnrautt og
heitt og annarra kvenna.
Og árin liðu. Bedúel virtist hamingjusamur, en glerbrúðan hans var alltaf jafnfjarlæg okkur,
en falleg var hún. Hún umgekkst þó nokkuð konur hinna kunningjanna, og sögðu þær, að hún
væri ekki eins ómannblendin og við héldum. Þær höfðu með sér einhvers konar félagsskap
við sauma eða eitthvert slikt dútl. Þegar saumafundirnir voru haldnir, fóru karlarnir venjulega
saman út að skemmta sér, og var þá oft glatt á hjalla. Siðasta vetur voru þær svo saumaglaðar,
að þær náðu i stúlkuna mina i féiagsskapinn, og þótti mér það stundum miður, þegar hún mátti
ekki vera að hitta mig vegna þessara funda. Við ókvæntir sögðum þeim, sem konur áttu að lög-
um, að volgran í hjónabandinu væri ekki orðin meiri en það, að þetta væri kærkomið tækifæri
til að blóta á laun. Bedúel geðjaðist ekki að slíku hjali, og gerðist hann jafnan stúrinn, þeg-
ar honum fannst virðing okkar fyrir hjónabandinu ekki næg. En okkur kom vist aldrei i hug
að væna brúðuna hans um græsku. Hver hefði þorað að eiga það á hættu að brjóta slikan dýr-
grip og skera sig á brotunnm?
Bedúei komst brátt úr lifshættu, og ég fór að heimsækja hann i sjúkrahúsið. Hann var föl-
ur og tekinn, en annars hress i taii. Við töluðum um daginn og veginn, og ég forðaðist að
minnast á siys hans. Bedúei var um stund þögull, áður en hann sagði alvarlegur og að þvf er
virtist nær kiökkur: ,.Þú spvrð einskis." Ég svaraði ekki. Hvað átti ég að segja? „Ég er ekki
briálaður.“ sagði Bedúel, en Ég missti vitið stundarkorn. Þú átt efiaust bágt með að skilja,
hvernig á þessu stendur. En ég vil reyna að skýra fyrir þér, hvað kom fyrir. Mér líður betur,
ef einhver skilur mig ... Þú veizt. að ég er nokkuð fastheldinn á mitt, og tvær manneskjur
hafa verið mér dýrmætastar i lifinu, konan mín og Svanur, vinur minn. Þegar mér fannst þau
bæði hafa brugðizt mér, missti ég vitið og vildi ekki lifa lengur.“ — Ég var engu nær. Senni-
lega var maðurinn enn ruglaður. Bedúel tók eftir því, hve furðulegt mér fannst tal hans.
„Vertu rólegur, vinur sæll, sagan er ekki öll.“ Svo hélt hann áfram, rólegur, en fastmæltur að
vanda: — Konan mín er töluvert yngri en ég, eins og þú veizt. Þó hef ég aldrei verið hræddur
um hana. Þöngulhansinn ég hélt, að hún gæti elskað mig einan, Ijótan og leiðinlegan eins og
ég er ... En ást hennar virtist engin uppgerð, og ég var hamingjusamur og eigingjarn. — Hún
er falleg, eins og þú veizt,“ — og nú brá fyrir f svipnum þeirri hlýju, sem alltaf var yfir
Bedúel, þegar konan hans kom við sögu. — Ég hafði sérstaka ánægju af þvi að velja henni
falleg föt og skartgripi. t fyrra, þegar við vorum erlendis, keypti ég handa henni sérkennilega
perlufesti. Festin var græn og fór sérlega vel við nýjan kjól, sem hún eignaðist um svipað
leyti. Þíi manst, að grænt fer konunni minni afar vel, og hún var svo undurfalleg, þegar hún
var komin í nýja kjólinn með perlufestina um hálsinn.
Núna um daginn ætluðum við i bíó. Konan mín veit, hvað ég hef mikinn áhuga á klæðnaði
hennar, svo að hún spyr mig stundum ráða, þegar hún vill halda sér til. Að þessu sinni spurði
hún mig, í hvað hún ætti að fara. Þá mundi ég eftir grænleita kjólnum, sem hún hafði notað
glcr-
brúðunnar
eJmxlscLgxL
JU<xtífix>Fg.LL
lerLts,.
lengi. Hún fór 1 kjólinn, en perlufestin
fannst ekki. Konan mundi ekki, hvar hún
hafði látið hana, svo að við urðum að fara,
án þess að hún fyndist. Við skemmtum okk-
ur vel og fórum i kaffihús og fengum okkur
snúning. Ég var hamingjusamur eins og allt-
af i návist hennar. Við höfðum skemmt okk-
ur óvenjulitið í vetur. Þær hafa eytt svo
miklum tíma í það að sauma, konurnar.
Það var næsta kvöld, sem ég fór heim
til Svans. Okkur leið dæmalaust vel, meðan
við vorum að þrátta um ljóðlistina. En svo
var það þessi ófétisbók. Ég missti hana upp
fyrir bekkinn, klaufi sem ég er. Þá sá ég
það, sem ég vildi sízt sjá. Græna perlufestin
konunnar minnar var fyrir ofan svefnbekk-
inn hans Svans. Þá missti ég vitið. Þetta var
ekki í fyrsta skipti, sem ég rakst á skart-
gripi kvenna í þessu herbergi, en skart-
gripi konunnar minnar vildi ég sízt finna
þar. Konan mín og bezti vinur minn höfðu
verið hér á ástafundi. Það var svo sem ekki
von, að hún fyndi perlufestina heima. En
mest furðaði ég mig á þvi, hvað hún gat
verið sakleysisleg, þegar hún þóttist vera
að leita að festinni. Og ég, sem stundum
var að stríða Svani með þvi, að hann mundi
eiga orðið safn af svona gripum. En hann
sagði, að þær kæmu ævinlega aftur til að
sækja þá, — sumar skildu þá eftir með
ráðnum hug til þess að eiga erindi aftur. —
Ég þekkti þessar sögur. En þessa sögu hafði
ég ekki kjark til að botna. Ég varð bara
bandvitlaus og lamdi Svan, svo að stórsá á
honum. — Skilurðu mig, vinur?“ — Nú var
bæn i svip hans. — „En nú lief ég jafnað
mig,“ bætti hann við. „Þau mega verða ham-
ingjusöm. Svanur er mér fremri. Ég fer af
landi burt og gef honum hana.“ — Rauna-
legt bros leið yfir andlit hans, og fórnfýsin
lýsti af honum og gerði hann tiu árum eldri.
Ég var orðlaus. Hver getur tjáð sig eftir
þvílík tíðindi? Auk þess vakti brigð gler-
brúðunnar mér sérstaka furðu.
En áður en mér ynnist tími til nokkurs
svars, opnuðust dyrnar, og inn kom gler-
brúðan, brosandi og fögur, með ljómandi
sakleysið i svipnum. Hún hraðaði sér að
Framhald á bls. 32.
VIKAN 15